Alheimurinn

Af hverju er ekkert gufuhvolf á tunglinu?

Er það bara tungl jarðar sem ekki hefur gufuhvolf – og hver er ástæðan?

BIRT: 04/11/2014

Nánast ekkert gufuhvolf er á tunglinu og ástæðan er sú að þyngdaraflið er þar ekki nóg til að halda í loftsameindir langtímum saman.

 

Loftsameindir ná svo miklum hraða að þær hverfa út í geiminn.

 

Í lofti eða gasi eru sameindir á hreyfingu og oft á miklum hraða. Hár meðalhraði er hið sama og hátt hitastig. Til að himinhnöttur geti haldið í gufuhvolf þarf meðalhraði sameinda í gufuhvolfinu að vera minna en sjötti hluti af þeim hraða sem hlutur þarf að ná til að sleppa út úr þyngdarsviðinu.

 

Jörðin uppfyllir þetta skilyrði auðveldlega.

 

Til að losna út úr þyngdarsviði jarðar þarf 40.000 km hraða. Til að losna út úr þyngdarsviði tunglsins þarf hins vegar aðeins 8.500 km hraða.

 

Þar sem hitastig að degi til getur farið í 100 gráður nær hluti loftsameinda óhjákvæmilega einum sjötta af þessum hraðamörkum, eða 1.400 km hraða.

 

Þetta veldur því að tunglið er ófært um að halda í gufuhvolf í svo langan tíma sem milljónir ára.

 

Á tunglinu er engu að síður örþunnt gufuhvolf.

 

Heildarmassi þess er um 10 tonn. Þetta er einkum vetni, helíum, argon og neon. Þessar sameindir hafa flestar borist hingað með sólvindinum en sundrun geislavirkra efna í tunglinu leggur þó einnig lítils háttar af mörkum.

 

Gufuhvolfið á Io, tungli Júpíters, þar sem miklir strókar brennisteinsdíoxíðs streyma upp úr jörðinni, er einnig fremur þunnt.

 

Af öllum tunglum sólkerfisins er reyndar aðeins eitt sem hefur alvöru gufuhvolf.

 

Þetta er Títan, stærsta tungl Satúrnusar, en gufuhvolfið þar er meira að segja þéttara en á jörðinni. Það er einkum gert úr köfnunarefni ásamt dálitlu metangasi.

 

Þótt þyngdarafl Títans sé ekki nema sjöundi hluti af þyngdarafli jarðar, nær þetta tungl að halda í gufuhvolf sitt vegna þess að á yfirborðinu ríkir 180 stiga frost.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is