Læknisfræði

Algengustu dánarorsakir í heimi

Hjarta- og æðasjúkdómar eiga sök á flestum dauðsföllum á ári. Hér má sjá hvaða aðrir sjúkdómar komast ofarlega á lista yfir algengustu dánarorsakir heims.

BIRT: 14/01/2024

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur látið útbúa tölfræði yfir algengustu dánarorsakir í heimi.

 

Tölfræðin frá árinu 2019 hefur að geyma 55,4 milljón dauðsföll og þess ber að geta að tíu algengustu dánarorsakirnar eiga sök á 55% allra andláta.

Algengustu dánarorsakir heims eru
 • Nýrnasjúkdómar

 

 • Sykursýki

 

 • Niðurgangssjúkdómar

 

 • Heilabilunarsjúkdómar

 

 • Lungnakrabbamein og sjúkdómar í barka og lungnapípum

 

 • Sjúkdómar meðal nýfæddra barna

 

 • Sýkingar í neðri öndunarvegi

 

 • Þrálátur teppusjúkdómur í öndunarvegi

 

 • Heilablóðfall

 

 • Hjarta- og æðasjúkdómar

Lesið áfram og komist að raun um hversu margir láta lífið af völdum sjúkdóma og hvort um er að ræða fjölgun eða fækkun.

Algengustu dánarorsakirnar

 1. Nýrnasjúkdómar
 • Dauðsföll: 1,3 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 2,3%.

 

Árið 2000 létust 813.000 manns af völdum nýrnasjúkdóma sem þá voru 13. algengasta dánarorsök í heimi.

 

Árið 2019 fjölgaði dauðsföllunum um hartnær 60% og fyrir vikið eru nýrnasjúkdómar í dag í 10. sæti.

 

 1. Sykursýki
 • Dauðsföll: 1,5 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 2,7%.

 

Dauðsföllum af völdum sykursýki hefur fjölgað um 70% frá árinu 2000 og er fjölgunin mest meðal karla.

 

 1. Niðurgangssjúkdómar
 • Dauðsföll: 1,5 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 2,7%.

 

Dauðsföllum af völdum niðurgangssjúkdóma fer fækkandi. Árið 2000 létust 2,6 milljónir manna af völdum niðurgangssjúkdóma sem táknar að tilfellunum hefur fækkað um ríflega 40% í dag.

 

 1. Heilabilunarsjúkdómar

Heilabilun bitnar iðulega á 65 ára gömlu fólki og eldri. Sjúkdómurinn getur þó einnig hrjáð yngra fólk.

 • Dauðsföll: 1,6 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 2,9%.

 

Dauðsföllum af völdum heilabilunar fer fjölgandi. Um það bil 55 milljónir manna þjást af heilabilun í dag og er alsheimer algengastur þeirra sjúkdóma en á bilinu 60-70% allra tilfella heilabilunar eru af völdum hans.

 

Árlega greinast 10 milljónir manna með heilabilun. Konur veikjast oftar en karlar og eru 65% sjúklinganna konur.

 1. Lungnakrabbamein og sjúkdómar í barka og lungnapípum
 • Dauðsföll: 1,8 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 3,2%.

 

Tilfellunum hefur fjölgað úr 1,2 milljónum árið 2000 upp í 1,8 milljónir á árinu 2019.

 

 1. Sjúkdómar meðal nýfæddra barna

 

Meðal sjúkdóma í nýburum eru m.a. sýkingar, blóðeitrun og erfiðleikar í tengslum við fyrirburafæðingar.

 • Dauðsföll: 2,0 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 3,6%.

 

Dauðsföllum meðal nýfæddra barna hefur fækkað til muna á síðustu tveimur áratugum. Árið 2000 létust 3,2 milljónir nýfæddra barna af völdum þessara sjúkdóma en árið 2019 hafði þeim fækkað niður í 1,2 milljónir.

 

 1. Sýkingar í neðri öndunarvegi
 • Dauðsföll: 2,6 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 4,7%.

 

Dauðsföllum hefur fækkað frá árinu 2000 en það ár létust alls 460.000 fleiri af völdum ofangreindra sýkinga en við á í ár. Sjúkdómar í neðri öndunarvegi, m.a. lungnabólga, eru meðal banvænstu sýkingarsjúkdóma í heimi.

Covid-tengd dauðsföll

Nýjustu tölur frá WHO leiða í ljós að þrjár milljónir manna hafi látist af völdum covid-19 árið 2020. Þetta eru 1,2 milljónum fleiri dauðsföll en skráð höfðu verið opinberlega.

 

Samanborið við aðrar dánarorsakir á listanum staðsetja þrjár milljónir dauðsfalla covid í fjórða sæti listans, með eilítið færri tilfelli en aðrir öndunarfærasjúkdómar.

 1. Sýkingar í neðri öndunarvegi
 • Dauðsföll: 3,2 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 5,8%.

 

Dauðsföllum af völdum þrálátrar sýkingar í neðri öndunarvegi hefur fjölgað frá árinu 2000. Rösklega 80% allra dauðsfallanna verða í lág- og meðaltekjulöndum og eru áhættuþættirnir m.a. tóbaksreykur, loftmengun og eiturgufur.

 

 1. Heilablóðfall

Skyndileg lömun öðrum megin í andlitinu kann að vera til marks um heilablóðfall.

 • Dauðsföll: 6,1 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 11%.

Tilfellum hefur fjölgað frá árinu 2000. Ár hvert fá um 15 milljónir manna heilablóðfall sem annað hvort stafar af blæðingu eða blóðtappa í heila. Auk þeirra rúmlega 6 milljóna sem látast af völdum heilablóðfalls fær annar eins hópur varanleg mein.

 
 1. Hjarta- og æðasjúkdómar
 • Dauðsföll: 8,9 milljónir.
 • Hlutfall allra dauðsfalla: 16%.

 

Hjarta- og æðasjúkdómar hafa verið algengasta dánarorsök í heimi undanfarin 15 ár og fjölgar dauðsföllunum ár frá ári.

 

Hjarta- og æðasjúkdómar er samheiti yfir hjartaáfall og svonefnda kransæðasjúkdóma sem stafa af þrengingum í þeim æðum sem sjá hjartanu fyrir súrefnisríku blóði.

Sjálfsmorð eru tíðust meðal ungs fólks

Ár hvert falla 703.000 manns fyrir eigin hendi og eru sjálfsmorð í fjórða sæti yfir algengustu dánarorsakir í aldurshópnum 15-19 ára.

 

Árið 2019 voru 77% allra sjálfsmorða framin í lág- og meðaltekjulöndum.

HÖFUNDUR: CHARLOTTE KJÆR

© Shutterstock.

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Risaeðlubeinagrindin ,,Apex” seldist fyrir 44,6 milljónir dollara eða sem svarar 6,2 milljörðum króna.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is