Heilsa

Fréttir af Covid-19: Fylgstu með hér

Lifandi vísindi flytja reglubundið fréttir og greinar frá nýjum rannsóknum um nýju kórónuveiruna SARS-CoV-2 og sjúkdóminn Covid-19.

BIRT: 10/08/2021

ÞAÐ NÝJASTA UM KÓRÓNUVEIRUNA

Covid banvænni í Bandaríkjunum en Spænska veikin

Miðvikudagur 22. september 2021

 

Á þriðjudag í þessari viku – 21. september – voru Covid-dauðsföll í Bandaríkjunum orðin 676.200 og sjúkdómurinn þar með kominn í óhugnanlega stöðu í sjúkdómasögu BNA með fleiri mannslíf á samviskunni en sjálf Spænska veikin.

 

Nú er áætlað að inflúensufaraldurinn, sem þekktur er undir heitinu Spænska veikin, hafi alls kostað 675.000 mannslíf á árunum 1918-20, eða fyrir rúmri öld. Það er ekki nóg með að Covid-19 hafi nú krafist fleiri fórnarlamba, heldur eru allar horfur á að þeim eigi enn eftir að fjölga talsvert.

 

Vísindamenn hjá Washingtonháskóla segja við AP-fréttastofuna að líklega muni um 100.000 Bandaríkjamenn til viðbótar hafa látist úr Covid-19 áður en árið er á enda. Þetta byggja þeir annars vegar á því að nú deyja um 1.900 á dag og hins vegar á látu hlutfalli bólusettra í allmörgum ríkjum.

 

Á heimsvísu er enn langt í það að fjöldi látinna verði ámóta mikill og þeirra sem dóu úr Spænsku veikinni sem fyrir rétt rúmum hundrað árum æddi um allan hnöttinn og er jafnvel talin hafa orðið 50-100 milljónum að bana.

 

Þann 22. september hafði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skráð 4.705.111 dauðsföll af völdum Covid-19.

 

Slöngueitur gæti gagnast gegn Covid

Mánudagur 13. september 2021

 

Efni sem er að finna í eitri suður-amerískrar slöngu virðist veita góða vörn gegn Covid-19. Þetta er niðurstaða vísindamanna hjá Sao Paulo-háskóla í Brasilíu.

 

Efnið er svokallað peptíð – keðja úr amínósýrum – sem unnið er úr eitri slöngutegundarinnar Bothrops jararacussu. Áhrif þess felast í hamlandi verkun gegn prótíni sem er kórónaveirunni mikilvægt og tilraunir sýna að hæfni veirunnar til að fjölga sér minnkar um 75%.

 

Vísindamennirnir hyggjast nú rannsaka hve stórir skammtar henti best og að því loknu gæti verið komið að því að prófa efnið á mönnum.

 

Leiði tilraunirnar til þess að efnið megi taka í notkun sem lyf gegn Covid-19 leiðir það þó ekki til þess að fanga þurfi villtar slöngur og ná úr þeim eitrinu. Peptíðið er þegar vel þekkt fyrir bakteríudrepandi áhrif og hægt að framleiða það í rannsóknastofum.

 

Bóluefni helmingar hættu á langtímaveikindum

Þriðjudagur 7. september 2021

 

Ef þú veikist af Covid-19 er hætta á langtímaáhrifum tvöfalt meir ef þú hefur ekki fengið fulla bólusetningu.

 

Þetta sýnir ný rannsókn á upplýsingum um meira en 1,2 milljónir Breta.

 

Ríflega 10% þeirra sem ekki voru bólusettir fundu enn fyrir einkennum 28 dögum eftir jákvæða greiningu, en það gilti aðeins um 5% fullbólusettra.

 

Langtímaveikindi geta verið afar mismunandi en algeng einkenni eru þreyta, sársauki, öndunarerfiðleikar, vöðvaeymsli, minnkað bragð- og lyktarskyn og/eða einbeitingarörðugleikar.

 

Áður hafa vísindamenn sýnt fram á að bóluefnin koma einnig í veg fyrir andlát og mikil veikindi og færri bólusettir þurfa innlögn á sjúkrahús.

 

Móðurmjólk bólusettra verndar kornabörn

Fimmtudagur 2. september 2021

 

Ungbarnamæður um allan heim hafa haft af því áhyggjur að barnið smitist af Covid-19. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar er því lýst hvernig mótefni gegn bólusettrar móður geti ratað til barnsins gegnum móðurmjólkina og þannig veitt því vörn gegn sjúkdómnum.

 

Spænskir vísindamenn standa að þessari rannsókn, en þeir greindu brjóstamjólkina hjá hópi kvenna sem allar höfðu verið bólusettar með mRNA-bóluefninu frá Pfizer-BioNTech og voru með börn sín á brjósti. Hver kona var látin skila þremur sýnum: eitt var tekið tveimur vikum eftir að móðirin hafði fengið fyrri sprautuna, annað tveimur vikum eftir seinni sprautuna og hið þriðja fjórum vikum eftir seinni sprautu.

 

Strax í fyrstu sýnunum, þeim sem voru tekin eftir fyrri sprautuna, fundu vísindamennirnir mótefni og í tveimur síðari sýnunum reyndust mótefni hafa aukist. Þetta þýðir sem sagt að móðurmjólkin – auk annarra þekktra heppilegra áhrifa – getur líka veitt vörn gegn Covid-19 ef móðirin er bólusett.

 

Vísindamennirnir benda sjálfir á þann veikleika í rannsókninni að hún náði einungis til lítils hóps og aðeins eins bóluefnis. En samsvarandi bandarísk rannsókn, birt á nánast sama tíma, sýnir sömu niðurstöður.

 

© suprabhat / Shutterstock

WHO: Hættið örvunarskömmtum, sendið bóluefni til þróunarlanda í staðinn

Föstudagur, 10. ágúst, 2021

 

Á blaðamannafundi miðvikudaginn 4. ágúst hvatti Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdarstjóri WHO, alþjóðasamfélagið að hætta svokölluðum örvunarskömmtum.

 

Nokkur lönd – þar á meðal Ísrael, Bretland, Frakkland og Ísland – eru þegar byrjuð eða eru að skipuleggja þriðja skammt bóluefnis gegn kórónaveirunni fyrir viðkvæma íbúa. Bandaríkin hafa nýlega keypt 200 milljón skammta af bóluefni frá Pfizer / BioNTech og bandarísk yfirvöld íhuga nú hvort þau eigi einnig að bjóða upp á þriðja skammt bóluefnis.

 

Að sögn nokkurra sérfræðinga – og bóluefnisframleiðendanna sjálfra – eru bæði vísbendingar og þörf fyrir þriðju sprautuna.

 

En Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin biður þess í stað ríku löndin um að taka ábyrgð á heimsvísu og senda skammtana til fátækari ríkja sem enn eiga langt í land með að láta bólusetja þegna sína. Í maí höfðu þróuð ríki bólusett að meðaltali 50 af hverjum 100 íbúum á meðan þróunarlöndin höfðu aðeins bólusett um um eitt og hálft prósent.

 

WHO telur mikilvægt fyrir bæði alþjóðasamfélagið sem og einstök lönd að heilbrigðisstarfsmenn, aldraðir og viðkvæmir verði bólusettir eins fljótt og auðið er. Sérfræðingar vara við því að á meðan stór hluti jarðarbúa séu ekki bólusettir gætu ný afbrigði komið upp og breiðst hratt út eins og Delta afbrigðið hefur sýnt og sannað.

 

Markmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er að öll ríki heims hafi bólusett 10 prósent íbúa í lok september.

 

Vísindamenn: Blöndun bóluefna eflir ónæmisvarnir

Mánudagur 21. júní 2021

 

Vegna bóluefnaskorts hafa sumir þurft að sætta sig við annað bóluefni í seinni umferðinni. En það er ekki endilega neitt verra samkvæmt nýrri rannsókn. Þetta hefur meira að segja reynst svo vel að á Spáni er nú leyft að nota tvö mismunandi bóluefni.

 

Ástæðu betri varnar segja vísindamenn þá að bóluefnin virka ekki eins. Styrkleikar mRNA-bóluefnanna, t.d. frá Pfizer/BioNTech og Moderna eru aðrir en styrkleikar hefðbundnari bóluefna á borð við AstraZeneca og Jansen.

 

Að sögn vísindamanna hjá Charité-sjúkrahúsinu í Berlín eru mRNA-bóluefnin öflugri í að kalla fram varnir í formi mótefna en bóluefni á borð við AstraZeneca henta betur til að virkja T-frumur ónæmiskerfisins.

 

Fyrstu niðurstöður benda sem sagt til að blanda af Pfizer/BioNTech og AstraZeneca sé að minnsta kost jafn góð og tveir skammtar af Pfizer/BioNTech. Hvort aðrar blöndur séu jafn áhrifaríkar er enn óþekkt.

 

Nýtt bóluefni veldur vonbrigðum

Fimmtudagur 17. júní 2021

 

Ný rannsókn á bóluefni þýska fyrirtækisins CureVac veldur vonbrigðum. Rannsóknin náði til 40.000 einstaklinga og a.m.k. 13 afbrigða af veirunni.

 

Fyrstu niðurstöður sýna að bóluefnið veiti aðeins 47% vörn gegn veirunni sem er undir hinu tölfræðilega 50%-viðmiði. Til samanburðar er vernd Moderna og Pfizer-bóluefnanna allt að 95%.

 

CureVac er nú í síðasta fasa rannsóknanna og fyrirtækið hefur ekki enn sótt um leyfi.

 

Þótt niðurstöðurnar valdi vonbrigðum er ekki þar með sagt að bóluefnið verði ekk notað. Í mörgum löndum getur orðið mikil þörf fyrir bóluefnið þrátt fyrir svo takmarkaða vörn.

 

Vísindamenn: Væg veikindi geta líka valdið langvarandi ónæmi

Föstudagur 11. júní 2021

 

Vísindamenn hafa hallast að því að fólk sem veikst hefur alvarlega af Covid-19 fái ónæmi sem endist lengur. Ástæðan er sú að hjá þessum sjúklingum hefur sést mjög öflugt ónæmissvar eftir veikindin.

 

Hvort hið sama gildir um fólk sem fékk vægari einkenni hefur verið óljóst þar eð í rannsóknum hefur ekki sést jafn öflugt ónæmissvar hjá því fólki.

 

Nú benda nýjar rannsóknarniðurstöður til þess að mildari sjúkdómseinkenni geta líka leitt til langvarandi ónæmis.

 

Vísindamennirnir fundu nefnilega ónæmisfrumur af þeirri gerð sem sjá fyrir langvarandi ónæmi í beinmerg fólks sem fengið hafði væg einkenni. Þar liggja þessar frumur nánast í dvala og framleiða lágmarksmagn mótefna þar til veirunnar verður aftur vart.

 

Fræðilega séð mælir ekkert gegn því að þessar frumur geti haldið áfram að framleiða mótefni alla ævi en ennþá er ekki ljóst hvort það gildir um kórónuveiruna.

 

Nýjar rannsóknir: Ofurefni gegn kórónuveiru í grænu tei

Mánudagur 7. júní 2021

Vísindamenn hjá Swansea-háskóla í Wales hafa fundið efni sem mögulega gæti gagnast gegn Covid-19.

 

Vísindamennirnir notuðu gervigreindarforrit til að rannsaka ýmis náttúruefni í þeim tilgangi að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn kórónuveirunni.

 

Þannig fundu vísindamennirnir efnið epigallokatekín sem er að finna í grænu tei og er áhrifaríkt í baráttunni við SARS-CoV-2.

 

Enn eiga þeir þó eftir að finna svör við því hve mikið magn þarf til og hvort heppilegra er að nota efnið í fyrirbyggjandi tilgangi eða beinlínis til lækninga.

 

Eitt er þó víst: Ef nánari rannsóknir uppfylla þessar væntingar verður epigallokatekín bæði ódýr og aðgengileg aðferð í baráttunni við Covid-19.

 

Fjöldabólusetning útrýmir Covid-19

Fimmtudagur 3. júní 2021

Tilraun með fjöldabólusetningu í brasilískum smábæ hefur sýnt að ef flestir hinna fullorðnu eru bólusettir, deyr sjúkdómurinn út. Bóluefnið þarf ekki einu sinni að vera eitt hinna áhrifaríkustu á markaðnum.

Á blaðamannafundi í Serrana í miðhluta Brasilíu tilkynntu yfirvöld að um þrír fjórðu af fullorðnum íbúum bæjarins hefðu í vor fengið bólusetningu með kínverska bóluefninu CoronaVac.

 

Áhrifin reyndust gríðarleg: Síðan bólusetningar hófust hafði nýjum smitum fækkað um 80%, sjúkrahúsinnlögnum um 86% og dauðsföllum um 95%.

 

Árangur þessarar tilraunar er sá að ríflega 45.000 íbúar bæjarins lifa nú í Covid-frírri vin á miðju erfiðasta faraldurssvæði heims.

 

Þessi árangur er líka áhugaverður vegna þess að bóluefnið veitir „ekki nema“ 65% vörn. Pfizer/BioNTech og Moderna-bóluefnin skila hins vegar allt að 95% vörn.

 

Af því ætti að mega álykta að fjöldabólusetningar með þeim bóluefnum yrðu enn áhrifaríkari.

 

 

Tannburstinn heldur covid-19 niðri

 

Góð tannhirða kemur í veg fyrir holur í tönnumi, tannholdsbólgu, andfýlu – og getur einnig komið í veg fyrir alvarleg veikindi einstaklings sem smitast af covid-19.

 

Rannsókn breskra, bandarískra og suður-afrískra vísindamanna sýnir að slæmar tennur og tannholdsblæðingar geta veitt vírusnum óheftan aðgang að blóðrásinni strax í munnholinu í stað þess að þurfa að fylgja öndunarveginum að lungum.

 

Úr munnholinu getur kórónavírusin flust með blóðinu í lungun og aukið verulega hættuna á alvarlegum – hugsanlega banvænum – einkennum sjúkdómsins.

 

Vísindamenn telja að uppgötvun þeirra gæti bjargað mannslífum. Ódýr, einföld úrræði eins og tannburstun og munnskol mun á heimsvísu geta fækkað fórnarlömbum kórónaveirunnar.

 

Fyrr á þessu ári birtu egypskir vísindamenn rannsókn sem benti einnig á tengsl milli lélegrar munnhirðu og alvarlegra tilfella af covid-19.

 

 

Börn og ungmenni smita mest

 

Fyrir rúmu ári var kínverska borgin Wuhan miðja Covid-19. Nú hafa vísindamenn skoðað öll skráð tilfelli í borginni frá 2. desember 2019 til 18. apríl 2020 til að kortleggja hvernig vírusinn dreifðist og kom í ljós að börn voru helstu smitberarnir.

 

Rannsóknin náði til 27.101 heimila með alls 87.159 smitaða. Ef ungbörn yngri en eins árs eru ekki tekin með þá voru börn allt að 13 ára þau sem sjaldnast höfðu einkenni Covid-19.

 

En tölurnar sýndu einnig að fólk allt að tvítugu smitaði mest. Einstaklingar yngri en 20 ára voru 60% líklegri til að smita aðra en einstaklingur eldri en 60 ára.

 

Skýringin er sú að yngra fólk er oftar en ekki heilbrigðir smitberar, einkennalausir en smita einstaklinga nálægt sér.

 

Víðast hvar í heiminum eru börn og unglingar ekki bólusett vegna þess að bóluefnin hafa ekki verið prófuð í þessum aldurshópi og eins vegna þess að þau verða sjaldan alvarlega veik. Hins vegar gæti þurft að endurskoða þessa nálgun ef aldurshópurinn smitar hlutfallslega meira frá sér.

 

 

Ný rannsókn: Verulega aukin hætta á stinningarvandamálum eftir kórónuveirusmit

 

COVID-19 eykur hættuna á stinningarvandamálum allt að sexfalt. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar frá Tor Vergata háskólanum í Róm þar sem skoðuð voru tengsl getuleysis og kórónu.

 

Samkvæmt vísindamönnunum geta stinningarvandamál verið bæði tímabundið vandamál og eins langtíma eftirköst eftir veikindin.

 

Tengslin milli getuleysi og kórónu er trúlega vegna getu veirunnar til að ráðast á æðar líkamans.

Rishæfileikinn er nefnilega háður blóðflæði frá heilbrigðum æðum.

 

Til að komast að því hversu langvinnt getuleysi gæti verið  hafa vísindamenn frá Miami háskóla kannað hvort SARS-COV-2 sé í getnaðarlimnum.

 

Hingað til hafa vísindamenn fundið ummerki eftir SARS-CoV-2 allt að átta mánuðum eftir smit.

 

 

Einn skammtur af COVID-19 bóluefni dregur úr smitum á heimilinu um 50%

 

Smit á heimilum er ein stærsta uppspretta smits þar sem náin snerting gerir það erfitt að forðast kórónuveiruna.

 

En nú sýnir ný rannsókn að ef þú smitast þremur vikum eftir að þú fékkst fyrsta skammt bóluefnis eru 50% minni líkur á að dreifa sjúkdómnum til hinna óbólusettu á heimilinu.

 

Rannsóknin byggir á yfir 57.000 manns frá 24.000 heimilum í Bretlandi, þar sem kórónasmit var staðfest hjá einstaklingi sem hafði fengið bólusetningu og borið saman við eina milljón manns með óbólusett kórónutilfelli.

 

Við vitum nú þegar er að fyrsti skammtur bóluefnis kemur í veg fyrir dauða og sjúkdóma en þessi rannsókn gæti jafnvel verið sú fyrsta sem sýnir fram á að bóluefnin koma líka í veg fyrir að smit breiðist út.

 

Flensusmitum fækkaði um 98% í faraldrinum

 

Fimmtudagur 4. febrúar 2021

Meira en 100 milljónir hafa smitast af kórónuveirunni en faraldurinn hefur komið í veg fyrir að miklu fleiri fengju venjulega inflúensu.

 

Í nýjustu skýrslu heilbrigðisyfirvalda ESB er fækkun inflúensutilvika talin vera 98% í samanburði við sama tímabil ári fyrr og í BNA nemur fækkunin heilum 99%.

 

Í venjulegu árferði veikjast um 5-10% alls fólks af inflúensu eða um 400-800 milljónir. Um 5 milljónir þarf árlega að leggja inn á sjúkrahús vegna veikindanna og um 500.000 látast.

 

Þessi mikla fækkun leiðir af sér að allt að 790 milljónir fá EKKI inflúensu á hinu árlega flensutímabili.

 

Skýringarnar eru þær að reglur um grímunotkun, fjarlægð og handþvott sem innleiddar voru til að hindra útbreiðslu Covid-19, draga líka úr dreifingu hefðbundinnar inflúensu.

Ný uppgötvun: Sérstakt lyf dregur úr dánartíðni meðal sykursjúkra

 

Fimmtudagur 28. janúar 2021

 

Bandarískir vísindamenn hjá Alabamaháskóla skoðuðu afdrif Covid-sjúklinga með sykursýki en sjúkdómurinn eykur hættuna á alvarlegum veikindum og dauða.

 

Niðurstöðurnar komu nokkuð á óvart og sýndu marktækt lægri dánartíðni hjá þeim sem fengu lyfið metformin en meðal þeirra sem fengu önnur lyf.

 

Nákvæmlega tiltekið var dánartíðnin 11% hjá þeim sem fengu metformin en 24% hjá þeim sem fengu önnur lyf. Aðrir þættir, svo sem kyn, aldur, kynþáttur, þyngd eða undirliggjandi sjúkdómar á borð við of háan blóðþrýstings reyndust ekki skipta máli í samhenginu.

 

Vísindamennirnir segja áhrifin geta stafað af bólgueyðandi og blóðþynnandi áhrifum lyfsins. Til að raunverulega megi draga slíkar ályktanir þarf þó frekari rannsóknir.

Útreikningar: Þess vegna eru meira smitandi afbrigðin hættulegri en þau banvænni

 

Miðvikudag 27. janúar 2021

 

Veirur stökkbreytast og verða þá stundum meira smitandi eða banvænni.

 

Verst er auðvitað ef veiran verður bæði meira smitandi og banvænni.

 

Nýju kórónuveiruafbrigðin sem kennd eru við England, Rúmeníu og Suður-Afríku eru almennt meira smitandi og það veldur miklum vanda þar eð ef fleiri smitast leiðir það á endanum til fleiri andláta.

 

En það er hægt að nota stærðfræðina til að reikna út hve margir munu deyja eftir t.d. einn mánuð ef smithæfni og drápshæfni veirunnar eykst.

 

Dæmi:

Ef 10.000 smitast á tilteknum degi munu þeir innan 6 daga smita út frá sér þar eð þeir taka að smita aðra eftir 4-6 daga.

 

Þetta þýðir að á einum mánuði berst smit í 5 umferðum. Það gerist sem sagt 5 sinnum á tímabilinu að smitaðir smita út frá sér.

 

Hjá WHO er álitið að dánartíðni af völdum Covid-19 sé á bilinu 0,3-1%. Ef smitstuðullinn er 1,1 (hver smitberi smitar að meðaltali 1,1) og dánartíðnin 0,8% lítur reikningsdæmið svona út:

 

(Fjöldi upphaflegra smita x smitstuðullinn ^5 x 0,8%)

 

Samkvæmt formúlunni deyja 129 þeirra sem hafa smitast eftir einn mánuð.

 

Bólusetningahlé geta leitt af sér nýjar stökkbreytingar

 

Föstudagur 22. janúar 2021

 

Skortur á bóluefni hefur orðið til þess í mörgum ríkjum að menn fylgja leiðbeiningum framleiðenda ekki alveg nákvæmlega og það gæti leitt af sér að nýjar og hættulegar stökkbreytingar á veirunni komi fram.

 

Þau bóluefni sem nú eru tiltæk á að gefa í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili en til að geta byrjað að bólusetja sem allra flesta velja heilbrigðisyfirvöld, t.d. í Bretlandi að nýta þá skammta sem berast þannig að sem flestir fái fyrri sprautuna.

 

Þegar allt bóluefnið er notað í fyrri sprautuna leiðir það til þess að enginn fái seinni sprautuna eftir þrjár vikur sem þó er forsenda þess að bóluefnið virki.

 

Þessi aðferðafræði getur reynst mjög hættuleg. Þeirrar skoðunar er t.d. veirufræðingurinn Paul Bieniasz hjá Rockefellerháskóla í BNA. Hann telur hálfbólusett fólk verða eins konar gangandi veiruverksmiðjur. Fólkið geti sjálft verið einkennalaust en þó veitt veirunni kjöraðstæður til að stökkbreytast í ný afbrigði sem núverandi bóluefni ráði ekki við.

 

Ótti veirufræðingsins fær stuðning í rannsókn sem læknar gerðu á sjúklingi með langvarandi – og á endanum banvæna – Covidsýkingu. Læknarnir sáu að veiran stökkbreyttist á ógnarhraða í sjúklingnum.

Vísindamenn: Vítamínskortur tengist alvarlegum veikindum

 

Fimmtudagur 14. janúar 2021

 

Í danskri rannsókn hefur komið í ljós að sjúklingar sem dóu úr Covid-19 höfðu í sér minna k-vítamín en aðrir. Þessi niðurstaða kemur í kjölfar svipaðrar hollenskrar rannsóknar sem benti í sömu átt í ágúst 2020.

 

Dönsku vísindamennirnir rannsökuðu 138 innlagða Covidsjúklinga og 140 heilbrigða sem samanburðarhóp. Niðurstöðurnar sýndu marktækt minna k-vítamín í sjúklingunum en í samanburðarhópnum. Þeir 43 sjúklingar sem að lokum dóu úr sjúkdómnum höfðu enn minna k-vítamín en aðrir.

 

Enn er óvíst hvers vegna samhengi finnst milli k-vítamíns og alvarleika Covid-19. Dönsku og hollensku læknarnir benda þó á að k-vítamín kunni að eiga þátt í að styrkja einhverjar af þeim trefjum sem veiran ræðst á í lungnavefnum.

 

Vísindamennirnir leggja áherslu á að óvíst sé hvort k-vítamínskortur var til staðar áður en sjúklingarnir veiktust eða hvort Covid-19 kynni að valda þessum skorti. Þeir hvetja því ekki til þess að fólk taki aukaskammta af k-vítamíni. Of mikið magn getur nefnilega verið skaðlegt.

 

K-vítamín er að finna í grænmeti, svo sem spínati, grænkáli, spergilkáli, klettasalati o.fl.

 

Danska rannsóknin hefur enn ekki verið ritrýnd.

9 af 10 lifa af: Stofnfrumur lækna alvarleg tilvik

 

Þriðjudagur 12. janúar 2021

 

Stofnfrumur úr naflastreng geta dregið úr hættunni á að deyja vegna laskaðrar öndunargetu meðal illa haldinna Covidsjúklinga.

 

Í lítilli tilraun með 24 veiklaða sjúklinga á tveimur sjúkrahúsum í Flórída tókst vísindamönnum frá Miamiháskóla að bjarga 91% af þessum sjúklingum með því að sprauta 200 milljón stofnfrumum í hvern og einn. Í samanburðarhópnum lifðu aðeins 43%.

 

Jafnframt voru þeir sjúklingar sem fengu stofnfrumur fljótari að ná sér en aðrir sem veiktust alvarlega af Covid.

 

Stofnfrumur úr naflastreng eru þekktar fyrir að draga úr bólgum og koma reglu á ónæmiskerfið. Vísindamennirnir telja að stofnfrumurnar hafi hindrað svonefndan cýtókínstorm í Covidsjúklingunum en það fyrirbrigði lýsir sér í því að ónæmiskerfið bregst allt of harkalega við með offramleiðslu hormóna.

 

Dr. Camillo Ricordi yfirmaður frumugræðslumiðstöðvar Miamiháskóla upplýsir að í einum naflastreng sé nóg af stofnfrumum til að meðhöndla 10.000 sjúklinga.

 

Næsta skref verður að útvíkka rannsóknina og skoða áhrifin á sjúklinga sem enn eru ekki hættulega veikir en eiga mjög alvarleg veikindi á hættu.

Pfizer og BioNtech-bóluefni virkar gegn enska afbrigðinu

 

Föstudagur 8. janúar 2021

 

Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNtech upplýsa að enska veiruafbrigðið N5O1Y valdi ekki vandræðum í tengslum við bóluefnið.

 

Afbrigðið hefur breiðst hratt út frá Bretlandi til Norðurlandanna og er allt að 70% meira smitandi en eldri afbrigði.

 

Bóluefnið hefur fengið bráðabirgðaviðurkenningu ESB og Reuters hafði eftirfarandi eftir einum yfirmanna Pfizer:

 

„Við höfum prófað 16 mismunandi stökkbreytt afbrigði og ekkert þeirra hefur marktæk áhrif á virkni bóluefnisins. Það eru góðar fréttir.“

 

Þetta slær þó ekki á áhyggjur manna af stökkbreytingu sem fannst í Suður-Afríku og kallast E484K sem nú þarf að rannsaka nánar með tilliti til virkni bóluefnisins.

Kopar drepur veiruna á einni mínútu

 

Miðvikudagur 6. janúar

 

Það þarf ekki annað en að snerta hurðarhún, handrið eða lyftuhnapp til að smitast af Covid-19. Á slíkum yfirborðsflötum sem margt fólk snertir daglega, getur veiran lifað í langan tíma og þetta getur t.d. valdið hópsýkingu á sjúkrahúsi eða elliheimili.

 

Þessari smitleið mætti þó loka með því að nota kopar í staðinn fyrir plast eða stál í handföng, höldur og hnappa. Ný rannsókn leiðir í ljós að kórónuveiran verður óvirk eftir eina mínútu á kopar en líftími hennar á plasti eða tré getur verið margar klukkustundir eða jafnvel margir dagar.

 

Sýklaeyðandi eiginleikar kopars, silfurs og gulls eru vel þekktir en það kemur á óvart að kopar skuli hafa svo afgerandi áhrif á einmitt kórónuveiruna. Uppgötvunin hefur tæpast neina afgerandi þýðingu varðandi faraldurinn sem nú gengur yfir en gæti haft áhrif á efnisval í framtíðarbyggingar og endurbætur á húsum.

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Maðurinn

Hvað veldur dauðastjarfa?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

3

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

4

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

5

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

6

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

3

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

4

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

5

Maðurinn

Hvað veldur dauðastjarfa?

6

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Hér lifa hættulegustu marglyttur heims

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Tækni

Ný tækni getur bjargað milljónum frá jarðskjálftum

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Ást er eintóm efnafræði

Allt frá spennunni sem fylgir daðri, yfir í vímuna sem fylgir því að vera ástfanginn og yfir í öryggi sambúðarinnar. Hverju stigi ástarinnar er stjórnað af tilteknum heilastöðvum og hormónum. Nútíma skimunaraðferðir gera kleift að skyggnast inn í heilann á meðan ósköpin bresta á og nú eru vísindamenn langt komnir með að leysa gátuna um efnafræði ástarinnar.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.