Jarðfræði
Jarðfræðingar, m.a. við Hawaii-háskóla í Manoa, hafa nú sýnt fram á ákveðið jarðefnafræðilegt ferli sem jafnar út magn koltvísýrings í gufuhvolfinu.
Eftir að koltvísýringur berst út í gufuhvolfið, t.d. í eldgosi, dregur smám saman úr magninu vegna veðrunar sílikatríks bergs og mikið af koltvísýringi endar í setlögum á hafsbotni.
Rannsóknin byggist á sjávarefnaupplýsingum og borkjörnum úr ís frá Dome Concordia á Suðurskautslandinu. Úr þessum kjörnum má lesa samsetningu gufuhvolfsins síðustu 650.000 ár og hér sáu vísindamennirnir að síðustu 610.000 árin hefur magn koltvísýrings í gufuhvolfinu ekki haggast um meira en 1-2%. Þó ætti magnið að geta sveiflast mikið, t.d. vegna eldvirkni.
Ástæða þess hve litlar sveiflurnar hafa verið er sú að aukið magn koltvísýrings leiðir af sér hærra hitastig og um leið meiri úrkomu, sem aftur hraðar því veðrunarferli sem svo dregur koltvísýring úr gufuhvolfinu. Því miður er þetta ferli ekki nógu öflugt til að hafa við þeirri miklu losun sem mannkynið hefur valdið á síðustu tveimur öldum.