Musterisriddararnir voru trúarleg riddararegla sem var stofnuð í Jerúsalem árið 1118 af riddurum sem þá börðust við að halda yfirráðum yfir Jerúsalem sem krossferðariddarar höfðu náð á sitt vald 20 árum fyrr.
Nafnið helgaðist af því að þessir riddarar tóku að sér að verja musteri Salómons í Jerúsalem fyrir ránsmönnum og innrásum frá arabalöndunum í kring.
Reglan varð þó ekki opinber fyrr en 1127 þegar páfinn viðurkenndi hana. Musterisriddararnir fengu þá mikil fríðindi og fáheyrt sjálfstæði ásamt því að þeim var tryggt skattleysi.
Árið 1187 neyddust musterisriddararnir til að yfirgefa Jerúsalem eftir að hafa misst borgina í hendur araba. Engu að síður fjölgaði musterisriddurum og völd þeirra og fríðindi fóru vaxandi í Evrópu næstu aldirnar, þar til Frakklandskonungur gekk milli bols og höfuðs á reglunni árið 1314.
Musterisriddararnir voru þannig af aðli og yfirstétt, en fyrstu frímúrararnir voru hins vegar arkítektar, byggingameistarar og steinhöggvarar.
Helsta verkefni þeirra fólst í að reisa stórar kirkjur, en það var vandasamt verk sem útheimti mikla kunnáttusemi og sérþekkingu. Sérþekking á þeirri tækni sem þurfti til að reisa dómkirkjur var gulls ígildi og frímúrararnir héldu þessari þekkingu því innan eigin raða, m.a. með því að skipuleggja sig í samtökum þar sem leynilegar athafnir voru stundaðar á stúkufundum.
Fyrst er getið um frímúrara í enska Regiushandritinu, sem talið er vera frá því um 1400.
Smám saman bættust aðrir en arkitektar og faglærðir handverksmenn í regluna og nú er talið að meðlimir hennar séu um fimm milljónir.