Náttúran

Af hverju verða kóralar harðir?

Kóralar eru lífverur. Hvernig stendur á því að þeir skuli verða svo grjótharðir eftir dauðann?

BIRT: 04/11/2014

Kóralar í sjó eru ekki ósvipaðir plöntum eða sveppum, en þeir teljast til dýraríkisins. Kóralar eru holdýr og fullorðnir sitja þeir fastir á sjávarbotni, ýmist stakir eða í hópum. Líkami dýrsins er að stærstum hluta magaholrúm og magaopið gegnir bæði hlutverki munns og endaþarms.

 

Oft er kórölum skipt upp í mjúka og harða kórala. Í mjúkum kórölum er engin burðargrind til að skapa styrk og lögun, heldur er það innvortist vökvaþrýstingur sem heldur líkamanum í skorðum. Þetta form takmarkar nokkuð stærðarmöguleika dýrsins. Harðir kóralar hafa á hinn bóginn eins konar beinagrind, sem annað hvort er gerð úr kalki eða hornkenndu prótíni. Það er þetta harða efni sem kóralarnir skilja eftir sig þegar mjúkir líkamsvefir eru horfnir.

 

Þeir kóralar sem mynda kóralrif, mynda harða kalkundirstöðu sem á þátt í að byggja kóralrifið upp og mynda grunn fyrir stóra hópa nýrra kynslóða. Þannig hafa kóralrif vaxið upp í stærstu byggingar sem nokkrar lífverur hafa skapað að manninum einum undanskildum. Harka kóralrifjanna dugar þeim vel til að eiga góða möguleika á að verða steingervingar. Þróun steinkórala má rekja 200 milljón ár aftur í tímann á grundvelli steinrunninna rifa, t.d. á Grænlandi.

 

Kóralar sem byggja upp beinagrind úr hornprótínum nota hana oft til stuðnings, á svipaðan hátt og stoðrif í laufblaði. Með slíkri byggingu ná kóralarnir mun víðar til fanga en án nokkurar beinagrindar.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is