Er ójafnvægi í þyngd hnattarins?

Þurrlendi á jörðinni er nokkuð samþjappað á norðurhveli og berg er mun þyngra en vatn. Er norðurhvel jarðar þar af leiðandi þyngra en suðurhvelið?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Vissulega mætti ætla að hin ójafna skipting þurrlendis og hafsvæða ylli því að norðurhluti hnattarins væri þyngri en suðurhlutinn. En reyndar heldur jörðin sér í ágætu þyngdarjafnvægi. Ástæðuna nefna jarðfræðingar flotjafnvægi eða „isostasy“.

 

Þegar fellingafjöll myndast eða meginland færist til safnast um leið upp mikið berg á ákveðnum stað.

 

Þungi bergsins ryður öðrum efnum frá sér en það gerist á miklu dýpi, að líkindum 100-350 km dýpi þar sem bergkvikan er fljótandi. Þannig jafnast út aukinn þungi jarðskorpunnar þar sem hún er þykkust.

 

Ísaldirnar eru einkum gott dæmi um flotjafnvægi. Á síðustu ísöld mynduðust ógnarlegir jöklar á norðurhveli, svo þungir að land undir þeim sökk niður á við um mörg hundruð metra. Þegar ísaldarjöklarnir bráðnuðu og þungi þeirra hvarf, færðist kvika í möttlinum til baka og við það lyftist landið aftur.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is