Náttúran

Afríska útgáfan af Galapagos eyjum

Eyjan Socotra austur af Afríku hefur verið einangruð í 30 milljónir ára og fyrir vikið hefur þróun þar verið með öðum hætti en annars staðar. Afleiðingarnar sjást á einstöku dýra- og jurtalífinu, með lifandi steingervingum, risastórum trjám sem engu eru lík, svo og ótalmörgum tegundum sem hvergi fyrirfinnast annars staðar á Jörðu.

BIRT: 04/11/2014

Tíminn stendur í stað á Socotra. Allar götur frá því að eyjan losnaði frá meginlandi Afríku fyrir 30 milljón árum, líkt og gerðist með Galapagos eyjar í Kyrrahafinu, hefur eyjan verið í eins konar tímalegu tómarúmi og henni mátt eiginlega líkja við rannsóknarstofu í þróunfræðilegum rannsóknum. Alls 37 hundraðshlutar af þeim 825 plöntutegundum sem lifa á eynni eru hvergi til annars staðar og sömu sögu er að segja af 90 hundraðshlutum af skriðdýrunum. Á eynni lifa hvorki froskar né froskdýr og eina spendýrið þar er leðurblaka.

 

 

Þetta eru þó ekki einu sérkenni eyjarinnar, því margar af sérkennilegustu plöntunum á Socotra eru í raun réttri lifandi steingervingar. Þær eiga sér enga nána ættingja og eru síðustu lifandi eintök sinnar tegundar. Sökum sérstakra lífveranna á eyjunni var tekin ákvörðun hjá UNESCO í júlí 2008 um að setja eyjuna á Heimsminjaskrá yfir þá náttúrulegu og manngerðu staði sem mest minjagildi hafa í heiminum.

 

Landslagið á Socotra einkennist af lónum yfir í hásléttur og brattar fjallshlíðar. Risavaxinn kalksteinsfjallgarður frá krítartímabilinu rís 300 til 700 metra upp úr sjó og klettarnir í Haggeher-granítfjallgarðinum eru 1.550 metra yfir sjávarborði. Meira að segja í hæstu fjöllunum er hlýtt og segja má að loftslagið verði fyrir miklum áhrifum af úrkomunni. Árleg úrkoma nemur ríflega 1.000 mm uppi í fjöllunum en einungis 150 mm á láglendi meðfram strandlengjunni. Sumarmonsúnvindurinn ber með sér hlýja og skrjáfþurra vinda frá meginlandi Afríku ár hvert og einungis harðgerustu plönturnar lifa hitann af.

 

Margar af þeim plöntum sem hvað mest einkennandi eru fyrir Socotra hafa lagað sig að loftslaginu með því að mynda risavaxna stofna eða stöngla, sem gegna hlutverki vatnsforðabúra. Á öðrum plöntum hefur yfirborðið minnkað í því skyni að draga úr vökvatapi eða þær eru þaktar vaxkenndu yfirborði ellegar örsmáum hárum, sem endurkasta sólarljósi og minnka þannig hættuna á ofhitnun.

 

Einar 30 plöntutegundir á eynni eru beinlínis í útrýmingarhættu en algengari tegundir á borð við drekatréð eiga einnig undir högg að sækja sökum síaukinna þurrka. Svo virðist sem skortur sé á ungum trjám og þau fáu nýju tré sem þar vaxa er nær eingöngu að finna í klettaveggjum eyðilegustu fjallahéraðanna. Hugsanlegt er að klettaskorurnar veiti vörn gegn ágangi húsdýra á beit og að vatn safnist fyrir í þeim sem bæti vaxtarskilyrði smárra trjáa.

 

Maðurinn rauf friðinn

 

Í milljónir ára lifðu furðulegu plönturnar og dýrin án nokkurrar aðsteðjandi truflunar á Socotra en fyrir hartnær 2.000 árum rufu fyrstu mennirnir á eynni friðinn. Íbúarnir á Socotra eru nú 44.000 talsins, en þeir eru af indverskum, sómölskum og arabískum uppruna. Þeir tala eigið tungumál, sem nefnist soqotri, rækta döðlur og tóbak, ásamt því að stunda fiskveiðar og halda geitur og nautgripi. Öldum saman hafa orðið sáralitlar breytingar á daglegu lífi íbúanna og flestir þeirra lifa í fábrotnum steinhúsum, án rafmagns og rennandi vatns.

 

Flugvöllurinn á eynni opnaði árið 1999 og ferðamenn eru byrjaðir að sækja eyna heim síðan. Allt árið 1999 komu aðeins 140 ferðamenn til eyjarinnar en nú, rúmum 20 árum síðar, eru þeir í þúsundatali á ári hverju, jafnvel þótt á Socotra séu aðeins fjögur hótel og einungis tvær bensínstöðvar. Ferðamennirnir hafa í för með sér aukinn ágang á náttúruna en hrifning útlendinga og heimsminjatitillinn vekja vonir um að stórir hlutar þessa einstaka dýra- og jurtalífs muni varðveitast fyrir komandi kynslóðir.

 

Varðveislan á þó ekki aðeins við um líffræðilega þætti, því í ljós hefur komið að seyði af kvoðunni úr drekatrénu vinnur bug á bakteríum, sem myndað hafa óþol gegn sýklalyfjum, og að seyði úr gúrkutrjám vinnur bug á malaríusníklum. Seyði beggja trjátegunda gegnir jafnframt hlutverki eins konar eiturs á krabbameinsfrumur. Socotra er með öðrum orðum engan veginn hætt að heilla vísindamenn upp úr skónum.

 

 
 

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.