Lifandi Saga

Bók frá 1898 sagði fyrir um Titanic-slysið 

14 árum áður en Titanic sigldi á ísjaka og sökk kom út skáldsaga um ákaflega keimlíkt slys. Bókin fjallaði um skemmtiferðaskipið Títan sem var sagt vera ósökkvandi en fórst engu að síður eftir árekstur við ísjaka. Það eru fleiri óhugnanleg líkindi með þessum atburðum.

BIRT: 27/05/2024

Flestar af skáldsögum Morgan Robertson hafa fyrir löngu fallið í gleymskunnar dá en bókin „Futility“ getur enn fengið hárin til að rísa hjá lesendum nútímans. 

 

Robertson var fyrrum sjómaður og með reynslu sína af 20 ára sjómennsku skrifaði hann árið 1898 dramatíska frásögn um skipskaða í norðanverðu Atlantshafi. 14 árum síðar kom í ljós að hann hafði á einhvern óhugnanlegan máta sagt fyrir um örlög Titanics. 

 

Í bókinni heldur 269 metra langt farþegaskip úr höfn en það er nákvæmlega jafn langt og Titanic. Þetta gerist eina stjörnubjarta nótt í apríl og Títan, eins og skemmtiferðaskipið heitir, er með 2.500 farþega um borð. Titanic hélt einnig úr höfn í apríl og þar um borð voru 2.453 farþegar. 

 

Robertson segir Títan vera ósökkvanlega snilldarsmíð rétt eins og sagt var um Titanic. Í skáldsögunni rekst Títan á ísjaka á miklum hraða sem rífur gat á stjórnborðshlið skipsins. Árið 1912 sigldi Titanic einmitt á furðulega miklum hraða þegar stjórnborðshlið skipsins rifnaði upp eftir árekstur við ísjaka. 

 

Robertson lýsir því hvernig sjórinn streymir inn, skipið sekkur og einungis nokkrir farþegar komast upp í fáeina björgunarbáta Títans. Eftirlifendurnir þurfa að bíða eftir hjálp í ísköldum sjónum 400 sjómílum austan við Nýfundnaland.

Snorklur gerðar úr sefi, kafbátar með árum og umbreyttur hjálmur fyrir slökkviliðsmenn – við skulum skyggnast inn í sögu sjávarrannsókna á botni heimshafanna í Maríana-djúpálnum.

Titanic sökk 300 sjómílum frá Nýfundnalandi. Eftir að Títanic sökk töldu margir að Robertson hlyti að búa yfir skyggnigáfu en sjálfur útskýrði rithöfundurinn þessi fjölmörgu líkindi með því að hann hefði unnið á farþegaskipi sem sigldi milli Ameríku og Englands. Hann bjó því yfir umfangsmikilli þekkingu um skipasmíðar og siglingaleiðir ásamt veðuraðstæðum í Norður-Atlantshafi. 

 

Bókin var endurnefnd og gefin út á ný 

Skömmu eftir að Títanic fórst flýtti bandarísk bókaútgáfa að gefa verk Robertson út aftur undir nýjum titli: „The Wreck of the Titan“. Síðan hefur þessi skáldsaga verið endurútgefin fjölmörgum sinnum á síðustu 112 árum. 

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

© Willy Stöwer/Library of Congress/Wikimedia Commons/Original cover for the first edition of Futility by Morgan Robertson/Wikimedia Commons/Piccatcher/Shutterstock.com.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

Maðurinn

Kjaftasaga afsönnuð: Áfengi breytir ekki skapgerð þinni

Heilsa

Hér er ein stærsta ástæða hjarta- og æðasjúkdóma sem oft er horft fram hjá

Læknisfræði

Leiðarvísir að eilífri æsku

Náttúran

14.000 ára skögultönn afhjúpar dauða loðfíls

Tækni

Stærsta seglskip heims með flugvængi

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is