Antímon: Frá hægðarlyfi í iPads

Antímon er frumefni númer 51 í lotukerfinu. Antímon hefur sérstaka eiginleika og er baneitrað en var á miðöldum m.a. notað sem hægðarlyf.

BIRT: 03/12/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

Nafn: Antímon – úr grísku: „antimonus“ (ekki aleitt)
Sætistala: 51 Efnatákn: Sb (úr latínu: Stibium)

 

Antímon er hálfmálmur sem finnst í tveimur ólíkum gerðum: Annars vegar sem hart sjálflýsandi málmkennt efni eða sem grátt púður.

 

Antímon hefur marga óvenjulega eiginleika, m.a. þenst það út þegar það kólnar.

 

Lesið meira um lotukerfið

 

Í hvað er antímon notað?

Efnið hefur verið lengi þekkt og þrátt fyrir að vera eitrað hefur það verið notað sem lyf.

 

Á síðmiðöldum var algengt að búa til hægðarlyf úr antímon. Vegna eitrunar þeirra komu pillurnar meltingarveginum á hreyfingu, meðan þær fóru óskaddaðar í gegnum manneskjuna.

 

Eftir notkun voru pillurnar þvegnar og geymdar til síðari notkunar. Sumar antímon-pillur gengu jafnvel í arf.

 

Núna er antímon afar verðmætur málmur. Hann er unninn í námum og nýtist með margvíslegum hætti í iðnaði, ekki síst í rafeindaiðnaði þar sem hann er notaður í t.d. snjallsímum og spjaldtölvum.

 

Antímon er einnig notað við framleiðslu á plasti og í málmblöndum með kvikasilfri og blýi er það m.a. notað til að framleiða skotfæri.

 

Myndband: Svona lítur antímon-hleifur út

 

Birt: 03.12.2021

 

 

LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN

 

BIRT: 03/12/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is