Nú er mannkynið hætt að nota efni sem eyða ósonlaginu. Þýðir þetta að gatið í ósonlaginu sé að dragast saman?
Þykkt ósonlagsins er breytileg eftir árstíðum, en það er einkum yfir Suðurskautslandinu sem ósonið brotnar niður á vorin.
Aldrei myndaðist þó gat í þetta lag fyrr en menn tóku að veita svonefndum CFC-gastegundum út í loftið.
Það verður eingöngu að skrifast á reikning þessara manngerðu gastegunda að svo mikið óson skuli hafa brotnað niður að sáralítið af því er nú eftir.
En um miðjan síðasta áratug náðust alþjóðasamningar um að hætta alveg notkun þessara efna og magn þeirra í heiðhvolfinu náði hámarki kringum aldamótin.
Þótt enn megi sjá metstór göt í ósonlaginu, er þess vænst að smám saman dragi úr niðurbroti ósons. CFC-gastegundirnar eru þó lífseigar og það eiga enn eftir að líða 50 – 100 ár áður en gatið í ósonlaginu lokast að fullu.