Náttúran

Eðlisfræðingar leysa gamla spaghettigátu

Með sérhannaðri sveiguvél hefur loks tekist að brjóta spaghetti í tvennt. Uppgötvunin hefur þýðingu fyrir styrkleikaprófanir ýmissa efna.

BIRT: 22/01/2024

Getur þú brotið spaghetti í nákvæmlega tvo hluta?

Spurningin hefur áratugum saman valdið heilabrotum meðal eðlisfræðinga og styrkleikasérfræðinga. Nefna má bandaríska Nóbelsverðlaunahafann Richard Feynman, sem aldrei tókst að finna svarið.

 

Árið 2005 fengu tveir franskir vísindamenn IG-Nóbelsverðlaunin fyrir að sanna að spaghetti brotni alltaf í þrjá eða fjóra hluta. Þessi verðlaun eru veitt fyrir uppgötvanir sem þykja broslegar, en þó athyglisverðar á sinn hátt.

 

Spagettíáhrifanna gætir á 0,0001 sekúndu

Frönsku vísindamennirnir uppgötvuðu eins konar bakslagsáhrif eftir fyrsta brotið.

 

Þegar spaghettistafurinn brotnar, sveiflast endarnir svo skarplega til baka að endarnir ná ekki að fylgja með og brotna af. Þetta gerist á innan við 0,0001 sekúndu.

 

Nú hefur fjölþjóðlegur hópur vísindamanna uppgötvað hvernig koma má í veg fyrir þessa baksveiflu. Það er unnt með því að snúa upp á spaghettistafinn áður en hann er brotinn.

Rétt snúið spaghetti brotnar í tvennt

Með því að snúa upp á spaghetti veiklast það nógu mikið til þess að hægt er að brjóta það í tvennt.

Brot án snúnings

Spaghettistafur svignar mikið áður en hann brotnar. Álag á miðjuna verður svo mikið að eftir brotið verður kröftug baksveifla, þannig að brotin verða alls fjögur.

Brot með snúningi

Þegar snúið er amk. 250 gráður upp á 24 sm langan spaghettistaf, þarf fremur litla sveigju til að brjóta hann. Bakslagið verður minna og því ekki fleiri brot.

Vísindamennirnir smíðuðu sérstaka vél sem snýr upp á spaghettistafinn. Mörg hundruð spaghettistafir voru brotnir í vélinni og grandskoðuðu hver hlutföllin milli lengdar og snúnings þurfa að vera til að forðast fleiri brot en eitt.

 

Niðurstöðurnar geta auðveldað skilning á því hvernig efni veiklast við snúning og slíkur skilningur er mikilvægur við prófanir verkfræðinga á efnum til nota í mannvirki á borð við byggingar og brýr.

Með sérhannaðri vél voru mörg hundruð spaghettistafir undnir og sveigðir.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock,© Ken Ikeda,© MIT

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Fimm ráð vísindamanna til að lífið verði hamingjuríkara

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is