Bergið jafnar út koltvísýringinn

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Jarðfræði

Jarðfræðingar, m.a. við Hawaii-háskóla í Manoa, hafa nú sýnt fram á ákveðið jarðefnafræðilegt ferli sem jafnar út magn koltvísýrings í gufuhvolfinu.

 

Eftir að koltvísýringur berst út í gufuhvolfið, t.d. í eldgosi, dregur smám saman úr magninu vegna veðrunar sílikatríks bergs og mikið af koltvísýringi endar í setlögum á hafsbotni.

 

Rannsóknin byggist á sjávarefnaupplýsingum og borkjörnum úr ís frá Dome Concordia á Suðurskautslandinu. Úr þessum kjörnum má lesa samsetningu gufuhvolfsins síðustu 650.000 ár og hér sáu vísindamennirnir að síðustu 610.000 árin hefur magn koltvísýrings í gufuhvolfinu ekki haggast um meira en 1-2%. Þó ætti magnið að geta sveiflast mikið, t.d. vegna eldvirkni.

 

Ástæða þess hve litlar sveiflurnar hafa verið er sú að aukið magn koltvísýrings leiðir af sér hærra hitastig og um leið meiri úrkomu, sem aftur hraðar því veðrunarferli sem svo dregur koltvísýring úr gufuhvolfinu. Því miður er þetta ferli ekki nógu öflugt til að hafa við þeirri miklu losun sem mannkynið hefur valdið á síðustu tveimur öldum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is