Search

Er bit komodódrekans eitrað í raun og veru?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Bit komodódrekans drepur bæði dýr og menn. Fram að þessu hefur verið talið að bakteríur í munnvatni skepnunnar ræni bráðina lífi, en nýjar rannsóknir sýna að þessi stóra eðla notar eins konar taugaeitur til verksins.

 

Líffræðingurinn og eiturefnasérfræðingurinn Bryan Fry við Melbourne-háskóla í Ástralíu hefur skannað varðveitt höfuð komodódreka með MR-skanna og öllum að óvörum komu í ljós 6 eiturkirtlar hvorum megin í neðri kjálkanum.

 

Í kjölfarið skáru Fry og félagar hans eiturkirtla úr komodódreka í dýragarðinum í Singapore og komust að raun um að sömu efni er að finna í eitrinu og slöngueitri.

 

Eitrið lamar bráðina og veldur losti. Að auki eru í eitrinu blóðþynnandi efni sem valda miklu blóðtapi þannig að fórnarlambinu blæðir að lokum út.

 

Uppgötvun þessara eiturkirtla, sem rúma 1,2 millilítra af eitri, gengur þvert gegn hinni lífseigu kenningu um að bakteríur í munnvatni eðlunnar valdi blóðeitrun eða blóðmissi og verði bráðinni að bana.

 

Komodódrekinn er stærsta núlifandi eðlutegundin og þekkt sem grimmur drápari og hrææta. Eðlan étur allt sem að kjafti kemur, jafnvel bráð sem er mun stærri en hún sjálf.

 

Ofan á allt saman hefur komodódrekinn ekkert á móti því að gleypa í sig eigin afkvæmi. Ungviðið heldur sig þess vegna uppi í trjám til 8 mánaða aldurs, en þangað upp ná fullorðnu dýrin ekki að klifra.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is