Astat: Sjaldgæfasta frumefni heims

Frumefni númer 85 í lotukerfinu er astat, sjaldgæfasta frumefni heims sem er afar gagnlegt í krabbameinsmeðferðum.

BIRT: 18/11/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Nafn: Astat – eftir gríska orðinu astatos (óstöðugur).
Sætistala: 85 Efnatákn: At 

 

Astat – afar geislavirkt frumefni

Astat er nánast eins og draugafrumefni. Það er ákaflega sjaldgæft og sérfræðingar hafa reiknað út að á hverjum tíma sé ekki til meira af því en um 30 grömm í jarðskorpunni. 

 

Astat er ákaflega geislavirkt og svo óstöðugt að aldrei hefur tekist að framleiða nóg til að maður geti séð það með berum augum. Ef hægt væri að framleiða stórt stykki af því myndi varminn frá gríðarlegri geislavirkni þess fá það til að gufa upp á augabragði. 

 

Allt sem vitað er um astat eru ágiskanir sem grundvallast á staðsetningu þess í lotukerfinu og rannsóknir á efnafræðilegum eiginleikum þess í afar útþynntum lausnum. 

 

Astat var í fyrsta sinn framleitt árið 1940 við Berkeley háskólann í BNA en þá hafði verið sagt fyrir um tilvist þess löngu áður. 

 

Í hvað er astat notað? 

Astatim finnst í mismunandi geislavirkum ísótópum og nýfundið astat-211 er notað í geislameðferð á krabbameinum. Astat verður þó að nota skjótt eftir að það er framleitt því það hverfur hratt: Helmingunartími astats er einungis um 8 klukkustundir. 

 

Myndband: Astat getur bætt meðferð á krabbameini. 

Nýjar uppgötvanir um eiginleika astatim kunna að geta betrumbætt geislameðferð á krabbameini. Sjá myndbandið hér.

 

 

 

Birt: 18. 11.2021

 

 

LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN

 

 

BIRT: 18/11/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is