Search

Af hveru eru landdýrin nú smávaxnari en áður?

Hvernig stendur á því að landdýrin - og þá ekki bara risaeðlurnar - voru mun stórvaxnari á forsögulegum tíma?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Í hópi forneðlanna, sem dóu út fyrir 65 milljónum ára, voru margar risavaxnar tegundir á landi. En mörg önnur dýr voru þá einnig mun stórvaxnari en núlifandi afkomendur þeirra eða ættingjar.

 

Hér má t.d. nefna risaletidýrið, Megatherium, sem gat orðið sex metra langt og rölti um graslendi í Suður-Ameríku allt þar til fyrir um 11.000 árum, eða risabjörninn, Arctodus simus, sem var allt upp í tonn að þyngd og þar með stærsta ránspendýr sem lifað hefur á þurrlendi.

 

Af krókódílakyni má nefna Deinosuchus, eða “gnarkrókódílinn” sem uppi var samtímis risaeðlunum. Hann varð 11 metra langur og hauskúpan ein var allt að 2 metrar.

 

Dýrafræðingar tala um “gígantisma” eða “tröllatíma” þegar sumar tegundir dýra ná miklu meiri stærð en annars er venjulegt.

 

Ekki er vitað með neinni vissu hvers vegna sumar tegundir fyllast slíkri vaxtarþörf við sérstakar aðstæður en stækkun getur t.d. verið tilraun tegundarinnar til að vaxa rándýrum yfir höfuð.

 

T.d. eru fílar svo stórir að einungis fílskálfar eða mjög veikburða fullorðin dýr eru í hættu fyrir öflugum rándýrum á borð við ljón.

 

Jurtaætur geta þó því aðeins náð svo tröllvaxinni stærð að þau lifi á svæði þar sem nóg er til af plöntufæði. Þótt mjög stórar tegundir hafi vissulega hagnað af líkamsburðum sínum eru þær á hinn bóginn afar viðkvæmar fyrir breytingum í umhverfi sínu.

 

Ef gróður minnkar á svæðinu dregur stórlega úr möguleikum þeirra til að lifa af. Stór rándýr þurfa líka stórvaxna bráð, því það krefst of mikillar orku að elta uppi nægilega mörg smádýr. Ef stórir grasbítar deyja út, hverfa því stóru rándýrin í kjölfarið.

 

Í lok síðasta ísaldarskeiðs, fyrir 10 – 12 þúsund árum dóu út margar tegundir stórra dýra, þeirra á meðal loðfílar, risahirtir og risaletidýr. Margir dýrafræðingar telja að loftslagsbreytingar og veiðar manna hafi í sameiningu valdið þessari útrýmingu tegunda.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is