Maðurinn

Er hægt að verða brúnn í sólinni án þess að eiga á hættu að fá húðkrabbamein?

Mig langar svo til að fá fallegan, brúnan lit á húðina en get ég gert það án þess að skemma húðina?

BIRT: 04/08/2023

Sólbrún húð er til marks um að líkaminn hafi fengið á sig meiri sól en gerist og gengur og sé að verja sig gegn útfjólubláum geislum sólarinnar.

 

Líkaminn framleiðir litarefnið melanín sem gleypir útfjólubláu geislana og kemur í veg fyrir að þeir eyðileggi DNA-erfðaefnið og breyti húðfrumum í krabbameinsfrumur.

 

Þó svo að sólbrún húð sé betur varin en föl húð, melanínsins vegna, þá er brúni liturinn ekki alveg áhættulaus.

 

Skaðinn er orðinn

Líkaminn eykur nefnilega einungis melanínframleiðsluna sökum þess að árás útfjólubláu geislanna er þegar farin að valda DNA-skemmdum sem hætt er við að þróist í húðkrabbamein.

 

Melanínframleiðslan örvast m.a. af bólgum og svonefndri oxunarstreitu sem orsakast af skemmdum sem útfjólubláu geislarnir valda. Fyrir bragðið er sólbrún húð til marks um að þegar hafi átt sér stað skemmdir í húðfrumunum.

 

Umskiptin frá fölri húð yfir í brúna, með hugsanlegum rauðum lit á þeirri leið, er með öðrum orðum tengd tiltekinni hættu á húðkrabbameini.

 

Auk þess ber að nefna að melanín getur aldrei veitt fullkomna vörn gegn útfjólubláu geislunum.

 

Sólarvarnarstuðullinn í melaníni er álitinn vera á bilinu 2-4 sem samsvarar því að litarefnið gleypi um 50-75% útfjólubláu geislanna. Til samanburðar má geta þess að margir húðsjúkdómalæknar á okkar breiddargráðum mæla með sólarvarnarstuðlinum 15 hið minnsta sem útilokar 93% útfjólubláu geislanna.

HÖFUNDUR: ONAS GROSEN MELDAL

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Gæti dregið úr mesta sársauka legslímuflakks

Tækni

Blýböðullinn: uppfinningamaðurinn sem jók heimsku mannanna

Jörðin

Aðeins eitt af fimm trjám er heilbrigt

Lifandi Saga

Rómverjar hefndu sín grimmilega: Gyðingar hraktir frá landi sínu í heilögu stríði

Maðurinn

Eftir 4.500 blind stefnumót geta vísindamenn nú sýnt fram á: Þetta er það sem karlar og konur laðast að

Alheimurinn

Fjársjóðsleið í geimnum: 5 smástirni verða gullnámur framtíðar 

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Lifandi Saga

Api var tekinn fyrir Frakka og hengdur sem slíkur

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is