Maðurinn

Draumar kórónu

Öðruvísi draumar, fáránlegir draumar og ljóslifandi birtast á hverri nóttu í draumalandinu meðan kórónuveiran herjar. Vísindamenn rannsaka hvernig þessi litla veira hefur áhrif á heilann meðan við sofum.

BIRT: 11/05/2020

James Bond í heila nótt. Ávextir spretta á fótleggjum konu. Fjölmargir eru á flótta undan sýnilegum eða ósýnilegum óvinum.

Twitternotendur nota nú #pandemicdreams þegar þeir lýsa draumum sínum á tíma kórónuveirunnar en draumarnir virðast litríkari, skýrari og furðulegri en venjulega.

Fjölmargar kannanir eru gerðar á áhrifum kórónuveirunnar á drauma fólks og þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir, virðast gefa vissa innsýn í þau spor sem veiran skilur eftir sig í draumalandinu.

Strax virðist óhætt að draga þessar ályktanir:

  • Okkur dreymir meira.
  • Draumarnir eru litríkari.
  • Við munum draumana betur.

Atburðir einkenna drauma

Sálfræðingar um allan heim geta staðfest þá mynd sem birtist á samfélagsmiðlum og bloggsíðum: Á tímum kórónuveirunnar hefur draumvirkni aukist. Ástæðurnar eru ekki nákvæmlega ljósar en fyrri rannsóknir hafa sýnt að okkur dreymir mest þegar heilinn er að vinna úr öflugum, sálrænum áhrifum af nýlegum viðburðum.

Einmitt núna sýna rannsóknir, t.d. í Englandi, aukna útbreiðslu ótta og streitu meðal almennings og þetta gæti mögulega skýrt meiri virkni í draumförum.

Ekki bara þú – 5 mínútna hlaðvarpsþáttur um sérkennilegar draumfarir (á ensku):

Bíómyndadraumar á kórónutímum

Sameiginleg niðurstaða allra þessara rannsókna er sú að þátttakendur segja frá áhrifaríkari og líflegri draumum en venjulega. Svipuð áhrif hafa greinst eftir náttúruhamfarir eða styrjaldir.

Vísindamenn giska á að draumar sem minna helst á bíómyndaupplifun geti bæði orsakast af meiri og minni svefni. Fólk sem sefur meira kemst lengra niður í hinn svonefnda REM-svefn sem virkjar sjónstöðvar heilans og þær sem stýra tilfinningaviðbrögðum.

Þegar fólk sem sefur minna en venjulega veldur það ákveðnum bakslagsviðbrögðum þannig að heilinn notar REM-svefninn til að bæta upp minni svefn með ákafari draumförum.

Í kórónudraumunum ber talsvert á gömlum vinum, gamalþekktum stöðum og löngu liðnum atburðum. Draumar endurspegla yfirleitt atburði nýliðins dags en rannsóknir hafa sýnt að á tímum lítillar virkni og minni félagstenginga – svo sem í einangrun – neyðist undirmeðvitundin til að kafa dýpra eftir dýrmætum minningum.

Auðveldara að muna viðburði næturinnar

Meðal þátttakenda í franskri rannsókn skýrðu 35% frá því að þeir ættu auðveldara með að muna drauma sína og 15% sögðu að draumarnir væru neikvæðari en áður.

Svör í ítalskri rannsókn benda til að fólk – sérstaklega framlínustarfsmenn í baráttunni við sjúkdóminn – fái oftar martröð og vakni oftar af draumi. Þetta getur, samkvæmt eldri rannsóknum, haft áhrif á hæfni til að skýra frá draumum.

Misjafnar draumaminningar geta þó líka skýrst af því að sumt fólk sofi einfaldlega meira og hrökkvi síður upp af svefni.

Smitskömm og smitótti tíðir gestir í draumum

Þeim spurningakönnunum sem nú eru gerðar er ætlað að finna sameiginleg einkenni og samhengi milli drauma fólks á tímum kórónuveirunnar og svo virðist sem kórónuveiran sé þegar farin að setja beint eða óbeint mark sitt á drauma fólks, segir sálfræðingurinn Deirdre Barrett hjá læknadeild Harvardháskóla í viðtali við National Geographic.

Í draumum geta sýnilegir óttavaldar, svo sem skordýr eða maðkar, verið táknmynd veirunnar.

Hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki snúast draumarnir um að bjarga mannslífum en hjá öðrum skiptir undirmeðvitundin kórónuveirunni út fyrir órökréttari ógnvalda á borð við skordýr, skrímsli eða uppvakninga. Enn aðra dreymir mikla skömm yfir klósettpappírsleysi eða vera að hamstra handspritt og aðrar sóttvarnir.

En án tillits til þess um hvað draumarnir snúast geta þeir verið merki um heilbrigði. Rannsóknir sýna að REM-svefninn hefur afgerandi þýðingu fyrir skaplyndi okkar og hæfnina til að læra eitthvað nýtt.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is