Náttúran

Dómsdagur leynist neðanjarðar

Ofureldstöðvar er að finna um mest alla jörðu. Úr þessum risavöxnu kvikuþróm gýs aðeins á 100.000 ára fresti og fyrir það ber okkur að vera þakklát. Ofureldgosin gætu nefnilega orðið völd að hamförum um gjörvallan heim.

BIRT: 11/06/2023

 

Ekkert virðist óeðlilegt þegar horft er yfir 100 km langt og 30 km breitt Toba-stöðuvatnið á eynni Súmötru í Indónesíu. Undir spegilsléttu yfirborði stöðuvatnsins leynast hins vegar ofureldstöðvar sem ollu kælingu á allri jörðinni fyrir hartnær 75.000 árum.

 

Á aðeins tveggja til þriggja vikna tímabili þeyttust um 2.800 rúmkílómetrar af gosefnum út í loftið en það magn svarar til massans í tveimur Everest fjöllum.

 

Öskumagnið eitt og sér hefði nægt til að þekja allt Ísland með 10 metra þykku öskulagi.

 

Til allrar hamingju eru slík eldgos einkar sjaldséð en vísindamenn áætla að ofureldstöðvar gjósi á einungis 100.000 ára fresti.

 

Hugsanlega þurfum við brátt að fara að búa okkur undir nýjar hamfarir af völdum þessara dómsdagseldstöðva en nýjustu rannsóknir gefa til kynna að hættulegustu ofureldstöðvar heims séu farnar að láta á sér kræla.

 

Gos myndi myrkva allan heiminn

Ofureldstöðvar eru frábrugðnar hefðbundnum eldstöðvum að því leyti að þeim tengjast geysimiklir eldgígar lengst niðri í jörðu. Þess vegna verða gos úr ofureldstöðvum oft svo öflug að þær sprengja sjálfar sig í loft upp og skilja oft einungis eftir sig gíg með vatni í.

 

Slíkar ofureldstöðvar er að finna um allan heim en alls er vitað um 27 ofureldstöðvar á jörðinni.

 

Stærstu ofureldstöðvarnar eru djúpt í jörðu undir Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Þar gaus síðast fyrir 640.000 árum.

 

Öskuský og brennisteinssýra orsaka dauða og eyðileggingu 

Hættulegasta vopn ofureldfjalla er aska og brennisteinn sem kunna að myrkva himininn og loka úti geisla sólarinnar. Eldgos getur valdið skyndilegri hitastigslækkun jarðar svo árum skiptir.

Öskuský lokar úti sólargeislana

Öskustrókur rís upp úr eldgígnum og dreifist með vindinum. Öskuskýið myrkvar himininn og lokar fyrir sólargeislana.

Brennisteinssýra berst um allan heim með vindröstunum

Brennisteinsagnir breytast í brennisteinssýru, loftsvif, í háloftunum og dreifast þaðan um allan heim með vindröstum.

Loftsvif lækkar hitastig jarðar

Loftsvif endurkastar sólarljósi frá jörðu og veldur u.þ.b. tíu gráðu lækkun meðalhita. Brennisteinsmagnið veldur súru regni, mengun jarðar og vatnsforðans næstu 20-50 árin. Aska, súrt regn og kuldi deyða plöntur og dýr.

 

Eldfjöll eru flokkuð eftir sprengivirkni sinni á svonefndum VEI-kvarða (ens.: Volcano Explosivity Index). Kvarðinn er á bilinu núll til átta og eldfjöll sem gjósa á kvarðanum sjö til átta flokkast sem ofureldfjöll.

 

Vísindamenn greinir á um hvað leysi úr læðingi eldgos úr ofureldfjöllum en ýmsar kenningar renna stoðum undir að gos verði þegar þrýstingur minnkar í loftinu yfir neðanjarðareldstöðvum og jarðhræringar dvína, þannig að kvikan hafi fyrir vikið greiða leið upp.

 

Af hverju eru ofureldfjöll hættuleg?

Þegar gos verður í ofureldfjalli dælir það minnst 1.000 rúmkílómetrum af kviku úr iðrum jarðar og allt að 25 km háir öskustrókar þeytast upp í loftið.

 

Í þessum loftlögum eru heiðloftin og þaðan geta öskuagnir, svo og eitraða lofttegundin brennisteinstvíoxíð, breiðst út.

 

Þar sem ekki er um mikla úrkomu að ræða úr svo háum loftlögum, getur gosefnið svifið um í langan tíma og breiðst um allan hnöttinn með vindröstum. Þetta getur orðið áhrifaríkt fyrir loftslagið.

 

Loftsvif brennisteinstvíoxíðs, þ.e. örsmáir brennisteinssýrudropar, geta varðveist í andrúmsloftinu svo árum skiptir og þar sem þeir endurspegla sólargeisla, kemst sólarljósið ekki til jarðar. Afleiðingin birtist í gríðarlegri hitastigslækkun.

 

Gos úr ofureldstöðvum hefur sérlega mikil áhrif á loftslagið þegar það á sér stað á hitabeltissvæðum.

 

Þar er ekki nóg með að gosefnið geti endurkastað miklu magni sólarljóssins, heldur breiðist efnið jafnframt auðveldlegar bæði til norður- og suðurhvelsins og samanlögð áhrifin lýsa sér í aukinni kælingu.

 

Síðustu ofureldgosin

Fyrir 26.500 árum: Taupo-eldfjallið á norðurey Nýja-Sjálands

 

Fyrir 76.000 árum: Toba stöðuvatn, Súmötru, Indónesíu

 

Fyrir 340.000 árum: Taupo- eldfjallið, á norðurey Nýja-Sjálands

 

 

Hamfarir hugsanlegar á Ítalíu

Lengst undir milljónaborginni Napólí leynast ofureldstöðvarnar Campi Flegrei. Síðast gaus úr eldstöðvunum árið 1538 og gosið varð ekki meira en svo að það hafði ekki hnattrænar hitastigsbreytingar í för með sér.

 

Campi Flegrei táknar „brennandi akra“ á forngrísku og ef marka má ítalska vísindamenn er hætt við að allt geti farið í bál og brand á Ítalíu, já og raunar víða um heim innan tíðar, af völdum þessara blundandi eldstöðva.

 

Campi Flegrei er ofureldfjall sem þekur u.þ.b. 13 km stórt svæði með um 24 gígum. Einn gíganna er Solfatara di Pozzuoli, sem spúir oft gufu og brennisteinslofttegundum .

Allar götur frá því um miðja 20. öld hefur eldfjallið sýnt þess merki að það sé að vakna af dvala og árið 2005 mældu vísindamenn við jarðfræðistofnun háskólans í Bólogna á Ítalíu aukinn þrýsting í kviku ofureldfjallsins.

 

Aukist þrýstingurinn til muna er hætt við að lokið yfir neðanjarðareldstöðvunum skjótist upp eins og korktappi og leysi úr læðingi öflugt gos sem hafi afleiðingar um allan heim.

 

„Við viljum vekja athygli á því að kvikan í Campi Flegrei kann að vera komin á það stig að gasþrýstingurinn sé við hættumörk. Þetta ferli kann að hafa í för með sér eldgos“, ritaði einn fremsti eldfjallafræðingurinn, Giovanni Chiodini, í grein sem birtist í hinu viðurkennda tímariti Nature árið 2016.

 

Vísindamenn greinir á um hvenær hugsanlegt eldgos kunni að hefjast. Það gæti orðið eftir nokkra áratugi eða eftir mörg hundruð ár.

 

Eitt er þó víst og það er að viturlegt þykir að fylgjast grannt með ofureldfjallinu til þess að ekki einvörðungu Ítalía, heldur jafnframt gjörvallur heimurinn, geti búið sig undir hugsanlegan eldfjallavetur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

Shutterstock

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.