Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Við tölum gjarnan um jörðina sem kúlulaga en er það rétt? Og er yfirborðið svipað alls staðar á hnettinum?

BIRT: 25/02/2024

Séð úr fjarlægð lítur jörðin mjög kúlulaga út en mælingar sýna viss frávik.

 

Mest áberandi er útbungun hnattarins við miðbaug, þannig að hann er aðeins „flatari“ á pólunum.

 

Frávikið frá fullkominni kúlulögun er þó ekki mjög mikið. Mælt yfir pólana er ummálið 40.008 km en sé mælt við miðbaug er það 40.075 km. Munurinn er sem sagt 67 km.

 

Suðurskautsvatnið rennur norður

Þessi munur stafar af hringsnúningi jarðar um möndul sinn. Snúningurinn skapar miðflóttaafl sem er núll við pólana en öflugast við miðbaug.

 

Áhrif miðflóttaafls má sjá í þvottavél eða þurrkara eða t.d. með því að setja dálítið vatn í gólffötuna og sveifla henni í hring. Vatnið helst í henni þegar hún er á hvolfi.

 

Hafið er heldur ekki alveg flatt. Vatnsborðið verður fyrir þyngdaráhrifum frá massafylli jarðskorpunnar undir hafsbotninum og mikilli massafylli í grenndinni, svo sem stórum og þykkum jökulbreiðum.

 

Af þessu leiðir m.a. að þegar íshellan á Suðurskautslandinu bráðnar, rennur meira vatn til okkar í norðrinu. Og á móti leiðir bráðnun Grænlandsjökuls til hækkandi sjávarborðs á suðurhveli.

 

Sól og tungl toga í vatn og land

Hitastig, selta og hafstraumar valda líka nokkrum ójöfnum á yfirborði sjávar.

 

Hæð sjávarborðs getur skeikað nokkrum metrum milli mismunandi staða á hnettinum.

 

Af þessu leiðir t.d. að við Panamaskurðinn er sjávarborð að meðaltali 40 cm hærra Kyrrahafsmegin en þegar kemur að útsiglingu á Atlantshafið.

 

Þyngdarafl bæði tungls og sólar togar líka í vatnið og myndar tvær eins metra háar sjávarfallabylgjur sem berast hringinn í kringum hnöttinn á hverjum degi.

 

Sól og tungl teygja reyndar líka á jarðskorpunni sem hækkar og lækkar um allt að 14,4 cm og 6,6 cm.

 

⇒ Hnötturinn er ójafn

Jafnvel þótt jörðin væri öll þakin vatni væri yfirborðið ekki alveg kúlulaga. Massi jarðar skiptist ekki alveg jafnt og dregur því meira vatn að sumum stöðum en öðrum.

1

Kvika lyftir hafsbotni

Í Norður-Atlantshafi myndar hraunkvika nýjan hafsbotn úr þyngri efnum en fyrir voru og þangað leitar því meira vatn (rauð svæði).
2

Þykk landskorpa léttir þrýstingi

Undir Kolaskaga er jarðskorpan þykk en létt. Yfirborð sjávar verður því hvorki mjög hátt né mjög lágt (gul og græn svæði).
3

Lægð í hafinu veldur undrun

Suður af Indlandi er sjávarborð um 100 metrum lægra en meðaltalið, líklega vegna léttra efna undir hafsbotni sem þess vegna dregur ekki mikið vatn til sín.

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is