Læknisfræði
Nú hefur vísindamönnum tekist að fanga á mynd hið spjótlaga prótín sem ebóluveiran notar til að festa sig við frumur og komast inn í þær. Einhvern tíma síðar vonast menn til að vitneskjan geti komið að haldi við gerð lyfja eða bóluefnis.
Með háþróaðri röntgenkristalsmyndatækni hafa Erica Saphire og félagar hennar við Scripps-rannsóknastofnunina í Bandaríkjunum skoðað þetta spjót allt niður í einstakar frumeindir. Myndirnar sýna skálarlaga form þar sem þeir hlutar prótínsins sem festa sig við frumuna eru að hluta til huldir sykurefnum. Þegar veiran leggur til atlögu, fjarlægir hún sykurefnin og virkir hlutar spjótsins birtast. Með þessa nýju þekkingu að vopni verður auðveldara að sérhanna sameindir sem gætu hindrað veiruna í að festa sig við frumurnar.
Ebóla er einn af hættulegustu veirusjúkdómum sem hvorki eru til lyf né bóluefni gegn. Hún er ámóta smitandi og inflúensa og banar um 90% af þeim sem veikjast.