Lifandi Saga

Bréf fyrrum hermanns um dauðagöngu: „Ég fyrirgaf þeim af öllu hjarta“

Í apríl árið 1942 þvinguðu japanskar hersveitir 76.000 bandaríska og filippseyska stríðsfanga til að ganga hundrað km langa dauðagöngu frá suðurhluta Bataan-skagans á Filippseyjum. Í bréfi til skólafélaga síns lýsir einn þeirra hryllingnum sem Japanar lögðu á fanga sína.

BIRT: 30/09/2023

Ágúst 2022

 

Ég fæddist 25. janúar 1920.

 

Ég hætti í skóla 16 ára gamall og fór að vinna. Tveimur árum síðar skráði ég mig í sjóherinn.

 

„Ertu með stúdentspróf?“ spurði vinnumálafulltrúinn. Ég svaraði neitandi. Hann bað mig þá um að fara í hinn endann á ganginum.

 

Þar væri skrifstofa hersins og fulltrúinn sagði þá taka við öllum. Þannig endaði ég í hernum.

„Við vorum neyddir til að horfa á hermanninn Irvin Penvose grafa sína eigin gröf“.
Paul Kerchum

Ég var sendur til Maníla (á Filippseyjum, ritstj.) í september árið 1940*. Síðan þegar stríðið braust út liðu ekki nema örfáir dagar þar til Japanar höfðu náð yfirráðum á hafi og í lofti**.

 

Douglas MacArthur hershöfðingi, yfirmaður hersveitanna á Filippseyjum fyrirskipaði að við skyldum hörfa yfir á Bataan-skaga og verja hann þar til okkur bærist aðstoð frá Bandaríkjunum.

*

Filippseyjar heyrðu að hluta til undir Bandaríkin á árunum 1898 til 1946, að því leyti að Bandaríkjamenn báru ábyrgð á vörnum landsins, svo og utanríkismálum.

 

**

Stríðið braust út á Filippseyjum þegar Japanar réðust á landið hinn 8. desember 1941 og eyðilögðu stóran hluta af bandaríska loftvarnarkerfinu.

Fyrst í stað gekk allt að óskum en síðan fór að halla undan fæti. Einhver virðist hafa gleymt því að hermenn þurfa mat að borða.

 

Við börðumst í 93 daga á hálfum matarskammti og með úrelt vopn gegn ofurefli. Þegar aðstoðin frá Bandaríkjunum lét á sér standa tók æðsti maður hersins á Bataan, Edward P. King hershöfðingi, þá ákvörðun að við skyldum gefa okkur á vald óvininum.

 

Sá her sem hann fyrirskipaði að gefast skyldi upp, samanstóð af örmagna, soltnum og veikum mönnum, því við höfðum margir veikst af malaríu, blóðsótt og öðrum sjúkdómum.

 

Við vorum í engu standi til að takast á við það sem beið okkar: dauðagönguna á Bataan *.

 

Fyrsti hluti göngunnar teygði sig frá Mariveles** að lestarstöðinni í San Fernando en um var að ræða 88 km vegalengd.

*

Bataan-skagi teygir sig líkt og rif út í norðvesturhluta Maníla-flóans. Þessi 1.373 km² eyja er að stærstum hluta þakin frumskógi.

 

**

Mariveles var einn syðsti bærinn á Bataan-skaga, þaðan sem dauðgangan hófst í apríl árið 1942. Takmarkið var fyrst í stað fangabúðir sem nefndust Camp O’Donnell.

Við gengum í steikjandi hita á rykugum vegi. Alla leiðina var verið að skjóta menn, stinga þá niður með byssustingjum, hálshöggva eða einfaldlega berja til dauða.

 

Þegar við komum til San Fernando var okkur troðið inn í lestarvagna.

 

Eftir fjögurra klukkustunda ferð var okkur hleypt út úr vögnunum við þorp sem kallaðist Capas. Þaðan gengum við alls 14 km leið til næstu fangabúða, Camp O’Donnell sem var að finna í gömlum filippseyskum herbúðum.

Paul Kerchum

Var uppi: 1920-des. 2022

 

Þjóðerni: Bandarískur.

 

Starf: Hermaður og liðsforingi sem gegndi 29 ára herþjónustu í Bandaríkjaher.

 

Hjúskaparstaða: Kvæntur og tveggja barna faðir.

 

Þekktur fyrir: Paul Kerchum gegndi herþjónustu í 31. fótgönguherdeild Bandaríkjamanna (sem kölluðust „hvítabirnirnir“) í seinni heimsstyrjöldinni. Hans er getið í nokkrum ritum um bardagana á Filippseyjum á árunum 1941-1945. Kerchum var enn fremur þekktur fyrir áhugaverða fyrirlestra sína en hann lýsti reglulega öllu því skelfilega sem hann varð fyrir, seinast einungis örfáum mánuðum fyrir andlát sitt. Skólapiltur sem hafði mikinn áhuga á sögu hafði samband við hann í fyrra og hermaðurinn aldni svaraði honum í þessu bréfi.

Þegar við komum í búðirnar tók japanskur liðsforingi á móti okkur, öskrandi:

 

„Þið erum ekki stríðsfangar, heldur ofur venjulegir fangar og þannig verður komið fram við ykkur“, baulaði hann. Skömmu síðar var ekið með mig og nokkra aðra fanga til aðalbækistöðva stríðsfanga í Cabanatuan.

 

Dag einn á meðan ég dvaldi þar vorum við allir reknir út úr kofunum sem við bjuggum í. Við vorum neyddir til að horfa á hermanninn Irvin Penvose grafa sína eigin gröf og vera skotinn af aftökusveit.

 

Ég var settur í þrælkunarvinnu í byrjun október árið 1943. Þar starfaði ég næstu 12 mánuðina ásamt 500 öðrum við að leggja flugbraut nærri þorpinu Las Piñas sem er í 64 km fjarlægð frá Maníla.

 

Dag nokkurn í nóvember árið 1944 vorum við staddir við endann á flugbraut þegar einn fanganna hóf upp raust sína og fór að hrópa og benda í áttina að Maníla. Við hinir horfðum upp í himininn og sáum bandarískar og japanskar flugvélar takast á í návígi.

 

Næsta morgun var 1.100 af okkur troðið niður í lestina á japanska skipinu Haro Maru*. Skip þetta var hluti af níu skipa skipalest sem siglt var með í átt til Japans, ásamt japönskum tundurspillum.

*

Haro Maru var eitt hinna svonefndu helvítisskipa sem sigldu með stríðsfanga bandamanna til Japans. Um 20.000 fangar létust á leiðinni.

Við vorum varla komnir út úr Maníla-flóanum þegar bandarískir kafbátar réðust á okkur. Hlerar lestarinnar voru algerlega lokaðir alla leiðina og engin ljósskíma komst inn til okkar.

 

Dagarnir virtust engan endi ætla að taka og ég hlustaði stöðugt í myrkrinu eftir djúpsjávarsprengjum tundurspillanna springa allt í kringum okkur á meðan bandarísku kafbátarnir eltu okkur út úr Suður-Kínahafi.

 

Að 18 dögum liðnum komumst við á leiðarenda í Hong Kong. Þegar skipið lagðist að stóð ég fyrir tilviljun við kaðalstigann þegar varðmaðurinn gaf mér merki um að koma til sín. Ég hljóp upp kaðalstigann og greip vatnsslöngu sem lá á þilfarinu.

LESTU EINNIG

Fyrst lét ég vatnið sprautast yfir höfuð mitt. Síðan byrjaði ég að drekka það. Ég ætlaði aldrei að hætta að drekka. Að því loknu fyllti ég tvo vatnskúta sem ég hafði fest við beltið mitt.

 

Svo byrjuðu hinir fangarnir að senda sína vatnskúta upp úr lestinni og ég fyllti þá líka. Þannig gekk þetta fyrir sig klukkustundum saman, allt þar til loftvarnarbjöllurnar tóku að hljóma og ég varð að fara aftur niður í lestina.

 

Skipið sigldi með okkur til hafnar í Mogi á nyrsta oddanum á Kyushu, næststærstu eyjunni í Japan. Þaðan sigldum við þvert yfir sundið að eyjunni þar sem Tókýó er að finna. Þar var okkur komið fyrir í lest og ekið með okkur í norðurátt.

Dauðagangan hófst þegar Japanir söfnuðu saman um 78.000 föngum og neyddu þá að gang meðfram austurströnd Bataan. 75 árum eftir gönguna var stríðsglæpnum minnst á filippísku frímerki.

Þetta átti sér stað í lok nóvember árið 1944 og allt í kring vörpuðu B-29 vélar sprengjum sínum. Hvað eftir annað neyddumst við til að staðnæmast sökum þess að gera þurfti við lestarteinana áður en við gætum haldið áfram.

 

Að lokum komum við til þorpsins Hosokura, þar sem við vorum settir í vinnu í námu númer 11 í Mitsubishi*. Dag einn flaug B-29 vél yfir okkur. Áhöfnin kastaði til okkar mat, fatnaði og lyfjum, auk þess sem okkur voru færðar þær fréttir að stríðinu væri lokið**.

 

Eftir þetta var okkur komið fyrir í flugskýli við fyrrum japanskan flugvöll þar sem starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar yfirheyrðu okkur.

*

Mitsubishi verksmiðjurnar notuðu þúsundir stríðfanga. Fangarnir voru m.a. notaðir í framleiðslu hinnar ógnvekjandi Zero-orrustuflugvélar.

 

**

Friður komst á 15. ágúst 1945 þegar Japanar gáfust upp. Kyrrahafsstríðið hafði þá kostað um tíu milljón óbreytta borgara lífið.

Þar fréttum við að Japanar hefðu hellt bensíni yfir 200 filippseyska stríðsfanga og kveikt í þeim. Skömmu síðar var ég kominn um borð í skip með stefnu á San Francisco.

 

Eftir heimkomuna kom í ljós að við hermennirnir þjáðumst af áfallastreituröskun.

 

Ég átta mig alltaf betur og betur á þessu. Gloria hjálpaði mér að komast yfir þetta. Þegar við gengum í hjónaband hjálpaði hún mér að ná áttum. Þegar Kóreustríðið braust út fékk ég fyrirmæli um að fara til Japans.

 

Sem fyrrum stríðsfangi hefði ég getað neitað en ég ákvað samt að fara.

 

„Hvers vegna í ósköpunum viltu vera að fara til Japans?“ spurði fólk. Ég hafði hins vegar rætt málið við eiginkonu mína. Þegar þarna var komið sögu hafði ég jafnframt rætt við marga Japana.

 

Og ég hafði fyrirgefið þeim af öllu hjarta.

 

Eftirmáli:

Um það bil 30.000 fangar létust í dauðagöngunni og í Camp O’Donnell. Japanski yfirhershöfðinginn, Masaharu Homma, var dæmdur fyrir stríðsglæpi og tekinn af lífi árið 1946.

 

Kerchum hélt áfram störfum sínum hjá hernum. Hann hlaut margar viðurkenningar, m.a. heiðurspening fyrir hreysti sem kallast Purple Heart áður en hann fór á eftirlaun árið 1966.

Örmagna fangar hvíla sig með hendur bundnar fyrir aftan bak í stuttu hléi á dauðagöngunni á Bataan-skaga.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© AB Forces News Collection/Imageselect,© Victorino Z. Serevo/Philippine Postal Corporation/ Wikimedia Commons

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

3

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

4

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

5

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

6

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

3

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Náttúran

Hver er hæsta tala sem hefur fengið nafn?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Vísindamenn telja líkurnar á að deyja úr sjúkdómnum minnki með neyslu þessarar fitutegundar frekar en t.d. majónesi.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is