Til að afhöfða mann í einu höggi þarf sterk og beitt sverð.
Bæði sverð Rómverja, evrópskra miðaldarmanna og japanskra samúræja höfðu þann styrk og bit sem þarf til að höggva höfuð af manni.
Þó er ekki líklegt að mörg slík hálshögg hafi átt sér stað á vígvellinum. Auk styrk sverðsins og skerpu þurfti nefnilega óhemju öflugt og nákvæmt högg til að skilja höfuð frá búki.
Hins vegar hefur verið nokkuð vinsælt í aldanna rás að hálshöggva fólk með sverði við aftöku. Oft þurfti þó meira en eitt högg til að losa höfuðið frá búknum.