Af hverju litar rauðvín tennur?

Af hverju verða tennurnar fjólubláar þegar rauðvín er drukkið og af hverju eru ekki allir eins viðkvæmir fyrir því?

BIRT: 15/11/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Rauðvín litar tennur af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi inniheldur rauðvínið litarefnið antósíanín sem gefur þrúgum rauðleitan lit.

 

Rauðkál er t.a.m. ríkt af antósíaníni. 

 

Rauðvín leysir upp tannvörn

 

Rauðvín inniheldur einnig tannín sem getur bundist og dregið saman prótein og stuðlað að þeirri tilfinningu í munni sem er oft lýst sem þurru eða þéttu. Tannín bindur litarefnið í víninu ásamt próteinum í munnvatni okkar og á yfirborði tanna.

 

Að auki getur sýruinnihald vínsins leyst upp verndandi lag steinefna sem kallast glerungur þ.a. yfirborð tanna verður grófara, í mörgum litlum lægðum og útstæðum þar sem litarefnin geta falið sig.

 

Te og sælgæti lita líka tennurnar

 

Rauðvín er ekki eini sökudólgurinn þegar kemur að mislitum tönnum.

 

Te:

Inniheldur mismunandi tannín sem bindur litarefni við tennurnar.

 

Ber:

Innihalda sýru sem skemmir glerung tanna og litarefnin festast betur.

 

Gos:

Húðar tennurnar með sykri sem bakteríur geta fest sig í.

 

Nammi:

Gervilitarefni litar bæði tennur og tungu.

 

Rauðvín litar ekki tennur allra jafnt. Þetta er aðallega vegna þess að sumir eru með sterkari glerung en aðrir. Styrkur glerungsins er breytilegur, meðal annars vegna aldurs og erfða en að mati sérfræðinga fer það líka eftir því hversu oft og hversu rækilega tennur eru burstaðar.

 

Árangursrík aðferð til að vernda tennur gegn mislitun vegna rauðvínsdrykkju er að bursta tennur, u.þ.b. hálftíma áður en þú ætlar að neyta vínsins. Þetta dregur úr magni tannsteins sem litarefnið getur sest í.

 

 

23.05.2021

 
 
 
 

 

BIRT: 15/11/2023

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.