Flestar konur kannast við tíðaverki og allt að 14% fá svo mikinn sársauka að þær þurfa að taka sér veikindadag.
Samkvæmt svonefndum McGill’s-sársaukakvarða geta tíðaverkir valdið meiri sársauka en t.d. tannpína, langvinnir bakverkir og jafnvel beinbrot. Sársaukinn birtist einkum í formi ákafra magakrampa en getur líka breiðst út til lenda og læra.
Ástæðan er sögð sú að slímhúðin í leginu brotnar niður til að losa líkamann við ófrjóvgað egg. Niðurbrotið losar hormónaskyld efni sem kallast prostaglandín.
Prostaglandínin þrengja æðar og framkalla sársaukafulla vöðvasamdrætti sem gegna því hlutverki að losa legið við slímhúðina og eggið. Blóðstreymi til legsins minnkar og sömuleiðis súrefnisflutningar til frumnanna og það eykur trúlega á sársaukann.
Ávextir og grænmeti geta linað sársaukann
Tíðaverki má lina með verkjastillandi lyfjum, P-pillum og bólgueyðandi lyfjum, svo sem íbúprófeni. Lyfunum geta þó fylgt aukaverkanir, svo sem ógleði og eymsli.
Heilsusamlegri aðferð til að draga úr verkjunum gæti falist í bólgueyðandi mataræði með miklu af grænmeti og ávöxtum. Í tilraun einni fengu konur sem borðuðu plönturíkt og fitusnautt fæði mun færri og skammvinnari verki en aðrar konur sem þátt tóku í sömu tilraun.
Tíðaverkir verri en tannpína á sársaukakvarða
- Sársaukastig 41: Aflimun fingra eða táa.
- Sársaukastig 34: Tíðaverkir.
- Sársaukastig 20: Tannpína.
- Sársaukastig 14: Snúinn ökli.