Ættfaðir hvítháfsins er fundinn

Steingervingur frá Perú sýnir að hvítháfurinn er kominn af makóháfinum.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Vel varðveittur steingervingur sannar nú að hinn ógnvænlegi hvítháfur er kominn af makóháfinum, en sú tegund lifir enn. Þetta segja vísindamenn hjá Náttúruminjasafni Flórída. Líffræðingar hafa hingað til ekki vitað með vissu hvort hvítháfurinn væri afkomandi makóháfsins eða hins útdauða megalódons sem varð um 20 metra langur og stærsti ránfiskur sem nokkru sinni hefur farið um heimshöfin.

M.a. fannst bæði kjálki í heilu lagi með 222 ósködduðum tönnum og hryggsúlan. Til að ganga úr skugga um hvort þessi skepna væri komin af makóháf eða megalódon hafa menn einbeitt sér að því að rannsaka tennurnar. Niðurstaðan er sú að steingervingurinn sé af mjög stórum hvítháf sem náskyldur hafi verið breiðtenntri makóháfstegund, Isurus hastalis, sem uppi var fyrir 9-10 milljónum ára og varð um 8 metra langur. Steingervingurinn fannst í suðurhluta Perú og er 4-5 milljón ára gamall. Hann fannst 1988 en var framan af í eigu einkasafnara í Bandaríkjunum. M.a. af tönnunum að dæma hefur þessi háfur verið um 20 ára þegar hann drapst og um 5 metra langur.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is