Náttúran

ARDI sýnir okkur hver við vorum

Uppgötvun meira en 4 milljóna ára, næstum heillar beinagrindar leiðir vísindamennina mun framar í þróunarsögu mannsins en nokkru sinni fyrr. Og þvert gegn fyrri hugmyndum bendir margt til að þessi gamli forfaðir hafi ekki verið árásargjarn api og líkastur simpansa, heldur umhyggjusamur prímati. Karlarnir færðu björg í bú og tóku þátt í umönnun ungviðisins.

BIRT: 04/11/2014

Hvaðan komum við? Menn hafa alltaf verið hugfangnir af þessari spurningu og með uppgötvun Ardis hafa vísindamenn komist einu skrefi nær svarinu.

 

„Þetta er það sem við höfum komist næst því að finna síðasta sameiginlega forföður manna og simpansa,“ segir steingervingafræðingurinn Tim White sem er einn af forystumönnum Mið-Awash-verkefnisins, sem nú hefur verið unnið að í næstum 20 ár.

 

Verkefnið dregur nafn sitt af skraufaþurru eyðimerkurlandi í Norður-Eþíópíu, sem hinn þekkti, breski fornleifafræðingur Desmond Clark hóf að rannsaka upp úr 1970. Mið-Awash hefur reynst vera auðug steingervinganáma vegna einstæðrar jarðfræði svæðisins.

 

Fyrsta sönnun þess að hér væri að finna áður óþekkta tegund frummanna birtist 1992, en þá fannst barnskjálki með endajaxli sem ekki líktist neinu því sem fornleifafræðingar höfðu áður séð. Kjálkinn og fáein bein reyndust vera fyrstu hlutarnir sem fundust af tegundinni Ardipithecus ramidus. Sá galli var á gjöf Njarðar að beinahlutarnir voru of fáir og smáir til að vísindamennirnir gætu að ráði áttað sig á líffærafræði þessarar veru.

 

Vísindamenn á fjórum fótum

 

Tveimur árum síðar fannst fyrsta handarbeinið. Það gerðist á svokölluðu „skriði“, en eins og nafnið bendir til fóru vísindamennirnir niður á fjóra fætur og beinlínis skriðu áfram öxl í öxl. Doktorsneminn Yohannes Haile-Selassie var á réttum stað og hrópaði skyndilega upp yfir sig: „Hominid!“ (Mannaætt).

 

Daginn eftir fannst annað handarbein ásamt sköflungi. Áður en rannsóknarvertíðinni lauk hafði hópurinn fundið alls 100 bein en þau voru flest í hræðilega slæmu ástandi.

 

„Þau molnuðu beinlínis þegar við snertum þau,“ segir Tim White.

 

Svo virtist sem líkið af Ardi hefði verið troðið niður af hópi stórra dýra. Beinaleifarnar voru dreifðar yfir svæði sem var ámóta stórt og lítil skrifstofa.

 

Á næstu rannsóknarvertíðum fluttu vísindamennirnir jarðveg með beinaleifum í gifsi til rannsóknastofunnar í Addis Ababa til að hreinsa beinin undir smásjá og af ýtrustu varkárni. Mörg beinanna voru síðan skönnuð inn í þrívídd þannig að unnt væri að raða þeim saman á tölvuskjá. Endurgerðin tók alls 15 ár, en afraksturinn varð líka afar nákvæm lýsing.

 

Þetta var gerlegt vegna þess hversu heilleg beinagrindin varð að lokum. Ásamt brotum úr 35 öðrum einstaklingum og alls 150.000 steingerðum dýrabeinum auk leifa af skordýrum og plöntum, veitir þetta furðu nákvæma innsýn í ákveðið tímabil í forsögu okkar, þegar forfeður okkar lifðu í skógum ásamt öpum, páfagaukum, hýenum, kúdú-antílópum og mörgum öðrum dýrum.

 

 

Alls 125 beinhlutar úr Ardi sýna að samanlögðu alla mikilvægustu líkamshlutana, höfuðkúpu, tennur, mjaðmir, hendur og fætur. Um leið verður mögulegt að gera beinan samanburð við Lucy, sem er ein af fáum heillegum beinagrindum af ættstofni manna. Lucy er um milljón árum yngri en Ardi og af ættinni Australopithecus. Australopithecus virðist hafa verið afkomandi Ardipithecus og er talinn forveri Homo-ættarinnar, sem er grein Homo sapiens á ættartrénu.

 

Ástæða þess að vísindamennirnir skuli geta ákvarðað að Ardi hafi verið í þróunarlínu okkar en ekki t.d. simpansa, eru nokkur lykileinkenni. Þessi einkenni sjást aðeins hjá síðari forfeðrum manna, svo sem Lucy, en ekki hjá neinum öpum, hvorki þeim sem nú lifa eða eru útdauðir. Hér má nefna einkenni um upprétt göngulag, stutta höfuðkúpu, mjaðmagrind með festipunktum fyrir sérstaka vöðva og sérstök fótarbein. Augntennurnar í Ardi voru fremur smáar og það einkenni er aðeins þekkt á ættmeiði manna – allir aðrir mannapar hafa stórar og hvassar augntennur.

 

Þegar Ardi hefur þannig fengið örugga staðsetningu í þróunargrein mannsins, verður einnig unnt að líta lengra aftur í tímann í átt að sameiginlegum forföður okkar og simpansa, sem talinn er hafa verið uppi fyrir 6-8 milljónum ára.

 

Þótt beinagrindin af Ardi sé 4,4, milljón ára gömul, virðist þessi tegund komin býsna langt frá hinum sameiginlega forföður. Ardi sýnir þó furðu mikil líkindi við enn eldri, en að vísu brotakenndar beinagrindur, einkum 6-7 milljón ára Sahelanthropus tchadensis, sem fannst í Tchad 2001, og 5,7 milljón ára Ardipithecus kadabba sem Yohannes Haile-Selassie uppgötvaði líka í Mið-Awash.

 

Það einkennir reyndar Mið-Awash-verkefnið að eþíópískir vísindamenn hafa tekið mikinn þátt í því alveg frá upphafi. Hið sama er ekki hægt að segja um mörg önnur uppgraftrarverkefni og takmarkaður aðgangur vísindamanna í heimalandinu hefur víða valdið vonbrigðum og reiði.
Svo virðist sem báðar tegundirnar, Sahelanthropus tchadensis og Ardipithecus kadabba, hafi getað gengið uppréttar og haft smávaxnar augntennur. Þó vantar svo mikið í þessar beinagrindur að vísindamenn eiga erfitt með að koma sér saman um hvers konar dýr hér hafi verið á ferð. En með Ardi sem eins konar sniðmát verður auðveldara að raða þessum brotum rétt upp og nú virðist greinilegt að báðar tegundirnar hafi tilheyrt ættmeiði mannsins og þær hljóta jafnframt að hafa staðið tiltölulega nálægt hinum sameiginlega ættföður simpansa og manna. Ardi verður þannig mikilvægur hlekkur í ákveðnum hluta þróunarsögu mannsins, hluta sem spannað hefur 2-3 milljónir ára.

 

Það er fremur ósennilegt að einmitt Ardi hafi markað upphaf þróunar að næsta vegarskilti á leiðinni, sem sé Lucy. Engu að síður hafa Ardi og forfeður Lucy líkst mjög og í þeim skilningi getum við litið á Ardi sem einhvers konar forföður sem staðið hefur tiltölulega nærri síðasta sameiginlega forföður simpansa og manna.

 

Maðurinn er frumstæðari

 

Einmitt vegna þess hve Ardi hefur þróast skammt frá hinum sameiginlega förföður, kemur á óvart hversu ólík simpönsum tegundin hefur verið. Þetta sýnir að bæði simpansar og menn hafa þróast mjög langt frá þeim punkti í þróunarsögunni þar sem leiðir skildi.

 

„Það er afar spennandi að maðurinn reynist frumstæður, en simpansar háþróaðir,“ segir mannfræðingurinn C. Owen Lovejoy hjá Kent-ríkisháskólanum í Bandaríkjunum, en hann tekur einnig þátt í Mið-Awash-verkefninu.

 

Ardi gekk sem sé ekki á hnúunum eins og górillur og simpansar, heldur líkist manninum miklu meira en aðrir mannapar. Hnúagangurinn hefur sem sé orðið til við alveg sérstaka þróun.

 

„Ardi er einstæð og afar mikilsverð uppgötvun, með einkenni sem enginn hefði geta séð fyrir,“ segir steingervingafræðingurinn Donald Johanson sem var með í hópnum sem fann Lucy 1974.

 

Kynin voru jafnstór

En hvers konar vera er það þá sem svo mjög hefur bætt þekkingu vísindamanna á forsögu mannsins?

 

Ardi var ungt kvendýr, um 120 sm á hæð og um 50 kg að þyngd. Hún var því höfðinu hærri en Lucy og næstum tvöfalt þyngri. Þessi líkamsstærð bendir til að ekki hafi verið mikill munur á stærð kynjanna. Hlutföll handa og fóta eru mjög ólík simpönsum og górillum, en báðar tegundirnar eru fótstuttar og með langa handleggi. Hjá Ardi koma þessi lengdarhlutföll betur heim og saman við elstu steingervinga mannapa eða núlifandi makakapa. Ásamt úlnliðnum sem gat sveigst mikið aftur á við, sýnir þetta að Ardi hefur gengið um á fjórum fótum uppi í trjám. Simpansar hanga í greinum á löngum og öflugum handarbeinum en hendur Ardis líkjast meira höndum manna.

 

Fæturnir sýna líka óvænt einkenni. Stórutána hefur mátt nota til að grípa um greinar en fóturinn er ekki jafn sveigjanlegur og hjá simpansa. Tvö bein aftan tánna benda til þróunar í átt að stífari fæti, sem er nauðsynlegur fyrir upprétt göngulag.

 

Það kemur líka á óvart hvar tegundin gekk upprétt. Efnagreiningar jarðvegssýna og ísótópagreiningar bæði jarðvegssýna og tanna sýna að Ardi lifði í skóginum og á því sem þar var að hafa. Dýra- og plöntusteingervingar styðja þetta og allt bendir til að Ardi hafi ferðast um frjósöm skógsvæði sem á stöku stað voru rofin þar sem fljót runnu um gresjur.

 

Þessi uppgötvun kemur ekki heim við þá gömlu kenningu sem lengi hefur einkennt hugmyndir um þróun upprétts göngulags: sem sé að loftslagsbreytingar hafi þrengt að skógunum og þannig neytt forfeður okkar út á gresjuna. Samkvæmt kenningunni var nú nauðsynlegt að rísa upp á afturfæturna til að hafa yfirsýn yfir hátt grasið.

 

Ardi sýnir hins vegar að forfeður okkar gengu á tveimur fótum löngu áður en þeir yfirgáfu skóginn. Þeir hljóta því að hafa risið upp á tvo fætur af annarri ástæðu. Og hér setur Owen Lovejoy fram hugmynd sem hann hefur unnið að allt frá því að Lucy fannst, nefnilega að ástæðunnar sé að leita í breyttu félagslegu atferli.

 

„Við þurfum að útskýra hvers vegna Australopithecus-tegundirnar breiddust út um alla Afríku á sama tíma og nánustu ættingjar þeirra meðal prímata voru við það að deyja út,“ segir hann.

 

Karlinn dró björg í bú

Það hlýtur sem sagt að hafa orðið einhver breyting sem veitt hefur forfeðrum okkar gott forskot – og vel að merkja löngu áður en heilabúið tók að stækka. Lovejoy telur líta beri á þá kosti sem fylgja smáum augntönnum og uppréttum gangi. Hjá bavíönum, górillum og simpönsum gegna augntennur karldýranna lykilhlutverki í baráttunni um aðgang að kvendýrunum og þar með réttinn til að fjölga sér. Kenning Lovejoys er sú að í stað þess að eyða orkunni í baráttu um kvendýrin, hafi þeir tekið að hjálpa til við að koma ungunum á legg með því að færa kerlum sínum mat. Fyrir þetta hefur kerlan verðlaunað karlinn með kynmökum, en þetta má reyndar einnig sjá hjá núlifandi simpönsum.

 

Karlarnir hafa sennilega leitað uppi sjaldséðan, fitu- og prótínríkan mat, svo sem smádýr, egg, fugla og lirfur. En það er illgerlegt að bera slíkan mat með sér án þess að hafa hendurnar lausar og uppréttur gangur hefur orðið kostur sem gerði körlunum kleift að bera mat um lengri veg.
Lovejoy telur að þessir forfeður okkar hafi verið farnir að mynda parasambönd. Hlutverk karlsins sem „skaffara“ hefur verndað móðurina og viðkvæm afkvæmi hennar, þar eð hún þurfti ekki lengur að leggja sjálfa sig í hættu við mataröflun. Jafnframt hefur hið prótínríka fæði hjálpað móðurinni til að byggja aftur upp fituvefi sem hún fórnaði til mjólkurframleiðslu og um leið flýtt fyrir því að hún gæti fengið egglos og þar með orðið þunguð á ný.

 

Lovejoy bendir á að þessi atferlisbreyting geti líka skýrt ýmis sérkenni nútímamanna, svo sem að egglos konunnar skuli vera dulið og að mjólkurkirtlar konunnar skuli stöðugt vera þrútnir, sem sagt alltaf vel sýnileg brjóst. Hið síðarnefnda tíðkast ekki meðal annarra apa en mannsins. Þvert á móti gefa sýnilega þrútnir mjólkurkirtlar til kynna að kerlan sé með unga á brjósti og þar með ekki móttækileg fyrir frjóvgun. Nú til dags getur dulið egglos verið til vandræða fyrir par sem ætlar að eignast afkvæmi, en þetta getur hins vegar í forsögunni hafa tryggt kvendýrunum stöðuga fæðuöflun, vegna þess að karlinn vissi aldrei hvenær tíminn væri réttur og gat ekki verið viss um að eignast afkvæmi nema hafa reglubundið mök við kerlu sína.

 

Lovejoy hugsar sér að ættleggur okkar hafi byrjað hjá karldýrum sem báru sig eftir þeim kvendýrum sem enginn af ráðandi karlöpum í hópnum sýndi athygli, vegna þess að mjólkurkirtlar þeirra voru sífellt þrútnir og sögðu ekki til um egglos.

 

Á móti hafa kvendýrin valið sér maka meðal þeirra karla sem höfðu minnstar augntennur, þar eð þeir voru síður árásargjarnir og ólíklegastir til að eyða orku sinni í innbyrðis bardaga.

 

Þróun hófst á smáum tönnum

 

Litlar augntennur eru þar með til marks um mikilsverða atferlisbreytingu í þróunarlínu okkar. Breytingin skilaði miklum árangri og leiddi af sér að forfeður okkar risu upp á afturfæturna og tóku síðar að hætta sér út á gresjuna. Löngu síðar leiddi þessi félagshegðun til þess að fram kom mannapi sem gerði sér áhöld, þróaði menningu og lagði smám saman undir sig allan hnöttinn.

 

Þótt þessi kenning sé afar athyglisverð, er enn mörgum spurningum ósvarað, varðandi það hvað gerði okkur að mönnum. Donald Johanson er sannfærður um að túlkunin á Ardi muni vekja deilur og margir vísindamenn verði ósammála Awash-hópnum.

 

„Eitt af því mikilvægasta við Ardi er að uppgötvunin þvingar fram nýja hugsun og orka manna í vísindaheiminum mun beinast í ýmsar nýjar áttir næstu 5-10 árin,“ segir hann.

 

Þegar upp er staðið munu endanleg svör þó því aðeins fást að nýjar beinagrindur á réttum aldri finnist og fylli upp í þau göt sem enn eru auð. Þess vegna halda Tim White og félagar hans áfram uppgreftri í Mið-Awash. Orðrómur er þegar á kreiki um nýjar uppgötvanir sem eigi eftir að bæta nýjum kubbum í þetta púsluspil.

 
 

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Vinsælast

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

6

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Er sólarvarnarkrem eina leiðin til að verjast geislum sólar eða eru til matvörur með sólarvörn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is