Alheimurinn

Dularfull stjarna hefur risið upp frá dauðum

Þýskir stjörnufræðingar hafa fundið óvenjulega stjörnu í stjörnumerkinu Kassíópeiu sem þeir telja að hafi verið orðið til úr tveimur dauðum stjörnum sem runnið hafa saman.

BIRT: 10/04/2023

Í stjörnumerkinu Kassíópeiu hafa þýskir stjörnufræðingar uppgötvað mjög óvenjulega stjörnu.

 

Úr miðju mikils skýs stafar geislun sem er 40 þúsundfalt öflugri en geislun sólarinnar en engin ummerki þess að geislunin stafi frá samruna vetnis og helíums eins og í öðrum stjörnum.

 

Stjarnan þeytir frá sér hlöðnum efniseindum í svo kröftugum sólvindi að hann ætti að berast frá tveimur stjörnum.

 

Kannski felst skýringin einmitt í því að þarna hafi áður verið tvær stjörnur, segja stjörnufræðingarnir hjá háskólanum í Bonn.

 

Ekki þó tvær venjulegar stjörnur á borð við sólina, heldur útbrunnar og dauðar stjörnur, svokallaðir hvítir dvergar.

 

Sjaldgæf sjón

Hafi stjörnufræðingarnir rétt fyrir sér hefur þessi stjarna myndast við afar fágætar aðstæður, þar sem tveir hvítir dvergar snúast æ þéttar hvor um annan og renna að lokum saman.

 

Samanlagður massi þeirra verður þá svo mikill að kjarnasamruni hefst aftur. Það er þó ekki vetni og helíum sem sameinast heldur þyngri frumefni á borð við súrefni og neon. Þetta skapar hina kröftugu geislun sem reyndar er ekki á hinu sýnilega sviði, heldur innrautt ljós.

Svona myndaðist stjarnan

Stjarnan myndaðist við árekstur tveggja útbrunninna stjarna, svonefndra hvítra dverga.

Hvítir dvergar

Tveir hvítir dvergar snúast æ þéttar um hvorn annan.

Árekstur

Hvítu dvergarnir rekast á og renna saman.

Ný stjarna

Áreksturinn er nægilega kröftugur til að kjarnasamruni hefst aftur emð frumefnum eins og súrefni og neón.

Kenningin getur líka skýrt hinn öfluga sólvind sem þeytist frá stjörnunni á 58 milljón km hraða.

 

Sá hraði væri óhugsandi ef um væri að ræða venjulegan hvítan dverg.

 

Glópalán

Sjálfir álíta stjörnufræðingarnir það hálfgert glópalán að finna sönnun þess að stjörnur geti endurskapast á þennan sérstæða hátt.

 

Þeir telja að í Vetrarbrautinni megi telja á fingrum sér þær stjörnur sem hafi lifað slíkan árekstur af og þær verða heldur ekki langlífar.

 

Endurvakin stjarna af þessu tagi brennir upp öllu eldsneyti sínu á nokkur þúsund árum og endar svo hið nýja líf sem sprengistjarna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,© NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Stærsta stöðuvatn heims

Lifandi Saga

Hversu margar aðalbækistöðvar hafði Hitler yfir að ráða?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Maðurinn

Grænar hægðir: Þess vegna breytist liturinn í klósettskálinni

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Maðurinn

Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is