Alheimurinn

Er tunglið alltaf alveg jafnstórt?

Fyrir nokkrum mánuðum sá ég fullt tungl sem virtist stærra en venjulega. Hvernig getur staðið á því?

BIRT: 04/11/2014

Sumir hafa vafalaust tekið eftir því að í desember 2008 og janúar 2009 var fullt tungl óvenju stórt og skært. Þetta var engin sjónhverfing heldur er ástæðunnar að leita í braut tunglsins um jörðu.

 

Braut tunglsins kringum jörðina er nokkuð aflöng og fjarlægðin milli jarðar og tungls getur verið frá 363.300 upp í 405.500 km – sem reyndar eru meðaltölur.

 

Þegar tunglið er næst okkur er það sagt í jarðnánd og þegar við sjáum fullt tungl í jarðnánd virðist það óvenju stórt og skært.

 

Þetta er þó ekki eina skýringin á hinu tilkomumikla fulla tungli í desember sl. Tunglið lýtur nefnilega ekki aðeins aðdráttarafli jarðar heldur hefur sólin einnig sín áhrif og jarðnándarpunkturinn því ekki alltaf á sama stað. Næst jörðu kemst tunglið alveg niður í 356.000 km fjarlægð. Það var þetta sem gerðist í desember þegar tungl var fullt einmitt í mestu jarðnánd. Þetta tvennt fer sjaldan saman og gerist næst árið 2016.

 

Þegar tunglið er fjærst jörðu er talað um jarðfirrð. Ef við gætum borið saman fullt tungl í jarðnánd og jarðfirrð mætti sjá talsverðan stærðarmun. Fjarlægðarmunurinn getur farið allt upp í 50.000 km og stærðarmunurinn héðan séð orðið ríflega 14%. Munur á ljósstyrk getur aftur á móti farið upp í 30%.

 

Munurinn á ljósstyrk er svo mikill að varla er unnt að komast hjá að taka eftir honum. Nokkuð öðru máli gegnir um stærðarmuninn, en þar ber t.d. að gæta þess að okkur sýnist tunglið stærra þegar það er nálægt sjóndeildarhring en ef það er hátt á lofti. Í rauninni er tunglið örlitlu nær okkur hátt á lofti en þegar það sést við sjóndeildarhring þannig að ætla mætti að þessu væri öfugt farið. Að mannsaugað skuli skynja tunglið stærra við sjóndeildarhring, stafar af því að þar ber augað það saman við umhverfið.

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

Tækni

Hvers vegna sofum við?

Heilsa

Létt þjálfun er áhrifaríkari

Maðurinn

Fimm hollráð vísindamanna: Þannig má breyta leiða í styrk

Tækni

Sólarsellur flytja út í geim 

Heilsa

Algengt meðferðarúrræði fyrir konur á breytingaskeiði er talið hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir

Maðurinn

Er skaðlegt að halda sér vakandi alla nóttina?

Heilsa

Yfirsýn: Svona bjargar blóðið þér

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is