Af hverju varð M*A*S*H svona vinsæl?

Árið 1972 fylgdust Bandaríkjamenn í fyrsta sinn með M*A*S*H – þáttaröð í sjónvarpi sem átti engan sinn líka. Brátt varð þáttaröðin að útrás fyrir óánægju þeirra með Víetnam-stríðið.

BIRT: 02/10/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Þann 17. september 1972 gátu Bandaríkjamenn séð fyrsta þáttinn í sjónvarpsseríunni M*A*S*H rúlla yfir skjáinn í stofum sínum.

 

Fáséð blanda seríunnar af gamni og alvöru – sviðsett í hörmungum stríðs – hitti svo sannarlega í mark hjá Bandaríkjamönnum. Á næstu árum söfnuðust sífellt fleiri fyrir framan sjónvarpið til að fylgjast með því hvernig teymi herlækna ásamt aðstoðarfólki reynir að lifa af stríðið í Kóreu.

 

Á endanum horfðu 125 milljónir á lokaþátt seríunnar árið 1983. Þar með sló M*A*S*H áhorfendamet í sjónvarpi í BNA fram til ársins 2010 – og er ennþá sú þáttaröð sem getur státað af mestu samanlögðu áhorfi.

M*A*S*H vann hug og hjörtu Bandaríkjamanna og varð ein vinsælasta þáttaröðin í sjónvarpi.

Gaf innsýn í stríðið

Þessar miklu vinsældir má trúlega fyrst og fremst rekja til þess að M*A*S*H tókst á við háalvarleg málefni – eins og t.d. áfallastreituröskun hermanna – með súrsætri blöndu af húmor og dramatík.

 

Þungamiðjan snérist um raunsæja skilgreiningu á tilgangslausu stríði sem brogaður flokkur karaktera reyndi eftir bestu getu að lifa af – hver með sínum hætti.

 

Einnig má bæta við að þáttaröðin kom út árið 1972 þegar BNA var á kafi í Víetnam-stríðinu.

 

Stuðningur við stríðið fór óðum minnkandi meðal Bandaríkjamanna sem gátu nú í M*A*S*H glögglega fengið að sjá eyðileggjandi áhrif þess á hermennina á vígvellinum.

 

Þannig varð M*A*S*H að eins konar verkfæri til að skilja eðli hernaðar, úrvinnslu áfalla og jafnframt vettvangur fyrir Bandaríkjamenn til að viðra óánægju sína, þrátt fyrir að Kóreu-stríðið hafi átt sér stað tveimur áratugum áður.

 

M*A*S*H hefur hlotið aragrúa verðlauna og vann þáttaröðin m.a. til 14 Emmy verðlauna og átta Golden Globe. Þegar þáttaröðin hlaut Peabody Award árið 1975, var henni lýst sem „frábæru dæmi um sjónvarpsefni með háleitari markmið“.

 

Sjáðu sígild myndskeið úr þáttunum:

BIRT: 02/10/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © CBS Television

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is