Af hverju loka blómin sér?

Engin uppgufun verður á nóttunni, en samt loka blómin sér. Hvernig stendur á því?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Flest blóm loka sér yfir nóttina og það gildir einkum um blóm sem skordýr sjá um að frjóvga, en þau eru á ferli yfir daginn. Yfir nóttina gefst sem sé ekkert tækifæri til frjóvgunar og hagsmunum blómanna er því best borgið með því að vernda hin dýrmætu frjókorn gegn hættum sem stafað geta af dögg, meindýrum og örverum.

 

Frjókorn í opnu blómi geta orðið vot af dögginni og geta þá ekki lengur lagst sem fíngert ryk á skordýr sem koma morguninn eftir til að sækja sér blómasafa. Með því að lokast þegar enginn möguleiki er á frjóvgun, spara blómin líka rokgjörn ilmefni sín og nýta þau þannig á besta mögulega hátt.

 

Blóm opnast og lokast þannig að frumur innan og utan á krónublöðunum teygja úr sér eða dragast saman. Þessi viðbrögð fara eftir birtu, loftraka og hita. Frumur innan á krónublöðunum eru meiri „kuldaskræfur“ en frumurnar utan á og það veldur því að krónublöðin svigna inn á við í kvöldkulinu og blómið lokast.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is