Er hægt að drekka marglyttu?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Marglyttur eru 94-98% vatn og að fráteknum fáeinum söltum, einkum súlfati, sem marglytturnar losa sig við, er vatnið í þeim alveg jafn salt og vatnið í hafinu. Það er sem sagt ekki til neins að drekka úr marglyttum, sé maður vatnslaus á hafi úti. Um það gildir hið sama og að drekka sjó.

Marglyttur og önnur holdýr eiga í vandræðum með að halda sér nógu hátt í vatninu. Í líkamanum eru engir vöðvar tengdir við beinagrind eða aðra harða líkamshluta, sem geta gert þessum dýrum kleift að beita öflugum sundtökum til að halda sér í réttri hæð.

Marglytturnar hafa heldur ekki loftvasa né fitu til að lyfta sér upp. Þær hafa því fundið sína eigin lausn og hún felst í því að halda nánast sama ástandi í líkamanum og umhverfinu. Tilraunir hafa sýnt að lyftigeta holdýra stjórnast af saltmagni.

Sé holdýr flutt úr saltríku vatni í saltminna vatn, sekkur það til botns, en sé tilrauninni snúið við, flýtur holdýrið upp á yfirborðið. Breytist selta sjávar skyndilega hefur það svipuð áhrif á marglyttu og að rekast á vegg. Marglyttur geta hins vegar breytt saltmagni líkamans á skömmum tíma og eftir einn til tvo klukkutíma geta þær aftur hreyft sig eðlilega í vatninu.

Sumar tegundir holdýra þykja reyndar hinn besti matur og eru mikilvægur prótíngjafi, t.d. í Kína, Víetnam og Kóreu. Holdýrin eru þó ekki borðuð hrá, heldur þurrkuð og síðan soðin.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.