Af hverju er ekki hættulegt að búa í Hírósíma?

Lengi eftir kjarnorkuslysið í Tjernobyl var hættulegt að búa á svæðinu. Af hverju gilti það ekki um Hírósíma?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Geislunin frá sprengjunum yfir Hírósíma og Nagasakí 1945 varð mörgum að bana en tiltölulega lítil geislavirkni varð þó eftir. Ástæðan er sú að mest var af gammageislun sem hverfur fremur hratt. Um 10% var nifteindageislun sem getur valdið geislavirkni í efnum og um leið skilið geislavirkni eftir á svæðinu. En 80% af þeirri geislun hvarf þó strax á fyrsta sólarhringnum vegna þess að geislavirku efnin brotnuðu niður. Að auki sprungu sprengjunar í 500 metra hæð og megnið af geislavirkninni barst því upp í gufuhvolfið með hitauppstreyminu.

Slysið í Tjernobyl varð hins vegar þannig að gufusprenging reif gat á kjarnakljúfinn. Í eldsvoðanum sem fylgdi slapp mikið af geislavirku efni út í umhverfið. Reykurinn varð öflugastur rétt við slysstaðinn og steig ekki jafn hátt og við sprengingarnar. Geislavirkt úrfelli varð því mikið í grennd við kjarnorkuverið og Tjernobyl varð hættulegt búsvæði í mörg ár.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is