Dularfull stjarna hefur risið upp frá dauðum

Þýskir stjörnufræðingar hafa fundið óvenjulega stjörnu í stjörnumerkinu Kassíópeiu sem þeir telja að hafi verið orðið til úr tveimur dauðum stjörnum sem runnið hafa saman.

BIRT: 10/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Í stjörnumerkinu Kassíópeiu hafa þýskir stjörnufræðingar uppgötvað mjög óvenjulega stjörnu.

 

Úr miðju mikils skýs stafar geislun sem er 40 þúsundfalt öflugri en geislun sólarinnar en engin ummerki þess að geislunin stafi frá samruna vetnis og helíums eins og í öðrum stjörnum.

 

Stjarnan þeytir frá sér hlöðnum efniseindum í svo kröftugum sólvindi að hann ætti að berast frá tveimur stjörnum.

 

Kannski felst skýringin einmitt í því að þarna hafi áður verið tvær stjörnur, segja stjörnufræðingarnir hjá háskólanum í Bonn.

 

Ekki þó tvær venjulegar stjörnur á borð við sólina, heldur útbrunnar og dauðar stjörnur, svokallaðir hvítir dvergar.

 

Sjaldgæf sjón

Hafi stjörnufræðingarnir rétt fyrir sér hefur þessi stjarna myndast við afar fágætar aðstæður, þar sem tveir hvítir dvergar snúast æ þéttar hvor um annan og renna að lokum saman.

 

Samanlagður massi þeirra verður þá svo mikill að kjarnasamruni hefst aftur. Það er þó ekki vetni og helíum sem sameinast heldur þyngri frumefni á borð við súrefni og neon. Þetta skapar hina kröftugu geislun sem reyndar er ekki á hinu sýnilega sviði, heldur innrautt ljós.

Svona myndaðist stjarnan

Stjarnan myndaðist við árekstur tveggja útbrunninna stjarna, svonefndra hvítra dverga.

Hvítir dvergar

Tveir hvítir dvergar snúast æ þéttar um hvorn annan.

Árekstur

Hvítu dvergarnir rekast á og renna saman.

Ný stjarna

Áreksturinn er nægilega kröftugur til að kjarnasamruni hefst aftur emð frumefnum eins og súrefni og neón.

Kenningin getur líka skýrt hinn öfluga sólvind sem þeytist frá stjörnunni á 58 milljón km hraða.

 

Sá hraði væri óhugsandi ef um væri að ræða venjulegan hvítan dverg.

 

Glópalán

Sjálfir álíta stjörnufræðingarnir það hálfgert glópalán að finna sönnun þess að stjörnur geti endurskapast á þennan sérstæða hátt.

 

Þeir telja að í Vetrarbrautinni megi telja á fingrum sér þær stjörnur sem hafi lifað slíkan árekstur af og þær verða heldur ekki langlífar.

 

Endurvakin stjarna af þessu tagi brennir upp öllu eldsneyti sínu á nokkur þúsund árum og endar svo hið nýja líf sem sprengistjarna.

BIRT: 10/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© NASA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.