Af hverju er birki svona ljóst?

Stofnar flestra trjáa eru dökkir, en birki er oft ljósgrátt að lit. Hvers vegna?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ljósleitur börkur er hentugur trjám sem vaxa norðarlega. Börkurinn endurkastar þannig meira sólarljósi og fyrir bragðið er trénu auðveldara að halda jöfnu og lágu hitastigi yfir veturinn.

Það kann að virðast mótsagnakennt en í köldu loftslagi getur verið mikilvægt að halda hitastiginu lágu. Ef hitinn í trénu sveiflast upp og niður fyrir frostmark á hverjum sólarhring er hætta á frostskemmdum, t.d. djúpum sprungum í börkinn. Slíkar sprungur auðvelda meindýrum og sjúkdómum aðgang og geta þannig kostað tréð lífið. Hvítur eða ljós börkur getur þannig aukið lífslíkurnar til lengri tíma litið og því sennilegt að náttúruúrval þróunarinnar hafi valdið þessum ljósa lit. Tré með dekkri börk hafa lifað skemur og þar af leiðandi eignast færri afkomendur.

Það er ekki alveg ljóst hvað veldur þessum ljósa lit. Sú tilgáta hefur verið sett fram að dauðar frumur yst í berkinum endurkasti ljósinu á ákveðinn hátt. Sá eiginleiki á yfirborði efnis veldur því að mannsaugað greinir litinn sem hvítan eða ljósan.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is