Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.

Það getur líka verið beinlínis skaðlegt að halda aftur af hnerranum, því hér er mikið afl á ferðinni. Við hnerra skjótast úðadropar marga metra fram úr nefinu og hraðinn getur náð 150 km/klst. Klemmi maður t.d. saman nasavængina, beinist öll þessi orka inn á við og þrýstingur í ennisholum, eyrnagöngum og ýmsum öðrum holrúmum hækkar mjög. Yfirleitt hlýst engin sköddun af, en maður á þó á hættu að fá hellu fyrir eyrun eða að fíngerðar smáæðar springi. Í mjög ofsafengnum tilvikum getur hljóðhimna sprungið, eða jafnvel orðið blæðing í heila.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.