Náttúran

DNA steingervinga greint með nýrri aðferð

Þannig geta vísindamenn ákvarðað skyldleika útdauðra tegunda

BIRT: 04/11/2014

Kristallar með vel varðveittu erfðaefni í steinrunnum beinaleifum glæða nú vonir um að hægt verði að ákvarða skyldleika milli löngu horfinna dýra og manna af mikilli nákvæmni.

 

Yfirleitt er erfðaefnið fljótt að brotna niður í rotnunarferlinu en nú hafa vísindamenn, m.a. hjá Weizmann-vísindastofnuninni í Ísrael uppgötvað að erfðaefni finnst einnig í steinefnakristöllum sem myndast í beinum.

 

Þessa kristalla er bæði að finna í beinum sem ekki hafa náð að brotna niður og steinrunnum beinum.

 

Þessir kristallar standast afar vel áverka og eru þolnir gagnvart efnaferlum og erfðaefnið er því vel varið innan í þeim

 

Vísindamennirnir möluðu steinrunninn bein niður í fíngerðan salla og sem þeir síðan meðhöndluðu með natríumhýpóklóríði – afar kröftugu efni sem eyðileggur því nær allt lífrænt efni.

 

Eftir þessa óblíðu meðhöndlun beinasallans gátu þeir tínt upp úr honum erfðaefni sem var nægilega heillegt til greiningar.

 

Uppgötvun erfðaefnis í þessum ódrepandi kristöllum boðar góð tíðindi fyrir steingervingafræðingana.

 

Í fyrsta lagi sannar þetta að unnt er að finna og einangra DNA í steingerðum beinum og í öðru lagi er ljóst að þetta erfðaefni er alveg ómengað af erfðaefni úr öðrum lífverum, t.d. bakteríum.

 

Þess háttar mengun sest utan á beinin og hverfur við þessa harkalegu meðhöndlun.

 

Nú telja vísindamennirnir að með nýju aðferðinni megi varpa ljósi á langferðir mannkyns og t.d. afla upplýsinga um útbreiðslu farsótta á grundvelli erfðaefnis í fornum beinaleifum.

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is