Dularfullt fóstur 23 ára gamalt

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

2 mínútur

Faðir Babilart var ástríðusafnari. Heimili hans í franska þorpinu Pont-a-Mousson var sneisafullt af furðulegustu fyrirbærum og fólk streymdi þangað um langan veg til að dást að þessum merkilegu gripum.

 

Árið 1678 komu Maria Theresia Frakklandsdrottning og hirðlæknirinn Pierre Dionis í heimsókn. Faðir Babilart vildi ákafur sýna þeim perluna í safni sínu, sprittkrukku með leðurkenndum líkama. Bæði drottningin og læknir hrukku ósjálfrátt frá þegar þau sáu þessa rauðbrúnu veru. Þarna lá samanskroppið, vanskapað fóstur með óhugnanlegt andlit.

 

Fullur af stolti útskýrði presturinn að fóstrið hefði verið skorið úr líki konu árið 1674, 23 árum eftir að hún hafði verið ófrísk. Frásögnin vakti áhuga læknisins. Dionis var nefnilega einn af fremstu skurðlæknum samtímans og krufði iðulega lík, þeirra á meðal lík ófrískra kvenna sem höfðu verið hengdar.

 

Hann hafði áður heyrt frásagnir í svipuðum dúr og þessa, m.a. af 68 ára konu sem lést árið 1582 og átti þá að hafa verið ófrísk í 28 ár. Læknar sem krufðu líkið fundu steinharðnað stúlkufóstur í kviðarholinu. Fróðar konur héldu því fram að slík fóstur væru tilkomin með svartagaldri, en hirðlækninum kom ekki til hugar að trúa slíku. Hann vildi finna líffræðilega skýringu.

 

Hann bað prestinn því að skýra frásögn sína frekar. Konan hafði reyndar ekki verið ófrísk í 23 ár, heldur allt frá fæðingu. Babilart hélt því fram að eggið hefði sest að í maga hennar, meðan hún var sjálf enn fóstur í móðurkviði og fóstrið væri því ekki barn þessarar konu heldur tvíburafóstur.

 

Dionis hristi höfuðið yfir skýringunni, sem honum þótti út í hött, og eftir að heim kom sökkti hann sér niður í þetta efni. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hér hlyti að vera um að ræða utanlegsfóstur og sú kenning átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir lækna síðari tíma.

 

Í riti sem út kom árið 1718 varð Dionis fyrstur manna til að skýra ástæður þessa fyrirbrigðis. Sé eggið of stórt eða eggjaleiðarinn of þröngur, sest eggið þar að, skrifaði Dionis. Hann taldi að fyrr eða síðar hætti fóstrið að vaxa, en það gæti engu að síður orðið móðurinni að bana.

 

Nú er vitað að frjóvgað egg getur sest að í eggjaleiðara, kviðarholi, eggjastokkum eða leghálsi. Slík utanlegsfóstur er nú auðvelt að finna og fjarlægja með skurðaðgerð eða lyfjagjöf. En það er þó ekki alveg víst að hið dularfulla fóstur Babilarts hafi verið þessarar gerðar. Fræðilega séð hefði þetta getað verið sníkjutvíburi, rétt eins og presturinn hélt fram. En þetta afar sjaldséða fyrirbrigði var ekki viðurkennt fyrr en á 19. öld.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is