Er hægt að ferðast til annarra sólkerfa?

Er hægt að ímynda sér að mönnum verði unnt að ferðast til reikistjörnu á braut um aðra stjörnu en sólina?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fræðilega séð er mögulegt að ferðast milli sólkerfa en í veruleikanum má kalla það ógerlegt fyrir mannað geimfar.

 

Nálægustu stjörnur eru milljónum sinnum fjær okkur en Mars og jafnvel með allra nýjustu tækni tekur Mars-ferð nokkra mánuði. Ef við margföldum þetta með aðeins einni milljón er ferðatíminn farinn að mælast í þúsundum ára.

 

Ef við ímyndum okkur 2.000 tonna geimskip sem næði tíunda hluta ljóshraðans, sem sagt um 30.000 km á sekúndu, tæki það 12 sekúndur að komast til tunglsins, en aftur á móti hátt í 50 ár að ferðast til næstu nágrannasólar okkar, Alfa Centauri.

 

Þar eð heimferðin tæki önnur 50 ár, yrði geimskipið ekki komið aftur til jarðar fyrr en eftir heila öld – þremur kynslóðum eftir að lagt var af stað.

 

Og til ferðarinnar þyrfti líka óhemju mikið eldsneyti. Til að koma geimskipinu upp í 30.000 km hraða á sekúndu, þarf um 1021 Joule og þessa orku þyrfti alla að framleiða í einu.

 

Til samanburðar má nefna að við Íslendingar notum árlega samtals um einn tíu þúsundasta þessarar orku.

 

Ekki er raunhæft að reikna með meiri hraða en tíunda hluta ljóshraðans. Orkuþörfin myndi stóraukast og ef skipið rækist á einhverjar af þeim fáu vetnisfrumeindum eða rykagnir sem er að finna milli sólkerfa, myndu slíkar agnir fljótlega eyðileggja allt geimskipið.

 

Meiri hraði en ljóshraðinn stríðir gegn grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Slíkur hraði auðveldar vissulega atburðarásina í Star Trek, en stenst einfaldlega ekki afstæðiskenningu Einsteins.

 

Vissulega hamla því engin náttúrulögmál að unnt sé að ferðast milli sólkerfa, en með þeirri tækni sem nú er hægt að sjá fyrir sér, er ógerlegt að komast slíka ferð á einni mannsævi.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is