Af hverju lítur lyklaborðið svona út?

Hvers vegna er bókstöfum ekki raðað í stafrófsröð á lyklaborðinu? Og hver fann upp á því að raða stöfunum í þá röð sem þeir eru?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Lyklaborðið sem við notum nú við tölvuna var upphaflega þróað fyrir ritvélar.

 

Þegar fyrstu ritvélarnar voru framleiddar í Bandaríkjunum upp úr 1860 var stöfunum einmitt raðað í stafrófsröð.

 

En af þessu leiddi að armarnir sem slógu stafina á pappírinn flæktust oft saman og festust, þegar hratt var slegið á lyklaborðið. Þessir tíðu árekstrar armanna urðu til þess að bandaríski ritstjórinn Christopher Latham Sholes flutti stafina til, þannig að algengustu bókstafirnir væru ekki hlið við hlið á lyklaborðinu.

 

Afraksturinn varð QWERTY-lyklaborðið sem kallast svo eftir röð bókstafanna lengst til vinstri í efstu bókstafaröðinni.

 

Árið 1874 seldi Sholes Remington-vopnaframleiðandanum þessa uppfinningu sína. Remington-verksmiðjurnar fjöldaframleiddu ritvélar með þessu sniði og festu þar með QWERTY-lyklaborðið í sessi.

 

Þessi röðun bókstafanna gerði fólki kleift að vélrita miklu hraðar en með þeim ritvélum þar sem stafirnir voru í stafrófsröð.

 

QWERTY-lyklaborðið hefur fylgt okkur alla tíð síðan, þótt það sé ekki hið fullkomnasta fyrir nútíma lyklaborð.

 

Til eru nefnilega betri valkostir, t.d. Dvorak-lyklaborðið, sem Bandaríkjamaðurinn August Dvorak þróaði 1933. Á þessu lyklaborði eru algengustu bókstafirnir í miðröðinni, sérhljóðarnir til vinstri en samhljóðarnir til hægri.

 

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is