Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur látið útbúa tölfræði yfir algengustu dánarorsakir í heimi.
Tölfræðin frá árinu 2019 hefur að geyma 55,4 milljón dauðsföll og þess ber að geta að tíu algengustu dánarorsakirnar eiga sök á 55% allra andláta.
Algengustu dánarorsakir heims eru
- Nýrnasjúkdómar
- Sykursýki
- Niðurgangssjúkdómar
- Heilabilunarsjúkdómar
- Lungnakrabbamein og sjúkdómar í barka og lungnapípum
- Sjúkdómar meðal nýfæddra barna
- Sýkingar í neðri öndunarvegi
- Þrálátur teppusjúkdómur í öndunarvegi
- Heilablóðfall
- Hjarta- og æðasjúkdómar
Lesið áfram og komist að raun um hversu margir láta lífið af völdum sjúkdóma og hvort um er að ræða fjölgun eða fækkun.
Algengustu dánarorsakirnar
Nýrnasjúkdómar
- Dauðsföll: 1,3 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 2,3%.
Árið 2000 létust 813.000 manns af völdum nýrnasjúkdóma sem þá voru 13. algengasta dánarorsök í heimi.
Árið 2019 fjölgaði dauðsföllunum um hartnær 60% og fyrir vikið eru nýrnasjúkdómar í dag í 10. sæti.
Sykursýki
- Dauðsföll: 1,5 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 2,7%.
Dauðsföllum af völdum sykursýki hefur fjölgað um 70% frá árinu 2000 og er fjölgunin mest meðal karla.
Niðurgangssjúkdómar
- Dauðsföll: 1,5 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 2,7%.
Dauðsföllum af völdum niðurgangssjúkdóma fer fækkandi. Árið 2000 létust 2,6 milljónir manna af völdum niðurgangssjúkdóma sem táknar að tilfellunum hefur fækkað um ríflega 40% í dag.
Heilabilunarsjúkdómar
Heilabilun bitnar iðulega á 65 ára gömlu fólki og eldri. Sjúkdómurinn getur þó einnig hrjáð yngra fólk.
- Dauðsföll: 1,6 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 2,9%.
Dauðsföllum af völdum heilabilunar fer fjölgandi. Um það bil 55 milljónir manna þjást af heilabilun í dag og er alsheimer algengastur þeirra sjúkdóma en á bilinu 60-70% allra tilfella heilabilunar eru af völdum hans.
Árlega greinast 10 milljónir manna með heilabilun. Konur veikjast oftar en karlar og eru 65% sjúklinganna konur.
Lungnakrabbamein og sjúkdómar í barka og lungnapípum
- Dauðsföll: 1,8 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 3,2%.
Tilfellunum hefur fjölgað úr 1,2 milljónum árið 2000 upp í 1,8 milljónir á árinu 2019.
Sjúkdómar meðal nýfæddra barna
Meðal sjúkdóma í nýburum eru m.a. sýkingar, blóðeitrun og erfiðleikar í tengslum við fyrirburafæðingar.
- Dauðsföll: 2,0 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 3,6%.
Dauðsföllum meðal nýfæddra barna hefur fækkað til muna á síðustu tveimur áratugum. Árið 2000 létust 3,2 milljónir nýfæddra barna af völdum þessara sjúkdóma en árið 2019 hafði þeim fækkað niður í 1,2 milljónir.
Sýkingar í neðri öndunarvegi
- Dauðsföll: 2,6 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 4,7%.
Dauðsföllum hefur fækkað frá árinu 2000 en það ár létust alls 460.000 fleiri af völdum ofangreindra sýkinga en við á í ár. Sjúkdómar í neðri öndunarvegi, m.a. lungnabólga, eru meðal banvænstu sýkingarsjúkdóma í heimi.
Covid-tengd dauðsföll
Nýjustu tölur frá WHO leiða í ljós að þrjár milljónir manna hafi látist af völdum covid-19 árið 2020. Þetta eru 1,2 milljónum fleiri dauðsföll en skráð höfðu verið opinberlega.
Samanborið við aðrar dánarorsakir á listanum staðsetja þrjár milljónir dauðsfalla covid í fjórða sæti listans, með eilítið færri tilfelli en aðrir öndunarfærasjúkdómar.
Sýkingar í neðri öndunarvegi
- Dauðsföll: 3,2 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 5,8%.
Dauðsföllum af völdum þrálátrar sýkingar í neðri öndunarvegi hefur fjölgað frá árinu 2000. Rösklega 80% allra dauðsfallanna verða í lág- og meðaltekjulöndum og eru áhættuþættirnir m.a. tóbaksreykur, loftmengun og eiturgufur.
Heilablóðfall
Skyndileg lömun öðrum megin í andlitinu kann að vera til marks um heilablóðfall.
- Dauðsföll: 6,1 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 11%.
Tilfellum hefur fjölgað frá árinu 2000. Ár hvert fá um 15 milljónir manna heilablóðfall sem annað hvort stafar af blæðingu eða blóðtappa í heila. Auk þeirra rúmlega 6 milljóna sem látast af völdum heilablóðfalls fær annar eins hópur varanleg mein.
Hjarta- og æðasjúkdómar
- Dauðsföll: 8,9 milljónir.
- Hlutfall allra dauðsfalla: 16%.
Hjarta- og æðasjúkdómar hafa verið algengasta dánarorsök í heimi undanfarin 15 ár og fjölgar dauðsföllunum ár frá ári.
Hjarta- og æðasjúkdómar er samheiti yfir hjartaáfall og svonefnda kransæðasjúkdóma sem stafa af þrengingum í þeim æðum sem sjá hjartanu fyrir súrefnisríku blóði.
Sjálfsmorð eru tíðust meðal ungs fólks
Ár hvert falla 703.000 manns fyrir eigin hendi og eru sjálfsmorð í fjórða sæti yfir algengustu dánarorsakir í aldurshópnum 15-19 ára.
Árið 2019 voru 77% allra sjálfsmorða framin í lág- og meðaltekjulöndum.