Ástæða þess að lím límist ekki fast við innhlið túbunnar er að hluta til sú að túban er loftþétt og loft kemst því ekki að til að herða límið.
Svo skiptir auðvitað líka máli úr hvaða efni túban er gerð. T.d. má vaxbera innra byrðið til að koma í veg fyrir að límið festist.
Önnur leið er að nota polýþýlen sem er plastefni. Polýþýlen hefur mjög lága yfirborðsspennu og er því nánast ómóttækilegt fyrir límeiginleikum límsins.
Polýþýlen er líka notað í burðarpoka úr plasti sem einmitt af sömu ástæðu eru ekki límdir í botninn, heldur bræddir saman.