Covid-19: Þannig næst hjarðónæmi

Þegar tiltekinn meirihluti fólks er orðinn ónæmur fyrir ákveðnum sjúkdómi kemur það í veg fyrir smit og verndar þannig óbeint þá sem eru veikastir fyrir. Fyrirbrigðið kallast hjarðónæmi og gæti á endanum stöðvað útbreiðslu Covid-19.

BIRT: 24/04/2020

LESTÍMI:

2 mínútur

Þegar tiltekinn meirihluti fólks er orðinn ónæmur fyrir ákveðnum sjúkdómi kemur það í veg fyrir smit og verndar þannig óbeint þá sem eru veikastir fyrir. Fyrirbrigðið kallast hjarðónæmi og gæti á endanum stöðvað útbreiðslu Covid-19.

Það er kórónuveiran SARS-Cov-2 sem veldur Covid-19. Sjúkdómurinn er afar smitandi þegar nánd fólks er mikil.

Vísindamenn lýsa smithæfni sjúkdóma, þegar ónæmi er ekkert, með svonefndum smitstuðli sem kallast R0 (R núll).

Smitstuðullinn þarf að lækka

Stuðullinn R0 er misjafn eftir sjúkdómum.

Þegar mislingar eru annars vegar er stuðullinn mjög hár. Hvert sjúkdómstilvik veldur 12-18 nýjum tilvikum. Smitstuðull inflúensu er talsvert lægri. Hver sjúklingur smitar tvo til þrjá aðra.

Varðandi Covid-19 er áætlað að R0 sé nálægt 3,5 en sú tala er byggð á útbreiðslunni í upphafi faraldursins í Kína.

Þess vegna breiðist Covid-19 hratt út en þó ekki á sprengihraða.

Þegar samfélagið bregst við sjúkdómnum er reynt að lækka smitstuðulinn og þar með þessa tölu. Meðal aðferða til að lækka smitstuðulinn eru hreinlæti og fjarlægð milli fólks.

Í þeim löndum þar sem fjarlægðin er orðin partur af hversdagslífinu, hefur dregið úr nýsmitum. En til að smitkúrfan snúi við og sjúkdómstilvikum fækki þarf smitstuðullinn að fara niður fyrir 1.

Ónæmi annarra verndar

Náist smitstuðullinn niður fyrir 1, fjarar sjúkdómurinn smám saman út. Ef bjargráðið er sjálfviljug einangrun fólks, þarf hún að standa lengi og mögulega oftar en einu sinni. Þetta hefur gríðarleg áhrif á samfélagið og hagkerfi heimsins.

Önnur leið til að stöðva sjúkdóminn felst í því að nógu margir verði ónæmir. Það er þetta sem vísindamenn kalla hjarðónæmi.

Myndband: Svona virkar hjarðónæmi

Hve stór hluti íbúa þarf að vera ónæmur til að smitstuðullinn fari niður fyrir 1, fer eftir R0-stuðlinum.

Sé R0 fyrir tiltekinn sjúkdóm, t.d. 2 þurfa 50% fólks að vera ónæm til að mynda hjarðónæmi en sé R0 t.d. á bilinu 12-18, eins og gildir um mislinga, þurfa um 94% af vera ónæm til að hjarðónæmi myndist.

Bóluefni verður bjargvættur

Ef R0 fyrir Covid-19 er 3,5, næst hjarðónæmi þegar meira en 70% íbúa eru ónæm fyrir sjúkdómnum.

Hjarðónæmi næst auðveldlega með bólusetningu. Þannig tókst að hægja á hinni hryllilegu bólusótt og að lokum útrýma henni með öllu.

Það verður þó að líkindum ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir heilt ár sem mönnum tekst að fjöldaframleiða bóluefni gegn Covid-19.

En á meðan lækkar smitstuðullinn sem betur fer dálítið af sjálfu sér.

Það gerist smám saman þegar æ fleiri fá sóttina og ná sér. Þeir sem ná sér verða að öllum líkindum ónæmir, þótt vísindamenn greini enn á um hversu mikið ónæmið verði og ekki síst hve lengi ónæmið endist.

BIRT: 24/04/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is