Er hægt að poppa poppkorn með farsíma?

Ég sá myndband á YouTube þar sem farsímar eru notaðir til að poppa poppkorn. Er þetta brella eða kannski hægt í raun og veru?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Á myndböndum lítur þessi tilraun mjög sannfærandi út, þetta er engu að síður fölsun, því orkan frá frá farsímunum er allt of lítil – sem betur fer.
Jafnvel í sterku geislasviði í örbylgjuofni líður nokkur tími áður en svo mikil orka hefur náð inn í maískornin að þau taka að springa. Styrkurinn í ofninum er 700 wött eða meiri og örbylgjunum er beint í mjög ákveðna stefnu. Til samanburðar er geislunarorka frá farsíma í mesta lagi 2 wött og að auki dreifist hún til allra átta.

 

Og höfundur myndbandsins, Abraham Glezerman, hefur líka viðurkennt á CNN að poppkornin sem þarna sjást hafi verið poppuð fyrirfram. Þau voru látin falla niður á borðið þannig að á myndbandinu virðast þau hoppa upp af símanum. Maískornin sem sett voru við símann voru fjarlægð í myndvinnslu eftir á. Myndbandið mun hafa verið liður í markaðssetningu á nýjum heyrnartólum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is