Breytir eldsteiking bragðinu?

Í sjónvarpinu má iðulega sjá kokka eldsteikja eða „flambera“ matinn. Breytir þessi matreiðsluaðferð virkilega bragði matarins eða er þetta bara gert til að sýnast?

BIRT: 05/12/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Orðið „flambering“ á rætur að rekja til frönsku en franska sögnin „flamber“ táknar það að svíða eða brenna.

 

Það er einmitt þetta sem kokkarnir gera, því þeir brenna vínanda sem þeir hella yfir matinn.

 

Markmiðið er að eyða sterku bragði vínandans, þannig að eftir verði mjúkt og ljúft bragð áfengisins, t.d. líkjörsins sem eftir situr. Þetta táknar að eldsteiking hefur í för með sér mikil áhrif á bragðið.

 

Svo sakar heldur ekki sjónarspilið sem upphefst á veitingastöðum þegar þjónninn svo að segja kveikir í matnum fyrir augunum á gestunum.

 

Bláleiti bjarminn sem sést í þessu sambandi stafar af rokgjörnum vínanda sem brennur upp. Þegar eldsteikt er þarf að nota sterkt áfengi, því bjór, kampavín og flest borðvín innihalda of lítið áfengismagn til að hægt sé að kveikja í þeim.

 

Áfengið er hitað upp áður en því er hellt yfir matinn en það má þó ekki sjóða. Sé það gert gufar áfengið nefnilega of fljótt upp. Þegar kveikt er í áfenginu skyldi ekki bera eld að vökvanum sjálfum, heldur gufunum sem myndast við hliðar pönnunnar.

 

Hér má einnig lesa sér til um úmamí, fimmtu frumbragðtegundina.

 

 

Birt: 05.12.2021

 

 

BIRT: 05/12/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is