Bjarnmaurar lifa af tvær vikur í geimnum

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Líffræði

Svonefndir bjarnmaurar eru ekki aðeins í hópi allra minnstu fjölfrumunga, á bilinu 0,5 – 1,25 mm að lengd, heldur einnig meðal þeirra harðgerðustu.

 

Nú hafa vísindamennirnir fært sönnur á að þessar smáskepnur þola geimgeislun sem öðrum lífverum er banvæn.

 

Þessum smásæju dýrum var pakkað í sérstakan geymi sem sendur var út í geim með rússneska geimfarinu Foton.

 

Eftir að út í geiminn var komið, var geymirinn opnaður þannig að geimgeislunin átti greiða leið að dýrunum þær tvær vikur sem geimferðin stóð.

 

Tilraunir á jörðu niðri hafa áður sýnt að hinir harðgerðu bjarnmaurar þola ótrúlegasta álag.

 

Ástæðan er sú að þeir þola algera uppþornun og geta lagst í svo djúpan dásvefn að efnaskipti eru ekki mælanleg.

 

Í slíkum dvala þola dýrin suðu og sömuleiðis má frysta þau niður í -272° C. Í þessu ástandi lifa þau líka af geislavirkni, lofttómt rúm eða leysiefni, án þess að verða fyrir neinni sköddun.

Eftir geimferðina tóku vísindamennirnir fyrstu 18 dýrin úr geyminum. Strax eftir stundarfjórðung tóku hin fyrstu þeirra að sýna lífsmerki.

 

Alls lifðu 80% dýranna þessa geimferð af en það er sama hlutfall og í samanburðarhópi sem geymdur var á jörðu niðri.

 

Þessi tilraun er að því leyti stórmerkileg að hún sýnir svart á hvítu að fræðilega er mögulegt að lífverur gætu borist um geiminn, t.d. í loftsteinum.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is