Náttúran

Drápsvespur: Öll Evrópa í hættu – „Éta nánast hvað sem er“

Evrópskar hunangs­bý­flugur eru undir árás frá asískum risa­vespum. En bý­flugurnar hafa fengið liðs­auka fræði­manna sem fyrir­huga bæði efna­hernað og loft­á­rásir gegn kvikindunum.

BIRT: 14/01/2024

Í Asíu hafa smá­vaxnar hunangs­bý­flugur lært að um­kringja vespurnar svo þétt að líkams­varmi bý­flugnanna drepur ó­vininn. En evrópskar hunangs­bý­flugur hafa ekki enn­þá lært þessa list.

 

Ár­lega verða vespur um 10 manns að bana í Frakk­landi.

 

Fimm dráps­vespur geta drepið um 1000 hunangs­bý­flugur á degi hverjum

 

Dráps­vespurnar drepa bý­flugurnar með því að bíta höfuðið af þeim fyrst en, síðan er flugan hlutuð öll í sundur. Bý­flugurnar verða ráð­þrota og veita engar varnir.

 

 

Skæð inn­rás

Fyrir réttum ára­tug hélt ó­vinurinn í fyrsta sinn inn yfir landa­mæri Frakk­lands. Að líkindum var hann að­eins ein stök vespu­drottning sem kom með gáma­skipi frá Kína. En þegar árið 2005 var ljóst að skæð inn­rás var hafin. Þessi eina drottning hafði fjölgað sér í fjöl­margar ný­lendur sem höfðu sest að á svæðinu í kringum Bor­deaux.

 

 

Venju­legar evrópskar hunangs­bý­flugur urðu skjótt fórnar­lömb inn­rásar­hersins því asíska vespan er skil­virkur drápari sem getur kerfis­bundið gjör­eytt stórum bý­flugna­búum.

 

Taktík vespanna felst í að svífa fyrir framan inn­gang bý­flugna­búsins meðan þær sæta lagi. Þegar bý­flugurnar fara of nærri bíta vespurnar ein­fald­lega höfuð þeirra af og hluta skrokkinn síðan í sundur.

 

Á­rásar­liðið flýgur síðan til baka í bú sitt með prótein­ríkt her­fangið handa lirfum sínum. Þegar búið er að eyða öllum bý­flugum fara vespurnar inn í búin og hreinsa út hunang og bý­flugna­lirfur sem lirfur vespanna fá að gæða sér á.

 

 

 

 

Asískar dráps­vespur eru of stórar til þess að hunangs­bý­flugur geti sigrað þær í bar­daga.

 

Í Asíu hafa bý­flugur þó lært að um­kringja stakar vespur og pakka þeim inn í hnött af iðandi bý­flugum. Þegar allt að 500 bý­flugur hreyfa flug­vöðva sam­tímis, skapar við­námið svo mikinn hita að vespurnar deyja. Sést hefur til ein­stakra evrópskra bý­flugna sem reyna sam­bæri­lega að­ferð, en hún er ekki orðin þeim eigin­leg.

 

Öll Evrópa í hættu

Frá inn­rásinni hefur dráps­vespan dreifst um megin­hluta Frakk­lands og eins hefur hún fundist á Spáni, í Portúgal, á Ítalíu og í Ber­lín. Asíska vespan spjarar sig þannig á­gæt­lega í Evrópu og vísinda­menn telja að þessi tegund geti dafnað í mestum hluta hennar, þ.á.m. gjör­vallri Ítalíu, drjúgum hluta Balkan­landanna, á Eng­landi, í Þýska­landi og jafn­vel í Skandinavíu.

 

 

Þetta er ekki að­eins vá­leg tíðindi fyrir bý­flugur, heldur einnig mann­eskjur. Fyrir utan það að sjá um gríðar­lega mikla hunangs­fram­leiðslu eru bý­flugur nauð­syn­legar fyrir frjóvgun ýmissa nytja­jurta og á­vaxta. Án bý­flugna er hætt við að fram­leiðslan minnki veru­lega og þá gæti m.a. verð­lag hækkað.

 

Sér­fræðingar leita eftir veik­leikum

Sem betur fer njóta bý­flugur og bændur lið­sinnis vísindanna. Franskir sér­fræðingar hafa um ára­raðir rann­sakað vespurnar og eru í þann mund að hefja gagn­á­rás. Á­takið til að ráðast gegn þessum ó­vini hófst árið 2007 þegar vísinda­mönnum var skipt upp í þrjár her­deildir:

 

Náttúru­sögu­safnið í París rann­sakaði líf­fræði vespanna og bú þeirra, rann­sóknar­stofnunin IMRA rann­sakaði erfða­mengi vespunnar og Þjóðar­stofnun vísinda­rann­sókna í Frakk­landi tók að sér að rann­saka við­komu vespanna og jafn­framt að þróa skil­virkar gildrur.

 

Til þess að læra að þekkja ó­vininn hélt vísinda­maðurinn Franck Muller og fé­lagi hans Qu­intin Rome hálfs­mánaðar­lega á vett­vang og fönguðu 2000 vespur sem voru fluttar til rann­sóknar­stofu á­samt nokkrum fjölda vespu­búa.

 

„Þegar við berjumst gegn einni tegund verðum við að þekkja líf­fræði og at­ferli hennar. Við þurfum að vita hverju hún laðast að og eins hverjir veik­leikar hennar geti verið,“

út­skýrir Franck Muller.

 

Vísinda­mennirnir komust að því að vespan drepur og étur nánast allt sem hún getur auð­veld­lega ráðið við. Þar á meðal eru hunangs­bý­flugur, en einnig aðrar vespu­tegundir og skor­dýr. Dráps­vespan leitar einkum til bý­flugna þar sem ilmur þeirra laðar þær að. Svo virðist sem vespurnar stýrist að miklu leyti af ilmi og ferómónum og sú vit­neskja átti síðar eftir að koma að góðum notum.

 

Með því að taka röntgen­myndir af vespu­búunum og að­skilja drottningar frá vinnu­vespum út frá þyngd þeirra gátu vísinda­mennirnir stað­fest að stórt vespu­bú getur fram­leitt allt að þúsund nýjar drottningar á ári hverju. Allar drottningarnar geta síðan stofnað nýjar ný­lendur ári seinna.

 

Röntgen­myndirnar voru enn­fremur notaðar til að bera saman búin. Myndirnar sýndu að form, stærð og arki­tektúr búanna var ó­trú­lega fjöl­breyti­legur, allt eftir því hvar búin fundust. Niður­staðan sýndi þannig hversu ó­trú­lega að­lögunar­hæfar vespurnar eru.

 

Al­gjör sigur er ó­gjörningur

Í upp­hafi var yfir­lýst mark­mið sér­fræðinga að ráða niður­lögum ó­vinarins að fullu. En rann­sóknir sýndu að al­gjör sigur er því sem næst ó­mögu­legur.

 

Vespurnar eru allt­of að­lögunar­hæfar og við­koma þeirra of hröð. Þess í stað varð stefnt að því að koma til varnar bý­flugum þannig að þeim lærist með tíma að verjast þessum vá­gesti. Þannig var einkum unnið að því að hefta út­breiðslu vespu­búa.

 

Ein að­ferðin felst í að læra að þekkja efna­fræði­leg boð­skipti vespanna. Við Þjóðar­stofnun vísinda­rann­sókna, CNRS, hefur Eric Darrouzet um fimm ára skeið rann­sakað boð­skipta­efni skor­dýranna, þ.e.a.s. sam­setningu sam­einda á yfir­borði þeirra. Þökk sé þessum rann­sóknum geta vísinda­menn tekið sýni til að greina hvort á­rásar­vespur komi úr sömu ný­lendu eður ei.

 

Bý­rækt­endur og mein­dýra­eyðar geta þannig vitað hvort þeim beri að leita eftir einu eða fleirum vespu­búum. Rann­sóknir Eric Darrouzets hafa auk þess stað­fest að allar dráps­vespurnar í Frakk­landi eru upp­runnar frá sömu drottningu.

 

Á sama tíma hafa vísindin smám saman öðlast sýn yfir fram­rás dráps­vespanna. Með merkingum hafa vísinda­menn fylgt þeim eftir þegar þær sækja inn á ný svæði.

 

Vespum haldið í fjar­lægð

 

Nokkuð jafn ein­falt og smáriðið net hefur reynst vel í bar­áttunni. Vespu­sér­fræðingar hafa þróað kassa með fín­möskva neti sem vespurnar komast ekki í gegnum. Neti þessu er komið fyrir við inn­gang bý­flugna­búa þannig að vespurnar nái ekki að ráðast á hun­gangs­bý­flugur, sem fyrir vikið geta flogið ó­hræddar inn og út.

 

Vissu­lega stendur bý­flugunum enn­þá ógn af vespunum þegar þær yfir­gefa bú sitt, en verða ekki lengur sem lamaðar af hræðslu um leið og þær stinga hausnum út fyrir gættina og hafa því miklu betri líkur á að lifa af slík ná­vígi.

 

Við­líka net­kassa er þegar að finna víðs­vegar í suð­vestur­hluta Frakk­lands. En ekki er víst að að­ferð þessi virki annars staðar en í Evrópu þar sem at­ferli bæði bý­flugna og vespa ræðst af lofts­lagi. Þess vegna vinnur Franck Muller að því að kvik­mynda við­brögð og hátta­lag bý­flugnanna.

 

Eins hefur nokkuð árangur unnist við að eyði­leggja bú vespanna. Áður höfðu bý­flugna­rækt­endur kostað miklu fé í skor­dýra­eitur og mis­munandi að­gerðir til að ná til búanna og eitra þau.

 

En á síðustu árum hefur reynst afar vel að sprauta gas­tegundinni SO2 inn í búin í gegnum langt rör. SO2 getur þó verið skað­legt mönnum þannig að að­ferð þessi hefur ekki öðlast varan­lega viður­kenningu.

 

Sér­fræðingar skapa kynus­la

Gildrur eru hins vegar óskað­legar mönnum og á því sviði hefur Denis Thiéry við rann­sóknar­stofnunina INRA þróað nýjar gerðir. Hann hefur m.a. gert til­raunir við að laða vespur í gildrur með ferskum fiski, kjöti og á­vaxta­safa en sá mat­seðill hefur því miður einnig lokkað til sín önnur skor­dýr.

 

„Vespurnar éta næstum hvað sem er. Og það er erfitt að út­rýma þeim. En aðal­mark­miðið er að halda þeim í skefjum þar til bý­flugurnar hafa lært að verjast sjálfar,“ undir­strikar Thiéry.

 

Mökunar­at­ferli vespanna er einnig skoðað gaum­gæfi­lega. Með því að valda truflunum á því má tak­marka við­komu stofnsins. Fræði­menn rann­saka nú sam­spilið milli drottningar og karl­dýra sem stýrist lík­lega að miklu leyti af kyn­ferómónum drottningarinnar.

 

Takist að ein­angra ferómóna geta sér­fræðingarnir sem dæmi komið þeim fyrir á öðrum stöðum í um­hverfinu. Þannig yrðu karl­dýrin ringluð og yfir­gefa búið í tíma og ó­tíma sem kæmi niður á getu drottninganna til að fjölga sér.

 

Drónar sendir í bar­daga

En kannski verður skil­virkasta að­ferðin að heyja stríð úr lofti. Fjar­stýrði dróninn Jókerinn er þróaður af Alexandre Chabrit og fé­lögum hans í sam­tökunum WA­DU­DU. Alexandre Chabrit er sjálfur bý­flugna­bóndi og vildi finna leið til að eyði­leggja bú vespanna.

 

Lausnin fólst í Jókernum sem er búinn litlum þrýstikút með eitrinu per­metren. Dróninn, sem flýgur með hjálp sex hreyfla, getur náð til búa sem áður voru utan seilingar meðan stjórnandinn stendur í öruggri fjar­lægð frá æstum vespunum. Eitrinu er sprautað með löngu spjóti inn í búið og vespurnar deyja sam­stundis.

 

Eftir nokkra daga snúa Alexandre Chabrit og fé­lagar hans til baka og taka þá með sér dauð búin.

 

Dróninn var prófaður gaum­gæfi­lega á síðustu tveim árum og vænst er að fjölda­fram­leiðsla geti hafist nú í ár. Hann segir:

 

„Við viljum gjarnan nota um­hverfis­vænni eitur í stað þess að dreifa skor­dýra­eitri í náttúrunni, en per­metrin er enn­þá það skil­virkasta. Þetta er samt enn­þá í mótun og við hyggjumst betr­um­bæta að­ferðina. Nú þegar getum við þó eyði­lagt bú sem við náðum ekki til áður.“

 

Og það eru ekki einungis sér­fræðingar og bý­flugna­bændur sem taka þátt í stríðinu gegn vespum. Alexandre Chabrit hefur einnig þróað app þar sem allir geta tekið myndir af búum sem þeir sjá og sent upp­lýsingar um stað­setningu þeirra til mið­lægrar stöðvar. Síðan geta mein­dýra­eyðar nýtt sér upp­lýsingarnar og haldið af stað með eitur, gildrur og dróna.

 

Hér má sjá vespu drepa mús:

 

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

3

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Sérsveitarhermaðurinn Ehud Barak barðist með hnífum, hríðskotaskammbyssu og í kvenklæðum gegn fjandmönnum Ísraela um áratugaskeið en þrátt fyrir þessa fortíð reyndi hann að skapa varanlegan frið við Palestínumenn þegar hann varð forsætisráðherra.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is