Bólusett eða ekki: Svona mikill er munurinn

Hve lengi standa veikindin? Hve marga smitar þú? Hve marga þarf að leggja inn? Tölur og myndrit sýna gríðarlegan mun á Covid-19 eftir því hvort fólk er bólusett eð ekki.

BIRT: 01/12/2021

LESTÍMI:

4 mínútur

1. Hve margir bólusettir og óbólusettir smitast?  2. Hve mismunandi eru sjúkdómseinkennin?  3. Hve lengi smita bólusettir og óbólusettir?  4. Hve marga smita óbólusettir í samanburði við bólusetta?

LESTÍMI: 6 MÍNÚTUR

1. HVE MARGIR BÓLUSETTIR OG ÓBÓLUSETTIR SMITAST

 

Heilbrigðisyfirvöld um allan heim leggja áherslu á að óbólusett fólk – þar með talin t.d. börn og efasemdarmenn – haldi Covid-faraldrinum gangandi, þótt tölfræðin sýni að fleiri bólusettir smitist en óbólusettir.

 

Þessi þversögn skýrist einfaldlega af því að yfirgnæfandi fólks (á Vesturlöndum) hefur fengið bólusetningu. Þegar hlutföllin eru skoðuð með því að bera saman smitfjölda á hverja 100.000 bólusetta og hverja 100.000 óbólusetta, snúast tölurnar á haus.

 

Tölur frá heilbrigðisráðuneyti Wisconsinríkis í Bandaríkjunum sýna muninn skýrt og greinilega.

 

Til vinstri má sjá fjölda smitaðra (blátt), innlagðra (fjólublátt) og látinna (svart) af hverjum 100.000 bólusettum. Hægra megin er fjöldi smitaðra (rauðgult), innlagðra (rautt) og látinna (svart) af hverjum 100.000 óbólusettum.

 

Meðal bóluefnaefasemdarmanna er sú röksemd algeng að kórónaveirusmit sé svipað og inflúensa – og sem sagt ekki mikið að óttast.

 

En mesti munurinn á bólusettum og óbólusettum sést í fjölda sjúkrahúsinnlagna og dauðsfalla. Þetta verður mjög skýrt þegar tölurnar eru dregnar saman.

 

 

Smitaðir

Fyrir hvern einn sem smitast eftir fulla bólusetningu, smitast 4,58 óbólusettir.

 

Sjúkrahúsinnlögn

Fyrir hvern einn sem þarf sjúkrahúsinnlögn eftir fulla bólusetningu, þurfa 8,83 óbólusettir að leggjast inn.

 

 

Látnir

Á móti hverjum einum sem deyr úr Covid-19 eftir fulla bólusetningu, deyja 18,84 óbólusettir.

2. HVE MISMUNANDI ERU SJÚKDÓMSEINKENNIN?

 

Einhver mismunur milli bólusettra og óbólusettra sést einnig á sjúkdómseinkennunum.

 

Í enskri samantekt, þar sjúklingarnir voru sjálfir látnir lýsa einkennum sínum, kemur fram að flest bólusett fólk slapp við langvarandi hósta og hita eftir smit.

 

Mismunurinn gæti gefið til kynna að meðal bólusettra leggist Covid-19 einkum á efri hluta öndunarfæranna, en fari alveg niður í lungun í hinum óbólusettu.

 

Bólusettir fá öðruvísi einkenni

Helstu einkenni bólusettra

Höfuðverkur

Nefrennsli

Hnerri

Eymsli í hálsi

Missir lyktarskyns

 

Helstu einkenni óbólusettra

Höfuðverkur

Eymsli í hálsi

Nefrennsli

Hiti

Langvinnur hósti

 

 

Bólusett fólk er ólíklegra að veikjast mjög alvarlega af Covid-19.

 

Hlutfall þeirra sem fá langvinn eftirköst í hópi bólusettra, er umdeilt, en flestir vísindamenn eru sammála um að bóluefnin veiti ekki 100% vernd gegn eftirköstum.

 

Rannsóknir benda til að um 5% bólusettra fái eftirköst en um 30% óbólusettra þurfi að glíma við þau.

 

3. HVE LENGI SMITA BÓLUSETTIR OG ÓBÓLUSETTIR?

 

Hafir þú fengið bólusetningu verða veikindi þín almennt ekki jafn alvarleg og annars mætti reikna með. Veikindatíminn verður líka styttri og þú smitar heldur ekki aðra jafn lengi.

 

Svo lengi smita bólusettir og óbólusettir

Fullbólusettir, sem svo fá Covid-19 smita í 5-6 daga.

Óbólusettir, sem svo fá Covid-19 smita í 7-10 daga.

 

Munurinn á smitmagni er enn ekki ljós og því ekki hægt að fullyrða nákvæmlega hvernig og hve mikið fólk í þessum hópum smitar.

 

En það er þó afgerandi munur: Veirur sem verða til í bólusettu fólki eru þaktar mótefnum á yfirborði og þar af leiðandi ekki eins smitandi.

 

Síðast en ekki síst leiðir af lægri sýkingartölum að bólusettir eru rúmliggjandi 60% skemur en óbólusettir.

 

4. HVE MARGA SMITA BÓLUSETTIR Í SAMANBURÐI VIÐ BÓLUSETTA?

 

Í upphafi faraldursins var svonefndur smitstuðull eða „R-tala“ talsvert til umræðu. Smitstuðullinn segir til um hve marga aðra Covid-sjúklingur smitar að meðaltali.

 

Eftir að bóluefnin komu til sögunnar er orðið erfiðara að nota þessa tölu vegna þess að fólk skiptist nú í tvo hópa, þá óbólusettu, sem bæði smitast og smita aðra á sama hátt og áður, og svo þá bólusettu, sem bæði smitast síður og smita minna út frá sér.

 

Smistuðull er sem mismunandi milli hópanna tveggja.

 

 

Báðir óbólusettir

Mesta smithættan er milli óbólusettra. Smitstuðull meðal óbólusettra er talinn vera um 7.

 

Annar er óbólusettur

Hættan á smiti er aðeins einn tuttugasti ef annar einstaklingurinn er bólusettur.

 

Báðir bólusettir

Smithættan verður aðeins einn tvöhundruðasti ef báðir eru bólusettir.

 

 

Birt: 01.12.2021

 

 

JEPPE WOJCIK

 

 

BIRT: 01/12/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is