Af hverju fæ ég höfuðverk af ís?

Ég fæ oft höfuðverk þegar ég borða ís of hratt. Hvernig stendur á því?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Um þriðjungur fólks sem borðar ís fær stöku sinnum höfuðverk á eftir. Oftast byrjar höfuðverkurinn fáeinum sekúndum eftir að maður hefur borðað mikið af ís og mjög hratt. Höfuðverkurinn nær hámarki eftir um hálfa mínútu, en er svo liðinn hjá eftir um tvær mínútur.

 

Verkirnir stafa af því að ísinn kælir niður vöðva og æðar í munni og andliti. Þetta veldur því að æðarnar dragast fyrst hratt saman en víkka síðan aftur. Þessi breyting blóðstreymisins veldur breytingum í efnaskiptum og losun sársaukavaldandi efna.

 

Þetta örvar taugarnar sem flytja sársaukaboð til heilans þar sem sársaukinn verður meðvitaður. Höfuðverkurinn stafar þannig ekki af kælingu heilans, heldur er það bara þar sem maður finnur fyrir honum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.