Eðlulappir lengjast í vörn gegn maurum

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Græneðlutegund sem lifir í suðausturhluta Bandaríkjanna er nú lýsandi dæmi um það hversu hröð þróunin getur orðið í dýraríkinu.

 

Upp úr 1930 barst suður-ameríski eldmaurinn til Bandaríkjanna og á innan við 80 árum hafa afturfætur á eðlum, sem hafa búsetu á sömu svæðum og maurarnir, lengst og mælast nú 5% lengri en á eðlum á mauralausum svæðum. Þetta sýnir rannsókn gerð af Tracy Lee Langkilde, prófessor í líffræði við Penn State-háskóla.

 

Lengri fætur auðvelda eðlunum að sleppa frá maurunum. Eldmaurarnir eru helgrimmir og ráðast á græneðlurnar þótt þær séu miklu stærri, sprauta í þær lömunareitri og éta síðan.

 

Tracy Lee Langkilde safnaði maurum frá ýmsum svæðum og komst annars vegar að því að afturfæturnir eru lengri á eðlum sem þurfa að umgangast maurana og hins vegar að eðlur sem lifa á maurasvæðum hafa þróað með sér ákveðnar varnir. Eðla sem þekkir eldmaura reynir t.d. að hrista þá af sér áður en hún leggur á flótta, en eðla sem ekkert kannast við maurana liggur bara kyrr og lokar augunum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is