DNA-tæki kæfir krabbaæxli

Nýtt tæki, gert úr DNA-strengjum, getur leitað uppi krabbameinsæxli og drepið þau með því að mynda blóðtappa, sem loka fyrir blóðstreymi til æxlisins.

BIRT: 21/11/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Krabbameinsæxli eru háð því að til þeirra berist blóð. Án blóðstreymis myndu þau visna upp og deyja.

 

Þess vegna hafa vísindamenn hjá ríkisháskólanum í Arizona í BNA og Nanóvísinda- og tæknimiðstöð Kína þróað eins konar vitvél, sem á sér alveg skýrt markmið – að kæfa æxli með því að stöðva blóðflæði til þess.

 

Tækið er þróað á mjög sérstæðan hátt – með því að láta DNA-strengi forma sig í þá lögun sem vísindamennirnir óska.

 

Í þessu tilviki er byggingarlagið rörformað og í því er hleðsla af ensíminu thrombíni. Ensímið er að finna í mannslíkamanum og gegnir þar því hlutverki að leyfa blóði að storkna, t.d. þegar sár opnast.

Þrívíddarmynd af dna-vélinni

Nanósendill séður ofan frá. Í hringunum má sjá hleðslu thrombínsameinda.

Sendlar berast um blóðrásina

Þessum örsmáu DNA-sendlum er sprautað í blóðrásina og þau berast síðan með blóðinu um líkamann þar til þau finna einkennin sem þeim er ætlað að bregðast við.

 

Krabbafrumur gefa frá sér sérstakt prótín, nucleolín, sem ekki er að finna í heilbrigðum frumum.

 

DNA-strengir tækisins binda sig við prótínið og þegar sú tenging er orðin að veruleika, losar tækið thrombínhleðsluna.

 

Ensímið virkjar storknunarefni í blóðinu  og skapar blóðtappa, sem lokar fyrir blóðstreymi til æxlisins.

 

Lofa góðu

Vísindamennirnir hafa reynt þessa tækni á músum með krabbameinsæxli og náð góðum árangri. Eftir 24 tíma höfðu DNA-sendlarnir fundið æxlin og voru byrjuð að mynda blóðtappa. Í þremur af átta músum hurfu æxlin alveg.

 

Tilraunirnar sýndu að auki að aðferðin virkar gegn brjóstakrabba, lungnakrabba, fæðingarblettakrabba og krabbameini í eggjastokkum.

BIRT: 21/11/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is