Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Í viku hverri hlusta 40 milljónir Bandaríkjamanna á útvarpsprestinn Charles Coughlin. Þegar þessi kaþólski prestur sem dáir boðskap nasista, hvetur til uppreisnar gegn yfirvöldum árið 1939 taka áhangendur hans til sinna ráða.

BIRT: 29/06/2024

Faðir Coughlin er fullur eldmóðs þegar hann sunnudag einn árið 1936 sest á bak við hljóðnemann og í vikulegum útvarpsþætti sínum flytur boðskap sinn til milljóna hlustenda. 

 

„Eitt er þó alveg víst, lýðræðið er dauðadæmt. Nú stöndum við frammi fyrir afgerandi vali milli fasisma og kommúnisma. Persónulega kýs ég fasisma“, messar kaþólski presturinn.

 

Ræðan hljómar eins og eitthvað sem áróðursmálaráðherra nasista, Joseph Goebbels, gæti hafa skrifað. Útvarpspresturinn Charles Coughlin er einmitt innblásinn af þýskum nasistum. Viku eftir viku lætur hann móðan mása gegn kommúnistum, gyðingum og duglausum stjórnvöldum í Washington. 

 

Coughlin hvetur til vopnaðrar uppreisnar gegn öllum þeim sem hann kallar „óvini Bandaríkjamanna“ og undir lok fjórða áratugarins eru þungvopnaðir áhangendur hans tilbúnir að myrða þingmenn og koma á nasískri stjórn í BNA. 

 

Öfgahægri vex ásmegin í BNA 

Þegar faðir Coughlin hóf útvarpsþætti sína árið 1926 voru ræður hans harla meinlausar. Meginmarkmið þáttarins var það að safna peningum fyrir kirkju hans í Michigan.

 

Presturinn með þessa útvarpsvænu rödd náði skjótt miklum vinsældum og þremur árum síðar sendu ótal bandarískar útvarpsstöðvar þátt hans út. Hlustendur gátu sest fyrir framan útvarpið klukkan 15 á hverjum sunnudegi til að meðtaka boðskap Coughlins en sá varð með tímanum mun pólitískari og ofsafengnari. 

 

„Þið verðið að velja í dag, það er annað hvort Kristur eða rauður skuggi kommúnismans“, þrumaði Coughlin gegn trúlausum kommúnismum í október 1930. 

 

Á fjórða áratugnum ríktu miklir óvissutímar í BNA. Atvinnuleysi, fátækt og hungur vegna kreppunnar miklu fékk marga Bandaríkjamenn um að efast um ágæti lýðræðis og bitrar manneskjur leituðu uppi blóraböggla til að kenna um bágt ásigkomulag landsins.

 

Fyrir öfgahægrið í landinu voru þessar aðstæður kærkomnar og fáir hrópuðu hærra en útvarpspresturinn. 

 

Þegar Hitler komst til valda og nasismi var síðan á allra vörum fór Coughlin fögrum orðum um hugmyndafræði foringjans sem „þriðju leiðina“ þar sem pólitík og efnahagur væri hvorki markaður af kapítalisma né kommúnisma.

 

Útvarpspresturinn hrósaði Þriðja ríkinu fyrir að hafa „útrýmt atvinnuleysi, takmarkað hagnað iðnjöfra og fellt niður skuldir og bundið endi á arðrán kapítalistanna“. Allt væri þetta eitthvað sem hin misheppnaða ríkisstjórn Roosevelt gæti tekið til sín. 

 

Coughlin lagði – rétt eins og nasistar – einnig hatur á Gyðinga. Í útvarpsþáttum sínum kallaði hann bandaríska gyðinga „bakteríur“ sem gátu vegna stöðu sinnar innan fjölmiðla og fjármálaheimsins stórskaðað bandarískt samfélag. 

 

Þegar nasískir hrottar í Þýskalandi rústuðu 7.500 verslunum og kveiktu í 200 sýnagógum árið 1938 í svonefndri „Kristalsnótt“ varði presturinn heilshugar ódæði þeirra. 

Joseph Goebbels var meistari í að níða niður Gyðinga og óheyrilegar röksemdir hans voru endurteknar af presti nokkrum í BNA.

Faðir Coughlin jórtraði verstu lygar Goebbels.

Coughlin fylgdist hugfanginn með framgangi nasista í Þýskalandi. Margsinnis sótti hann innblástur í ræður áróðursmálaráðherra Þýskalands, Joseph Goebbels.

 

Ofsóknir nasista á hendur Gyðingum um svonefnda Kristalsnótt (8. til 10. nóvember 1938) vakti fordæmingu vestrænna þjóða. En faðir Coughlin útskýrði tíu dögum síðar í tímariti sínu „Social Justice“ (Samfélagslegt réttlæti) að þetta hafi verið sjálfsprottin og réttmæt aðgerð gegn áralangri misnotkun og yfirgangi Gyðinga.

 

Joseph Goebbels hefði vart getað orðað þetta betur en röksemdir prestsins voru nánast beinar tilvitnanir í ræðu sem áróðursmálaráðherra Hitlers hafði flutt nokkrum dögum áður.

 

Þegar Coughlin hélt reiðilestur sinn til allra landsmanna BNA í útvarpsþætti sínum, vísaði hann – rétt eins og Goebbels hafði gert – í bæklinginn „Uppkast öldunga Zion“ sem átti að sanna yfirvofandi samsæri Gyðinga um heim allan að sölsa undir sig völdin á heimsvísu.

 

Það var reyndar búið að sýna fram á árið 1921 að þetta „Uppkast öldunga Zion“ væri fölsun af breska dagblaðinu The Times sem var síðar staðfest fyrir svissneskum dómstóli 1935.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Áhangendur grípa til vopna 

Undir lok fjórða áratugarins var faðir Coughlin orðinn valdamikill maður. Vikulega lék hann aðalhutverkið í heimsins vinsælasta útvarpsþætti sem milli 30 og 40 milljón hlustendur fylgdu.

 

Og þrumuræður hans fengu fjölmarga Bandaríkjamenn til að bretta upp ermarnar. Í nóvember 1938 var hin andgyðinglega hreyfing Christian Front (Kristna framlínan) stofnuð eftir að útvarpspresturinn hafði hvatt til þess að hefja „krossferð gegn andkristnum öflum“.

 

Það voru þó ekki allir sem kærðu sig um þessa aðdáun Coughlins á nasistum og sumar útvarpsstöðvar tóku hann af dagskránni. En presturinn hélt ótrauður áfram í herferð sinni með ræðum sem hann tók upp í klukkuturni kirkju sinnar.

 

„Kristnir menn grípið til vopna, aðgerða er þörf núna“, sagði hann þann 4. júní 1939. 

 

Í þessari ræðu hvatti hann sína „vini til að leggja til hliðar sinnuleysið, innantómt þol gagnvart óréttlæti og skipuleggja aðgerðir gaumgæfilega“.

Bandarískir drengir í sumarbúðunum Sutter Youth Camp, 10 km norðan við Los Angeles.

Bandarísk börn gengu í Hitlers-æskuna

Um miðjan fjórða áratuginn komu fram fyrstu nasísku sumarbúðirnar í BNA. Þær vor nákvæm eftirmynd þýsku Hitlerjugend-búðanna með söngvum og heilaþvotti.

 

Búðunum var komið á laggirnar af samtökunum „The German American Bund“ (Þýsk-amerísku samtökunum) sem voru ákaflega hliðholl nasisma. Opinbert markmið þeirra var þó bara að uppfræða börn með þýskar rætur um menningu Þjóðverja. Í raun var um að ræða nasískan heilaþvott á 8-18 ára gömlum krökkum.

Einkennisbúningar og nasistakveðja

Í þessum bandarísku sumarbúðum voru krakkarnir látnir klæðast einkennisbúningum og kennt að heilsa með framréttan handlegg rétt eins og í Hitlers-kveðju nasista í Þýskalandi. Marseringar og líkamsrækt voru vitanlega í hávegum höfð.

Hitler tilbeðinn

Mikilvægi Hitlers var áréttað í slíkum sumarbúðum og sem dæmi mælti drengur einn sem var í Camp Hindenburg í Wisconsin: „Hitler er vinur allra þýskra manna, hvar sem þeir búa í heiminum. Rétt eins og Jesús býður börnum að koma til sín, þá vill Hitler að þau vegsami sig“.

Deutchland über alles

Auk þess að læra þýsk slagorð sungu krakkarnir þýska þjóðlega söngva eins og „Deutchland, Deutchland über alles“ (þýska þjóðsönginn) til að læra betur þýska siði.

Búðir um öll Bandaríkin

Slíkar sumarbúðir ungmenna voru 16 alls – flestar í Kaliforníu og New York. Búðirnar báru nöfn eins og Camp Hindenburg, Camp Siegfried og viðlíka heitum sem vísuðu í þýska menningu. Frá og með árinu 1938 innleiddu sum ríki takmarkanir eða bönnuðu einfaldlega rekstur slíkra sumarbúða. Algert bann var lagt við starfsemi þeirra árið 1941 þegar BNA tók virkan þátt í síðari heimsstyrjöldinni.

Handlangarar Coughlins í Christian Front hikuðu ekki við að safnast saman í flokkum og halda út á götur til að berja á óvinum sínum – rétt eins og brúnstakkar Hitlers í Sturmabteilung (SA) höfðu gert.

 

Það voru einkum Bandaríkjamenn með þýskar, írskar og ítalskar rætur sem herjuðu á samborgara í stórborgum á austurströnd Bandaríkjanna. Þar réðust þeir á gyðinga og kommúnista í skjóli þess að vera varðmenn kristnidóms. 

 

„Gluggar í sýnagógum voru mölvaðir og meðlimir í herraklúbbum gyðinga barðir sundur og saman“, skrifaði einn sjónarvottur í Fíladelfíu og benti einnig á að fleiri slíkir nasískir hópar færu reglulega til skotæfinga skammt utan við borgina. 

 

Í Boston og New York skipulagði Christian Front fjöldafundi sem minntu um margt á sambærilega fundi Hitlers í Þýskalandi. Þúsundir mættu til að fagna ræðuhöldum sem studdu boðskap Coughlins, áður en fundargestir stormuðu út á göturnar til að ráðast á gyðinga. 

 

„Það er ekki lengur neinn vafi um samhengið milli ofbeldis gegn gyðingum og áróðurs Coughlins“, ályktaði New York-tímaritið The Mason í júlí 1939. 

Meðlimir Christian Front (Kristilegu fylkingarinnar) sýna stoltir vopn sín fyrir yfirvofandi byltingu. Myndin fannst við leit FBI.

Áhangendur útvarpsprestsins í Christian Front gáfu Coughlin viðurnefnið „Sannleikurinn“ og lýstu honum sem „mesta Bandaríkjamanni í BNA nútímans“.

 

Þeir strengdu þess heit að ganga eins langt og þurfa þótti til að koma á laggirnar samfélagi sem líktist Þýskalandi Hitlers. En ætti það að takast þyrfti að grípa til beinskeittra aðgerða. 

 

Bylta verður lýðræðinu

 Haustið 1939 ákvað hópur meðlima Christian Front að fylgja eftir boðskap Coughlins og bylta ríkisstjórninni. Hópur þessi kallaði sig „Country Gentlemen“ og með uppgjafarhermanninn William Bishop í fararbroddi hófu þeir að stela vopnum og sprengjuefni frá bandaríska hernum meðan þeir leituðust við að sækja nýliða sem höfðu reynslu af veru í hernum. 

 

Áform vígamannanna gengu út á að vel þjálfaðar einingar ættu að ráðast á og hertaka opinberar byggingar og mikilvægar fjarskiptastöðvar til að torvelda yfirvöldum að bregðast við uppreisninni. 

 

Ef ekki væri unnt að ná því markmiði átti að sprengja byggingarnar svo að þær gætu ekki lengur gagnast ríkisstjórninni. Með hjálp ótal aðgerða átti þannig að rústa lýðræðinu þannig að Christian Front hreyfingin gæti innleitt nasískt hernaðareinræði. 

 

„Þegar við fellum ríkisstjórnina tökum við gullið frá alríkisbönkunum sem er stýrt af tólf bönkum Gyðinga og við deilum því til alþýðunnar“, lýsti Bishop yfir á einum vikulegum fundi í Brooklyn. Fundurinn hófst eins og ævinlega með því að teygja handlegginn skáhalt í loft upp eins og nasistar. 

 

Annar háttsettur maður, John Cassidy sem einnig var framámaður í Christian Front, lagði áherslu á að árásin ætti einnig „að gera út af við fjölmarga þingmenn, bara til að sýna þeim að Christian Front er fyllsta alvara“. 

 

Fyrirhugað var að valdarán þetta færi fram innan tíðar og í janúar 1940 höfðu vígamennirnir safnað saman umtalsverðu magni af vopnum, m.a. Browning-vélbyssum og dýnamíti. 

 

Það sem forkólfarnir höfðu ekki hugmynd um var að einn meðlimur þeirra var flugumaður frá FBI. Útsendarinn Dennis Healy hafði laumað sér í fremstu raðir þeirra og tók leynilega upp samtöl þeirra. 

 

FBI handtekur samsærismennina 

Eftir allt ofbeldið á götum stórborga sem Christian Front stóð fyrir fór FBI að fylgjast nánar með þeim. Og þegar William Bishop yfirgaf heimilið sitt í New York þann 13. janúar 1940 sveigði bíll inn á bílaplanið fyrir framan hús hans. Tveir FBI-fulltrúar stukku út og handtóku hann.

 

Á sama tíma voru 16 aðrir leiðtogar Country Gentlemen einnig hnepptir í varðhald og ákærðir fyrir að hyggjast bylta ríkisstjórninni með ofbeldi.

 

Faðir Coughlin kvað hina handteknu vera stórkostlega vini Bandaríkjanna en öryggis síns vegna lýsti hann því jafnframt yfir að hann hefði ekki haft neinar hugmyndir um þessar ráðagerðir þeirra. 

 

Við húsrannsókn á heimili leiðtoga Christian Front, John Cassidy, fann FBI fjölmörg bréf frá Coughlin inni á skrifstofu hans en ekkert þeirra innihélt beinlínis skipanir sem benti til að útvarpspresturinn héldi um taumana. 

 

Frásagnir um þetta fyrirhugaða valdarán voru áberandi í fjölmiðlum en þegar ákærendur komu fyrir réttarhöld vorið 1940 reyndist málatilbúnaður FBI ekki duga til.

 

Verjendum tókst að fá herskáar hvatningar öfgamannanna til að líta út fyrir að vera þjóðernissinnaðar öryggisráðstafanir gegn ætluðu valdaráni kommúnista í BNA. 

 

„Verði drengirnir dæmdir munu kommúnistar hylla kviðdómendur“, varaði einn verjendanna við þegar hann í lokaræðu sinni tók saman þær ógnir sem Bandaríkjamönnum stafaði af kommúnistum. 

 

Kviðdómendur létu sannfærast. Mennirnir 17 á sakamannabekknum gengu frjálsir út úr réttarsalnum. Coughlin slapp einnig við ákærur, þrátt fyrir að Cassidy hafi við réttarhöldin útskýrt að hann liti á Coughlin sem leiðtoga sinn.

 

Engu að síður hafði mál þetta sínar afleiðingar fyrir bæði Christian Front og útvarpsprestinn. 

Tveimur mánuðum eftir bann Hitlers á notkun hakakrossins var þessi mynd tekin í Camp Siegfried á Long Island.

Hitler bannaði hakakrossinn í BNA

Þýskalandi nastistanna var ekkert meira í mun en að halda stórveldinu BNA utan við átök heimsstyrjaldar sem nálguðust óðum undir lok fjórða áratugsins.

 

Það síðasta sem Hitler þurfti á að halda voru einhverjir vanstilltir bandarískir nasistar að heiðra hann sjálfan í von um að skapa óróa meðal bandarískra stjórnmálamanna.

 

Því ákvað Hitler þann 1. mars 1938 að banna bandarískum nasistum að nota hakakrossinn á einkeninnisbúningum og fánum.

 

En samtök eins og The German American Bund (GAB) voru ekki svo auðsveip – að hluta til voru engin bein tengsl milli GAB og ríkisstjórnar nasista í Þýskalandi og ennfremur naut GAB engra fjárframlaga frá Þjóðverjum.

 

Fyrir vikið hélt GAB áfram að nýta sér hakakrossinn í áróðursskyni þegar þeim hentaði.

 

Þegar GAB hélt sína fjölmennustu samkomu í febrúar árið 1938 í Madison Square Garden var risastórum fánum með hakakrossinum hampað við hlið bandaríska fánans þegar ríflega 20.000 manns sóttu fundinn.

Coughlin þaggaður niður

Þrátt fyrir sýknunina voru málaferli þessi upphafið að endanum fyrir andgyðinglegu samtökin Christian Front.

 

Náið var nú fylgst með allri virkni samtakanna af yfirvöldum og þegar BNA tók síðan virkan þátt í síðari heimsstyrjöldinni árið 1941 áttu samtökin erfitt með að laða til sín nýtt fólk.

 

Faðir Coughlin upplifði álíka niðurlægingu. Hlustendum hans snarfækkaði. Árið 1942 var hann endanlega þaggaður niður þegar kaþólskur biskup bannaði vikulega útvarpsþætti hans á landsvísu. 

Lestu meira um nasismann í BNA

Charles Gallagher: Nazis of Copley Square – The Forgotten Story of the Christian Front, Harvard University Press, 2021

 

HÖFUNDUR: TROELS USSING

© Nobelse/Wikimedia Commons,© Bettmann/Getty Images, © Dendy Harya/Shutterstock.com, © Shutterstock,© Bettmann/Getty Images,© New York Daily News Archive/Getty Images

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

4

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Jörðin eftir manninn

Hvað verður um jörðina þegar við verðum horfin? Að sögn vísindamanna munu úlfaflokkar dreifast hratt á meðan borgirnar hrynja og sökkva. Hins vegar munu síðustu ummerki mannkyns standa til enda alheimsins.

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is