Langvinnar geimferðir eru hættulegar, ekki bara vegna geislunar í geimnum, heldur líka vegna þess að beinin glata kalki.
Að meðaltali minnkar beinmassi geimfara um 1-2% á mánuði. Þetta er tífalt meira kalktap en hjá eldri konum sem þjást af beinþynningu.
Til eru dæmi um að geimfarar hafi tapað allt að 20% af beinmassanum eftir 6 mánaða dvöl í ISS-geimstöðinni. Það bætir þó úr skák að geimfararnir endurheimta megnið af beinmassanum – en reyndar ekki til fulls.
Kalktapið stafar af því að beinin eru ekki undir sama álagi í þyngdarleysi.
Þetta samsvarar því nokkurn veginn að liggja mjög lengi rúmfastur.
Dagleg líkamsþjálfun getur dregið úr kalktapinu en ekki stöðvað það. Hitt er svo enn verra að kalkið sem losnar úr beinunum berst út í blóðið og eykur hættu á nýrnasteinum.